Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 13
Bretlands, þar sem ég dvaldi ýmist í Oxford, þar sem ég fékk mér bókasafnskort og grúskaði í guðfræði og ýms- um bókmenntum, eða ferðaðist um og skoðaði landið og þá einkum þjóðgarða. Eg ferðaðist um Skotland og fór einnig til York, þar sem meðal annars má finna víkinga- bæ. Ég vildi kynna mér sem best á hvern hátt Bretar byggja sína þjóðgarða upp en þeir vinna að þessum mál- um með nokkrum öðrum hætti en til dæmis Bandaríkja- menn. Á meðan Bandaríkjamenn leggja höfuðáherslu á hina ósnortnu náttúru þar sem ekkert mennskt má koma við sögu, þá leggja Bretar meira upp úr því að þjóðgarð- arnir varðveiti ákveðna menningu eins og hún hefur þró- ast í sátt við náttúruna. Mín skoðun er að við eigum fremur að huga að bresku leiðinni. Við eigum ekki að út- rýma allri byggð úr þjóðgörðum en eðlilega verður að fara með allri gát og raska engu frá náttúrunnar hendi. Ég lét vinna ákveðna úttekt á þjóðgarðinum hér á Þingvöll- um. Fékk til þess Sigrúnu Helgadóttur, líffræðing, sem hefur meðal annars kynnt sér þjóðgarða í Bandaríkjunum og var ómetanlegt að starfa með henni.“ Hanna María segir að þjóðgarðurinn sé orðinn talsverð- ur vinnuveitandi og hún hafi reynt að stýra málunt þannig að fólk úr heimabyggðinni sæti fyrir um vinnu. „Búskapur hefur dregist saman og fólk til sveita hefur orðið að leita eftir vinnu utan búanna í auknum mæli til þess að halda tekjum sínum í viðunandi horfi. Að því leyti er jákvætt að geta skapað störf í sveitinni en ef til vill er ekki eins ákjósanlegt að sóknarpresturinn sé kom- inn í hlutverk vinnuveitanda. Eðlilega getur slíkt boðið upp á árekstra en ég held að þetta hafi tekist í fullri sátt og samlyndi við fólkið.” Hanna María kveðst vera á krossgötum. Eftir fimm ára starf Þingvallaprests og þjóðgarðsvarðar sé komin yfir hana ákveðin ró. Á þessum fimm árum hefur hún einnig alið yngsta barn sitt, dreng sem nú kemur að lokinni sleðaferð og laðar fram athygli mömmu sinnar. „Nú veit ég betur hvað ég vil gera hér,“ segir hún og kveðst meðal annars vilja efna til fleiri menningarvið- burða á sumrin. „Til dæmis hljómleika í kirkjunni á sunnudögum þar sem fólk, sem leið á um, getur komið við, tyllt sér niður og notið góðrar tónlistar eða einhvers annars, sem unnt væri að bjóða.“ Þetta sé lítið dæmi um á hvern hátt megi gæða staðinn lífi án þess að að raska í nokkru þeirri ímynd, sem hann hefur. Þingvellir íþjóðarvitund En hvaða sess skipa Þingvellir í hugum almennings? Á hvem hátt upplifir prestur og staðarhaldari Þingvalla þjóðarvitund landsmanna? Hanna María segir Þingvelli höfða sterkt til fólks. Það sé vel meðvitað um staðinn sem þjóðareign og beri virðingu fyrir honum sem slíkum. Hátíðahöld í tilefni tímamóta í sögunni árin 1944, 1974 og 1994 séu greypt í minni fólks og það vilji halda þess- um stað eins og hann sé. Ferðir fólks til Þingvalla sýni þetta og þegar við erum á leið til baka úr gönguferð um vellina á sunnudegi, drífur fleiri ferðalanga að. Fólkið fer út úr farartækjum sínum og sumir rölta um í mjúkri mjöllinni. Aðrir horfa í kringum sig og njóta útsýnisins í vetrarblíðunni. Hanna María segir ferðir fólks til Þing- valla að vetrarlagi vera að aukast og það gefi tilefni til þess að huga að aukinni þjónustu við fólk á þessum árs- tíma. „Árstíðimar eru mjög skýrar hér,“ segir Hanna Mar- ía. „Veturinn er hvítur og oft kaldur og norðanhríðamar ofan af hálendinu geta verið harðar þar sem lítið skjól er að finna fyrir þeirri átt. Á vorin þiðnar og gróðurinn lifn- ar við og í lok sumars kemur haustið með sína dýrðlegu liti. Það eru miklir birtuleikir í náttúrunni - árekstrar ljóss og skugga þar sem jafnvel klettarnir geta tekið á sig hinar ólíklegustu myndir.” Degi er tekið að halla og skuggarnir af hamraveggnum teygja sig yfir grundirnar. Börnin eru orðin þreytt af úti- verunni og fullorðna fólkið nýtur góðs af heitum kakó- drykk með þeim í stofu Þingvallabæjarins. Við erum aft- ur komin að upphafspunkti við sófaborðið með bolla í hönd og Hanna María endurtekur að hún sé sveitamaður af lífi og sál. JÍPÍHeima er bezt 129

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.