Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 38
var furðulegra, var að þá hafði grái kufl- inn minn, með þremur hvítum borðum, breyst í skínandi hvítan kufl með gyllt- um mittislinda og gullnum borðum. í hálsmáli og um úlnliði var hann kræktur sléttum gullspennum og klæðið var úr vandaðasta dúki. Ég átti erfitt með að trúa skilningarvitum mínum og skoðaði aftur og aftur hið nýja útlit mitt og þannig nálgaðist ég hið gullna hlið hrærðu hjarta. Þegar ég lagði hönd mína á hliðið, opnaðist það sjálfkrafa og ég gekk inn á breiða götu, girta trjám, runn- um og blómum í fegursta litskrúði. Þau líktust jarðneskum gróðri, en ilmur þeirra var dásamlegri en orð fá lýst. Greinar trjánna beygðust niður og fögn- uðu mér og blómin kinkuðu kolli í kveðjuskyni. Undir fótum mínum var mjúkur grassvörður og yfir höfði heiður og tær himinn, sem sendi geisla sína nið- ur á milli greinanna, allt baðað í ljósi, fegurra en nokkru sinni á jörðinni. Framundan sá ég bláar og fjólubláar hæðir og grillti í fegursta vatn með smá- eyjum, sefgrænum með runnum og trjá- gróðri. Hér og þar mátti sjá smábáta á hægri ferð, fulla af hamingusömum önd- um í marglitum klæðum. Svo líkt og um leið ólíkt mínu ástkæra, suðræna föður- landi, aðeins miklu dýrðlegra, hreinsað af öllum sora ranglætis og synda. Þar sem ég gekk eftir hinni breiðu, blómskrýddu götu, kom hópur anda á móti mér og bauð mig velkominn. Meðal þeirra þekkti ég aftur föður minn, móður, bróður og systur, auk margra góðvina frá æskuárunum. Þau báru þunnar slæður, rauðar, hvítar, grænar og veifuðu þeim til mín og þöktu veginn mergð fegurstu blóma. Þau sungu hugnæm ættjarðarljóð og raddir þeirra bárust mér í dásamleg- um samhljómi. Ég var yfir mig hrærður, þetta var of mikil hamingja fyrir mann eins og mig. Því næst beindist hugur minn til jarð- ar, til hennar, sem var mér dýrmætust allra og ég hugsaði: „Ef aðeins hún gæti verið hér og notið með mér sigurgleði augnabliksins, sem hún á svo ríkan þátt í.“ í sömu andrá sá ég sál hennar við hlið mér í vökudraumi. Klæði hennar voru úr andaheimi, skínandi hvít, sem brúðarlín, alsett fegurstu gimsteinum. Ég sneri mér að henni og tók hana í faðm mér, og við snertingu mína vaknaði hún og brosti til mín. Því næst kynnti ég hana vinum mínum, sem unnustu mína. Meðan hún brosti til okkar kom gæslumaður hennar og huldi hana stóru hvítu klæði. Svo lyfti hann henni á örmum sér og hún blundaði * eins og þreytt bam, þegar hann bar hana aftur í jarðneska líkama hennar, sem hún um stund, hafði yfirgefið til þess að taka þátt í og kóróna þessa stóru og blessuðu gleðistund mína. Jafnvel í sælu minni fannst mér það harðleikið að láta hana fara, þó ég vissi að ég gæti ekki vænst þess að halda henni hjá mér. En lífsþráð- ur hennar var ekki slitinn sundur og mér var ljóst að hún, eins og allir aðrir, hlaut að ganga pílagrímsgöngu ævi sinnar til enda. Þegar ástvina mín var horfin þyrptust allir vinir mínir kringum mig og föðm- uðu innilega. Móðir mín, sem ég hafði ekki séð síðan ég var smábam, strauk lokka mína og kyssti mig, eins og ég væri ennþá litla bamið hennar, sem hún hafði yfirgefið fyrir svo mörgum árum, en minningin um hana var mér óljós. Því næst leiddu þau mig að fögru einbýlis- húsi, sem virtist næstum hulið rósum og jasmínum, sem uxu upp með veggjum og súlum sem vafningsviðir. Hvílíkt dá- semdarheimili, langt umfram það, sem ég átti skilið. Stofumar voru rúmgóðar, sjö að tölu og sérhver þeirra einkennandi fyrir einhvern þátt í skaphöfn minni, eða eitthvað, sem mér féll í geð. Húsið stóð á hæð með útsýni yfir vatn, sem lá hundrað fetum neðar og á yfir- borði þess gáruðust