Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 12
Með hóp ferðamanna við Almannagjá. „Það felst líkapredikun í því að lýsa náttúrunni og segja þá sögu, sem hér hefur átt sér stað. “ óvart að ég skyldi fá þetta starf, þar sem alls sóttu níu manns um sem hver um sig hefði getað gegnt því með sóma. Sárast þótti mér að þurfa að keppa við konu um starfið, því við vorum tvær konumar í umsækjendahópnum á móti sjö karl- mönnum." Hanna María þagnar um stund og fyrir framan okkur ríkir hvít vetrarkyrrðin og febrúarsólin er að færast í síðdegisstað. Sýn sem hvergi annars staðar er að finna nema ef vera kynni í heimi myndlistar- innar og ferðalangar sunnudagsins em teknir að koma til Þingvalla til þess að njóta þess fágætis, sem miðsvetrarheiðríkjan skapar í samspili snævar, vatns og kletta. Og heimilishundamir koma þar sem við Hanna María sitjum á steini mitt í þessari miklu náttúm og spjöllum saman og sníkja athygli. „Við hjónin vomm bæði orðin þreytt á mikilli vinnu í Skálholti og að mörgu leyti var hugsunin um tilbreytinguna þægileg. En þegar ég lít til baka þá er ljóst að ég hef tæpast gert mér grein fyrir út í hvað ég var að fara, því starfið hér hefur verið umfangs- meira en mig óraði fyrir. Mér tókst enn einu sinni að velja mér bratta til þess að sækja á.” Hanna María segir að þótt þau hjónin hafi verið orðin þreytt á mikilli vinnu og daglegum erli í Skálholti, þá hafi engu að síður farið stórkostlegur tími í hönd á Þingvöllum. Stórkostlegur en einnig erfiður. „Eg var nokkuð kunnug hér á svæðinu. Hafði oft farið hingað á hestum með föður mínum og verið á hestamanna- mótum inni í Bolabás. Ég vissi því að nokkm leyti að hveiju ég var að ganga hvað umhverfið varðaði og ég fann fyrir gleði yfir því að vera aftur farin að starfa sem prestur. Starf sóknarprests á Þingvöllum er hins vegar nokkuð frá- bmgðið starfi annarra sóknarpresta því sóknin er mjög fá- menn og telur aðeins um 50 manns. Mikill hluti prests- starfsins felst í þjónustu við fólk, sem kemur gagngert til þess að láta vinna prestsverk á Þingvöllum.“ Hanna María segir einstaklega vinsælt að gifta sig á þess- um stað og yfir sumarið giftir hún fjölda brúðhjóna í Þing- vallakirkju. „Fólki finnst mjög sérstakt að eiga stórar stundir hér á Þingvöllum og oft efnir það til einhvers mannfagnaðar á hótelinu eða gistir í tilefni af atburðum í lífí þess. Starf prestsins felst því að miklu leyti í þessari þjónustu, í því sem í daglegu tali er kallað aukaverk í prestsþjónustunni. Leiðsöguhlutverkið er einnig viðamikið, því hingað koma margir hópar fólks í heimsókn, einkum á sumrin, og ég reyni að upplýsa ferðafólk eftir föngum um staðinn, sögu hans og náttúm. Ég gæti ímyndað mér að prestsstarfið væri aðeins um einn tíundi af því starfí, sem hér þarf að vinna en hinn hlutinn tilheyrir umsjón og vörslu þjóðgarðsins.” Öll umsjón með þjóðgarðinum og framkvæmdum innan hans hefur hvílt á herðum þjóðgarðsvarðar þar til á síðasta ári að ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að annast hluta þeirra verkefna. Hanna María segist hafa ákveðið að beita sér fyrir ýmsum lagfæringum. „Einkum var brýnt að gera fleiri göngustíga. Svæðið er ákaflega viðkvæmt fyrir umferð og því verður að skipu- leggja allar mannaferðir um það mjög vandlega. Til að unnt sé að bjóða fólki að njóta þessarar náttúrugersemar og sögustaðar er nauðsynlegt að unnt sé að fara um eftir ákveðnum stígum.“ Hanna María segir að lagning göngustíga um svæði á borð við þjóðgarðinn á Þingvöllum sé mikið verk. Ekki síst fyrir það hversu erfítt sé að beita vélum. Skóflan, hakinn og hjólbörumar séu nauðsynlegustu tækin við þessar fram- kvæmdir og einnig margar hendur. „Af þeim sökum þá gerði ég sérstakan samning við Reykjavíkurborg um að fá ungmenni lánuð til þess að starfa hér. Samningurinn var á þá leið að borgin greiddi laun ungmennanna, sem unnu fjóra daga í senn en nutu sér- stakrar fræðslu fimmta dag vikunnar. Með því móti var komið til móts við ungmennin og borgina og ég hef ekki orðið annars vör en ánægja hafi ríkt með þessi samskipti.” Hanna María kveðst hafa lagt metnað sinn í að ljúka ákveðnum framkvæmdum í þjóðgarðinum fyrir 50 ára lýðveldisafmælið 1994. „Þetta ár keyrði alveg um þverbak hvað vinnuálag varðaði. Engu líkara var en ég væri farin að gegna mörg- um stöðum. Ég svaf lítið allt sumarið og um haustið sagði þreytan til sín. En þrátt fyrir allt þá var ég mjög ánægð. Ég hafði í raun allt, sem ég óskaði mér. Ég var orðin sóknarprestur á ný, komin í sveit og með náttúru- fegurðina alls staðar, hvar sem augað eygði.” Þjóðgarður með menningarlegu ívafi „A síðasta sumri tók ég mér tveggja mánaða frí. Mér fannst að ég þyrfti á endurnýjun að halda. Ég hélt því til 128 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.