Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 12
■ ■ Otull félagsmála- maður Kristján Theodór Árnason er nú að hefja þriðja kjörtíma- bil sitt sem bæjarstjóri á Gimli. Hann var fyrst kosinn með 66%% atkvæða í október 1977, endurkjörinn með 78% atkvæða 1980ogloks sjálfkjörinnárið 1983. Hann er rafvirki að mennt, en hefur tekið þátt í fram- kvæmdum og þjónustu í ýmiss konar verktakafyrirtækj- um, verslun, ferðamálum og innan kanadíska flughers- ins. Hann var sjálfboðaliði í slökkviliði bæjarins árum saman, félagi í Gimli Kinsmen Club og forseti þess félags, einnig forseti í Royal Canadian Legion, fyrsti for- maður í Styrktarfélagi þroskaheftra á Gimli, og hefur m.a. bæði verið þjálfari og formaður ísknattleiksfélags. Hann hefur auk þess gegnt formennsku í eftirtöldum félagas amtökum: Gimli Memorial Recreation Centre, Gimli Carnival Commitee, Icelandic Canadian Club of Winnipeg, Mani- toba. Þjóðhátíðarárið 1974 var hann forseti og stjórnandi í undirbúningsnefndinni fyrir Íslendingahátíðina í Mani- toba 1975 og 1976. Um 6 ára skeið var hann stjórnarfor- seti Lögbergs-Heimskringlu, sem er eina íslenska viku- blaðið í Norður-Ameríku. Af annarri þátttöku í félagsmálum má nefna, að Krist- ján Theodór hefur setið í stjórnum ýmiss konar samtaka, t.d. Gimli Chamber of Commerce, The Icelandic Natio- nal League of North America, The Gimli Cultural Corp., the Canada Iceland Foundation og Heritage Board of Manitoba. Hann var kjörinn heiðursfélagi í Gimli Curling Club. Hann er meistari í Frímúrarastúk- unni Viking Lodge á Gimli og Khartum Shrine of Winni- peg, Manitoba. Kristján í mótmælaferð gegn mengun Banda- ríkjanna í Kanada. Myndin er tekin í júlí 1983 framan við bústað Bandaríkjaforseta, Hvíta húsið í Washington D.C. Kristján hefur farið tvisvar til að mótmæla þeim áformum og undir- búningi Bandaríkjamanna að breyta afrennsli sem fellur í Missisippi-fljótið nyrst í Bandaríkj- unum, þannig að það renni í Rauðá og út í Hudson-flóann. Kanadamenn vilja ekki þiggja þetta vatn, sem m.a. hefur verið notað í áveitur, þar eð það mun menga bæði ána og flóann og raska þvi viðkvæma lífríki, sem bæði atvinnu- fiskimenn og sportveiðimenn vilja standa vörð um. Mótmælaferðin gegn mengun til Washington, höfuðborgar Bandaríkj- anna í júlí 1983. Þarna eru oddvitar, bæjarstjórar og indíánar frá Mani- toba við þinghúsið Capitol. 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.