segulstraumar og landslagið endurspeglaðist í fleti þess. Hinum megin við vatnið var opinn, víður dalur. Allt þetta sá ég eins og í endur- speglun frá jörðunni og ég hugsaði með mér að þar dveldist ásvina mín og því lægi starfssvið mitt þar. Oft síðar hef ég setið og horft á þessa stjörnu (jörðina) og minningar fyrra lífs míns endurómuðu í vöku og draumum og allar hugsanir mín- ar voru samofnar mynd hennar, sem var leiðarstjama mín. Stofan með þetta útsýni til hinnar fjar- lægu jarðar, var hljómleikasalurinn, í honum voru margs konar hljóðfæri. Blóm héngu í blómakerjum upp að veggjunum og mjúk gluggatjöld vom fyrir gluggum, sem vom glerjalausir, því í þessu undralandi blása engir vindar. Skógarlilja, vafalaust sú sama og gladdi hjarta mitt í litlu íbúðinni minni í landi morgunroðans, teygði ilmandi greinar sínar upp kringum gluggann, á einum vegg hékk mynd af ástvinu minni, um- vafin sömu hvítu rósunum, sem alltaf komu mér í huga þegar ég hugsaði til hennar. Hér fann ég öll verðmæti mín, sem ég hafði safnað þá myrku daga, þegar allt virtist vonlaust og næturhúmið svarta grúfði yfir lífi mínu. Stofan var full af dásamlega fögrum andablómum. Þar var einnig hvfla, sem ég dáðist að. Hún hvíldi á fjórum höggnum myndum skóg- ardísa í fegursta marmara. A höfði báru þær laufkrónur og klæði þeirra sveipuðu línur líkamanna með eðlilegum yndis- þokka. Dýnan virtist úr efni líku svana- dúni, fölgul á lit og mjúk og virtist mjög gimileg til hvflu. Oft hef ég legið þar og horft út á fagurt landslagið, allt til hinnar dökku stjömu, jarðarinnar með hina þreyttu pílagríma og sálir, sem berjast áfram í lífinu. Næsta stofa var full af fegurstu málverkum, myndastyttum og hitabeltisjurtum. Þar fannst lítill hellir með streymandi lindarvatni, sem ljómaði sem skartsteinar þegar það rann yfir barma lítillar vatnsþróar í aðra stærri. Vatnsniðurinn minnti á hljómlist. Ná- lægt hellinum hékk mynd, sem strax vakti eftirtekt mína, enda minnti hún á atburð úr lífi mínu. Myndin lýsti fögru vorkvöldi, þegar ég reri með ástvinu mína yfir lygnt fljót. Sólin var að setjast í vestri með rauðglóandi geislum bak við hæðirnar, friður og ró ríkti í hjörtum beggja og lyfti þeim til himins. Ég leit kringum mig og þekkti á ný mörg svið úr jarðlífi mínu, þar sem ég einnig hafði verið hamingjusamur. Allar voru þessar endurminningar ljúfar. Þar voru einnig margar myndir af vinum og atburðum í andaheimi. Frá þeim gluggum var annað útsýni en úr hljómleikasalnum, það var af tindum, sem enn voru langt ofar mínu sviði, tumar, spírur og fjöll sáust í fjar- lægri móðu. Ég hafði unun af að horfa á þetta ólíka útsýni, sem spannaði frá hinni augljósu fortíð til framtíðar, sem enn var hulin ráðgáta. í þessu málverkasal, sem gladdi augað og veitti líkamanum hvfld, en líkamar okkar þarfnast hvfldar, eins og jarðarlflc- amamir og við njótum þess að hvfla á dúnfleti, sem aflað er með erfiði, eins og þið njótið þæginda sem þið hafið unnið fyrir í sveita andlitsins. Enn var einn salur, móttökusalur. Hér, eins og á jörðinni, vom borð sett fram með úrvals ávöxtum, kökum og öðra góðgæti, þó er þessi næring efnisminni. Auk þessa voru þama hin ljúffengu vín andaheimsins, sem ég hef minnst á áður. Enn einn salur var þar, fullur af bók- um, sem fjölluðu um þætti jarðneska lífs míns og annarra, sem ég dáði og elskaði. Auk þess vom þar margar aðrar bækur. Þær vora sérstæðar á þann hátt, að í stað- inn fyrir lesmál, vom þær fullar af myndum og við yfirferð þeirra, virtust hugsanir rithöfundanna koma skýrar fram en letur getur tjáð. Hér er hægt að 154 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.