Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 21
Sjálfslýsingu samdi Jón, að því er
virðist allnákvæma, sem hljóðar svo:
„Guð gerði mig velskapaðan
meðalmann á hæð, með léttu geðs-
lagi, útlimasmáan, vöðvaþrekinn,
með smáar þykkar hendur en sérlega
mjúkar, sem kom sér vel fyrir sæng-
urkonur og aðra sjúka, með rauðan
andlitsfarða fram eftir aldri, er síðan
dökknaði, kringlu- og langleitan, með
breitt, slétt, upphátt enni, kringlótta
höku, þunnar kinnar og undirhöku,
með mikið ljósgult hrokkið hár á
herðar niður, er eyddist og dökknaði á
jarðeldaárunum, léttan í spori, svo
snaran að geta sett upp bagga báðum
megin á hest, án þess að undir væri
staðið.“
Að framansögðu má vel draga þá
ályktun, að Jón hafi verið hinn álitleg-
asti maður, enda fór svo, að á skólaár-
um hans voru tvær jafnöldrur hans
svo ólmar í hann, að þær elduðu oft
saman grátt silfur þess vegna, og víst
var um það, að ekki leið langur tími
frá því að Jón Vigfússon, þáverandi
húsbóndi hans, andaðist, þar til ekkj-
an varð ektakvinna hans.
Að loknu skólanámi gerðist Jón að-
stoðarmaður síra Jóns Vigfússonar,
klausturhaldara að Reynistaðar-
klaustri í Skagafirði, og þar var hann
árin 1751-53. Þegar nafni hans Vig-
fússon andaðist 1752, tók hann við
dánarbúinu, uns það var gert upp
1753.
Síra Jón Vigfússon var mikill
drykkjumaður og illur með víni. Þeg-
ar hann var drukkinn, barði hann oft
og tíðum konu sína, Þórunni, sérdeilis
þá er hún var þunguð. Vegna þessa
þurfti oft að ganga á milli þeirra. Utan
víns var hann spakur og fastheldinn
maður.
Kona Jóns Vigfússonar var Þórunn
Hannesdóttir frá Hólum í Hjaltadal,
sem fædd var árið 1718. Foreldrar
hennar voru Hannes Lauritzon Schev-
ing sýslumaður og Jórunn Steinsdóttir
(biskups Jónssonar).
Þórunn missti snemma föður sinn
og ólst því upp í Laufási hjá Jórunni
móður sinni og Stefáni Einarssyni
prófasti, síðari manni hennar.
Þórunn og Jón Vigfússon eignuðust
fímm börn. Þar af komust tveir dreng-
ir og ein stúlka upp. Jón andaðist eftir
12 ára sambúð þeirra hjóna. Sagt var,
að Þórunn hefði gifst honum gegn
vilja sínum.
Andlát síra Jóns Vigfússonar bar
svo að, að hann hafði setið lengi við
drykkju ásamt smiði sínum, Bimi
Amasyni, illa þokkuðum og ágjöm-
um manni, og nokkmm landsetum
sínum. Einnig var þar vinnukona sú,
er Halla hét og var lítt betur þokkuð
en Bjöm.
Nefnd Halla þjónaði síra Jóni Vig-
fússyni til sængur þá nótt, sem í hönd
fór. Þennan dag hafði Jón Steingríms-
son fylgt Guðrúnu, systur Jóns Vig-
fússonar, fram að Hólum, en hún
hafði verið í heimsókn hjá bróður sín-
um.
Þegar hann kom svo heim um
kvöldið, heyrði hann mikil drykkju-
læti frá húsi Jóns Vigfússonar, og þar
sem hann var þreyttur, gekk hann
strax til hvflu og sofnaði brátt.
Um miðja nótt dreymdi hann, að
sagt væri við hann:
„Vaknaðu Jón, því hann Guðbrand-
ur á Brimnesi er kafnaður í Fúlu-
tjöm.“
Guðbrandur var frændi Jóns Stein-
grímssonar, bærinn og tjörnin vom til.
Við þetta vaknaði Jón og sofnaði
ekki meira þá nótt. Að morgni kom
nefnd Halla inn til hans og sagði
nafna hans Vigfússon látinn og liggja
dauðan í sæng sinni, og brá hér öllum
við.
Fór Jón nú aftur til Hóla og sótti
Guðrúnu, systur Jóns Vigfússonar,
sem sá síðan um útför hans ásamt
skylduliði sínu.
„Að þessu afstöðnu og uppskriftar
sterbúsins biðja hlutaðeigendur mig,
sem þá er aðeins djákni, að taka að
mér búið og varðveislu þess, þar til
skipti þess fara fram. Þórunn hús-
freyja var, er hér var komið langt
gengin með Karitas, síðasta bam
þeirra hjóna og því ekki til stórræð-
anna búin.
Þar sem illgimin og öfundin fengu
ei þolað að eg, svo umkomulítill sem
eg er, skyldi komast til þeirra umráða,
sem hér hafa greind verið, fóru ill-
gjörðarmenn mínir að bera út ýmsar
lygar um mig, svo sem að eg væri
faðir barns þess er í vændum var og
að eg hafi séð fyrir Jóni Vigfússyni.
Þetta lygaámæli hagnýtti nefndur
Bjöm sér og lét hann til mín og hús-
freyju berast, að hann myndi vita um
afdrif klausturshaldara,“ segir Jón
Steingrímsson, en þó féll umræða
þessi að mestu niður að sinni.
Þá er síra Jón Vigfússon var látinn
og Þómnn hafði alið Karitas, fór að
bera á miklu óyndi hjá henni, og
reyndi Jón Steingrímsson að hugga
hana við og hressa, svo sem hann
mátti, og leið nú ekki á löngu, þar til
að saman fór að draga með honum og
húsmóðurinni. Hinn 29. september
1753 gengu þau síðan í löglegt ekta-
stand.
„Þar sem að Þómnn var orðin
barnshafandi að Sigríði dóttur okkar,
var giftingu okkar flýtt, svo sem tök
voru á.“
Þómnni og Jóni Steingrímssyni
varð sex dætra auðið, og sambúð
þeirra stóð í 32 ár, eða þar til Þórunn
andaðist hinn 7. október 1784.
Jón dáði konu sína mjög, og um
hana segir hann:
„Þórunn var öllum góðum kostum
búin, guðhrædd og öllum góð, svo var
hún einnig forspá, vissi gjaman um
óorðna hluti.“
Seinasta morgun lífs hennar spurði
Jón um líðan hennar og hún svaraði:
„Nú er stríðið strangt, en þó stutt orð-
ið.“
Svo fljót var Þómnn að prjóna að
eitt sinn, þegar þau öttu kapps, prjón-
aði hún 900 lykkjur á meðan hann
skrifaði 1200 fljótaskriftarstafi.
Stefáni prófasti, stjúpföður Þómnn-
ar, þótti svo mikið til um gáfur, skarp-
leika og eftirtekt hennar, að eitt sinn
þegar hann ræddi við börnin, varð
honum að orði:
„Ó, hvað gekk guði til þess að þú,
Þórunn, varðst ekki drengur? Þú nem-
ur allt og manst allt.“
Þannig var hugsanagangur þessa
tíma.
Heima er bezt 137