Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 18
Guðjón Baldvinsson:
Komdu nú
að kveðast á
41. þáttur
skar Þórðarson frá Haga byrjar þáttinn hjá okkur
núna og kemur hann að vanda, víða við í vísna-
gerð sinni:
Til hestamanns.
Heillar knapann hestsins snilld,
höndin styrk á taumi.
Fannst mér rök égfinna gild
fyrir mannsins draumi.
í tímans straumi.
Tímans streymi er mörgum mein,
margt sem burtu flýtur
gleymist. Minning ein og ein
engri glötun lýtur.
Varúð.
Það er vert að gefa gaum
að gleðinni sem fundum.
Þó er hollt að hafa taum
á hamingjunni stundum.
Uppsagnir.
Fólkið okkar grátt og grett
gengur fölt og hokið.
Sér ei nokkurn sólskinsblett
senn er öllu lokið.
Sigfús Þorsteinsson frá Rauðuavík, yrkir um ellina og
segir:
EIli.
Það er margt, sem að mér er,
ónýtt bæði haus og bak,
minnið þrýtur, því er ver
þegar Ellin herðir tak.
Bágt er hana að berjast við,
bœði kann hún sókn og vörn
og ekki veitir okkur grið
uns á ný við teljumst börn.
Við höfum birt hér áður í þættinum, hluta úr ágætu
bréfi sem við fengum frá Hirti Arnórssyni á Akureyri,
þar sem hann fjallaði meðal annars um ýmsar reglur er
þekktust í þeirri íþrótt að kveðast á, o.fl. Eitt af því sem
Hjörtur minnist á er greinamerki í vísum og segir hann
um það atriði eftirfarandi:
„Notkun greinamerkja hefur minnkað á síðustu árum.
Erfiðara er um reglur í bundnu máli en lausu. Leitaði ég
dæma í Vísnasafninu hans Sigurðar frá Haukagili, fyrsta
bindi, um hvað betur mætti fara. Oft kemur punktur inni í
miðri vísu.
Vonandi.
Ætíð skaltu hafa í huga,
hverfi og bregðist vinarþel.
Það er alltaf einhver smuga
ef þú leitar nógu vel.
Þegar slóðin örðug er
og engar bjóðast lendur.
Alltaf Ijóðið yljar mér
eins og móðurhendur.
(Ásgrímur Kristinsson, bls. 13.)
Baráttan.
Það er eins með þig og mig,
þessi gamla saga,
barátta við sjálfan sig
sífellt alla daga.
Yfir bárur ágirndar
elligrár og slitinn.
Reri árum rógburðar
rann af hári svitinn.
(ísleifur Gíslason, bls. 29.)
134 Heima er bezt