Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 9
Útigifting við Öxarárfoss. „Hempan varð rökaf úðanum. “ Hanna María óskar nýgiftum hjónum til hamingju i forstofu Þingvallabœjarins. Veggir Almannagjár eru í baksýn. „Margt fólk óskar þess að eiga þessa stóru stund hér á Þingvöllum. “ fræðinámi, voru Asar í Skaftártungu auglýstir lausir til umsóknar. Ahugi hennar á að takast prestsstarf á hendur var þá vaknaður og fór hún á fund Sigurbjöms Einarsson- ar, biskups, og leitaði ráða. „Sigurbjörn hvatti mig til þess að sækja um prestsstarfið að Ásum sem ég gerði og tók vígslu um haustið þetta sama ár 1981. Þótt ég sé mikil sveitamanneskja og hafi alla tíð haft sterk tengsl við dreifbýlið þá varð mér fljótt ljóst að austur í Skaftártungu var ég komin í nýjan heim, sem ef til vill væri réttara að kalla gamlan, því í mörgu var fortíðin þar enn við lýði. Mörg sóknarbarna minna voru af eldri kynslóðinni og áberandi að á sumum bæjum var aðeins einn í heimili. Valgeir Helgason var prest- ur að Ásum á undan mér og var hann bú- inn að þjóna sókninni í allt að fjóra ára- tugi og orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Valgeir var mjög sérstæður persónu- leiki og hélt fast í fyrri hefðir og siði. Hann var einhleypur, hafði búið einn á prestssetrinu um langan tíma og stundað sauðfjárbúskap ásamt prestskapnum.“ Hanna María segir að þegar menn séu orðnir mjög grónir í ákveðnum hlutverk- um, eins og séra Valgeir hafi verið, þá geti verið erfitt fyrir þá að breyta til og hann hafi átt afskaplega erfitt með að sætta sig við að þurfa að hætta störfum. Hún bjó fyrsta prestskaparárið á Kirkjubæjar- klaustri, því það tók fyrirrennara hennar nokkurn tíma að flytja af prestssetrinu. Hún kynntist forvera sínum þó vel því þetta fyrsta ár hennar að Ásum fór Valgeir með henni í all- ar messur í prestakallinu. „Hann skrýddist þá jafnan hempu sinni og sat á fremsta kirkjubekk. í litlu sveitakirkjunum er oft þröngt og skrúð- húsin rúma tæpast fleiri en einn prest á meðan hann er að athafna sig fyrir messu. Þetta fór þó allt vel en að þessu fyrsta ári liðnu flutti Valgeir af prestssetrinu. Þá tók við nýtt tímabil í starfi mínu því húsakynnin að Ásum þörfn- uðust mikils viðhalds og viðgerða. Þar hafði nútíminn ekki haldið innreið sína fremur en í annað í lífi séra Valgeirs. Þama urðu kynslóðaskipti í margvíslegum skilningi og ég beitti mér fyrir því að prestssetrið yrði gert upp og ég get ekki sagt annað en yndislegt hafi verið að búa þama. Um- hverfíð var eins og málverk. Eldhraunið á aðra hönd, Eld- vatnið á hina og ég fékk mér aldrei gardínur. Fannst fráleitt að draga tjöld fyrir þetta stórkostlega útsýni sem á sér tæp- ast hliðstæður í íslenskri náttúru og er þá mikið sagt. Ég festi rætur þama og get vel hugsað mér að flytjast þangað aftur.“ Fyrsta áfallið Þótt útsýnið í Skaftártungunni væri fagurt og niður mannlífsins mun hægari en í borginni, þá fylgdi prests- starfinu engu að síður talsverður erill. „Prestakallið er víðáttumikið og þjónustan krafðist mikilla ferðalaga. Ég hóf barnastarf, sem ekki hafði verið áður og því fylgdu margar ferðir á milli staða. Aksturinn varð því meiri hjá mér en fyrirrennara mínum, sem átti gamlan Willis-jeppa og mun einhverju sinni hafa látið hafa eftir sér í viðtali að hann væri orðinn dálítið fúinn norðanmegin, það er að segja á þeirri hlið er sneri upp í vindinn. En þótt erillinn væri nokkur þá bætti viðmótið, sem ég mætti, og ánægjan af starfinu hann margfalt upp. Ástæður þess að ég hætti prestskap að Ásum voru því af IHeima er bezt 125

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.