Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 33
Franchezzo
Þýðing:
Guðbrandur
E. Hlíðar
Ritað
ósjálfrátt af
A. Faranese
inum efniskenndu atóm-
um má skipta í óendan-
lega mörg þéttleikaaf-
brigði og sýna þá það þróunarstig, sem
þau hafa náð.
Þessir flokkar eru nefndir efni,
astralefni, andlegt efni, sem eru ósýnileg
augum vorum, og loks sólarefni, sem er
svo fíngert, að ég get ekki enn lýst eðli
þess. Af astral- eða stjömuefnum er það
grófast, sem myndar bergtegundir, t.d.
klappir og jarðveg. Þessum efnum er
slöngvað út í geiminn sem ryki og sam-
einast á ný í ný efnasambönd, sem eru
alls staðar í náttúrunni. Millistig á milli
klappa og t.d. jurta eru íljótandi, þar sem
efnisagnirnar eru í fljótandi formi, gas-
eða gufutegundum, allt eftir efnasam-
böndum.
Önnur gráða efnis er fyrir jurtir, sem
nærast á hinu fljótandi efni og öðrum
grófari efnasamböndum.
Þannig er síðan óendanleg fjölbreytni
jarðneskra efnasambanda, allt til þeirra
þróuðustu, sem eru bein, kjöt, vöðvar,
háþróuð efnasambönd, hvort heldur þau
mynda bústaði sálna eða lágþróaðra
dýra. Sálarefnið er, eins og ég sagði, hin
loftkennda þróun af jarðarefninu og inni-
heldur hið guðdómlega frjó, en án þess
gætu hin efnin ekki þróast. Það er hluti
lögmálsins, að fyrstu tvö efnasamböndin
skuli íklæða hið æðra sálarfrjó, annars
missa þau aðlöðunarafl sitt og leggjast á
ný í frumefnin. Sálarefnið er það eina,
sem viðheldur varanlegu samræmi. Það
er hið raunverulega „ego“ (ég), sem ekk-
ert afl megnar að aðskilja eða svipta
samsemd sinni. Það er hið raunverulega
líf, hvaða lífsform sem það æðir með
krafti sínum og breytir eða ummyndar
hið lágþróaða efni eftir eigin sköpun.
Sálarefnið er í öllum skapnaði, frá stein-
efnum yfir í jurtalíf, til mannlegs lífs,
sem er æðst allra lífsforma, og hvert
þessara efnasambanda mun þroskast til
hins æðsta eða hins himneska forms, allt
eftir ástandi þess á sviðum reikistjarna
eða einhverju himnesku sviði sólkerfis.
Þar eð við gerum ráð fyrir, að allir
hlutir hafi sitt líf á æðra eða lægra sviði,
getur það vart vakið furðu dauðlegrar
sálar, þó að sagt sé, að í andaheimi séu
bæði urtir, blóm, klappir, eyðimerkur og
dýr. Allt þetta er þar í vissu andlegu
formi og þróast æ meira samkvæmt sama
lögmáli, sem stjórnar þróun mannssálar-
innar, en þessi eru lægstu og æðstu form
sálarefnis.
Þegar jurt deyr eða fjöll molna í ryk
eða bráðna í loftkennd efnasambönd,
hverfa sálarefni þeirra yfir í andaheim og
til þeirra sviða, sem þau tilheyra raun-
verulega. Þau efni, sem eru grófust og
efniskenndust, sameinast jörðinni, en
fínni efni dragast ekki til jarðar og svífa
því lengra burtu t’rá henni. Þannig er jurt
á frumstigi án verulegs magns sálarefnis
en gædd grófari efnasamböndum líkleg
til að þróast langt frá sólu hennar, og
þróunin verður hægfara. Á þessu frum-
stigi eru bæði jurtir, dýr og manntegund-
ir grófgerð og skortir þá fágun og fegurð,
sem er áberandi með aukinni þróun
reikistjörnu. Gróðurlífið, dýr og menn ná
meiri þroska, hækka og ná æðri fullkom-
leika, og því verða þau í andlegu út-
streymi, sem þau losna við, stöðugt þró-
aðri.
Á fyrsta stigi lífs á plánetu er því varla
um fleiri andasvið að ræða. Þeim má
lfkja við keilu að lögun, þar sem mjórri
endinn svarar til æðsta þroskasviðs, en
lægri svið, sem vegna frumstæðs lífs og
lágs þroska eru sverari endi keilunnar.
Með þróun plánetunnar þenjast þessi
svið út og þeim fjölgar, og æðri svið
þróast við að mjódd keilunnar fjarlægist
plánetuna og stefnir í sólarátt. Þannig
myndast sviðin undir og yfir plánetunni
með því að draga að sér atóm, sem sólin
gefur frá sér.
Á vissu sköpunarstigi, meðan vits-
munalegur og síngjarn þroski er þróaðri
en hinn siðgæðilegi og fómfúsi, þróast
hin óæðri svið mun hraðar en hin æðri,
og því má nefna þau hin myrku tímabil
veraldarsögunnar, þegar kúgun, grimmd
og ágimd breiða dökka vængi sína yfir
mannkynið.
Eftir nokkum tíma mun hið eilífa lög-
mál æðri þróunar allra hluta valda því,
að æðri og lægri þróunarsvið verða jöfn
að tölu og stærð. Þá munum við skilja,
að öfl góðs og ills munu hafa náð vissu
jafnvægisástandi, og má þá líkja því
tímabili við miðbaug í lífi reikistjömu.
Því næst kemur það stig, þegar keilan
snýst við vegna aukins þroska mann-
kynsins, en þá verður jarðsviðið á ný
eins og mjódd keilunnar, vegna þess að
lægri sviðin minnka og hverfa, en æðri
svið teygjast upp að æðsta sviðinu, þar
til að lokum það svið er eitt eftir og
reikistjarnan sjálf skorpnar, þar til allar
grófari efnisagnir slöngvast frá henni og
dragast að öðrum reikistjörnum, sem eru
á þróunarstigi. Því næst munu svið reiki-
stjömunnar dragast ásamt íbúum þeirra
að hinum geysistóru sviðum sólkerfisins,
og þar munu íbúamir lifa og sameinast
þeim andahópum, sem voru komnir
þangað á undan. Þó mun sérhvert samfé-
lag einhverrar reikistjörnu halda þar sér-
einkennum sínum, alveg eins og þjóðfé-
lög jarðarinnar hafa sín séreinkenni, þar
til þau öfl sameinast í æðsta þjóðfélagi
sólkerfisins. Svo hægfara er þessi þróun
og óralöng, að dauðlegum mönnum er
fyrirgefanlegt, þó að þeir skilji ei né
skynji hana.
*
••
Heima er bezt 149