Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 11
Að lokinni skírn í Þingvallakirkju. Ingólfur Guðmunds- son á Miðfelli í Þingvallasveit heldur á nýskírðu barni sínu. „Þetta er eina skírnin, sem ég hef framkvæmt fyrir sóknarbarn mitt í Þingvallasveitinni frá því ég kom þangað, þrátt jyrir að ég skíri jjölda barna á hverju ári. Það er svo fátt fólk á þessum aldri hér í sókninni, “ segir Hanna María. brutum þannig blað og færðum kvennabaráttuna inn í prestastéttina. Með því unnum við ákveðið brautryðj- endastarf og nú hefur konum fjölgað nokkuð í prestastétt. Prestsstarfið að Ásum var einnig krefjandi á margan hátt og með dvölinni á Hálsi, eftir að Sigurður Árni hafði tek- ið við rektorsstarfinu í Skálholti, má segja að ég hafi ætl- að mér hið ómögulega. Einhverju sinni á þeim harðinda- vetri, mætti ég góðum vini mínum úr prestastétt, séra Þórhalli heitnum Höskuldssyni, á götu á Akureyri. Hann hefur eflaust séð þreytumerkin á mér því hann benti mér á með þeirri föðurlegu umhyggju, sem honum var lagið að beita, að ég yrði að gæta að mér. Ég gæti ekki gengið fram af mér með vinnu. Ég ætlaði heldur ekki að gera það þegar ég fór frá Hálsi. Nú skyldu taka við rólegri dagar í Skálholti þar sem ég tók að mér að gerast leið- beinandi við skólann,“ segir Hanna María og leggur áherslu á þessu síðustu orð. „En einhvern veginn þróuð- ust hlutirnir þó á þann veg að við hjónin fengum bæði ærin verkefni að sinna.“ Hanna María segir að Sigurður Árni hafi tekið þá ákvörðun að breyta skólanum og byggja upp námskeiðs- og ráðstefnuskóla fyrir kirkjuna í stað lýðháskólaforms- ins sem áður hafði verið stuðst við. Hún segir að þrátt fyrir marga kosti þess skólaforms þá hafi það aldrei náð nægilega vel til íslendinga. Þannig hafi skólinn í Skál- holti að mestu þróast í að verða afdrep fyrir unglinga, sem fallið höfðu úr námi fyrir margra hluta sakir. „Margt þessara ungmenna hafði lent utangarðs í samfé- laginu. Þótt nauðsynlegt sé að veita því fólki aðstoð, til þess að ná tökum á sjálfu sér og tengjast mannlegu sam- félagi eðlilegum böndum á nýjan leik, þá hafði þessi skóli ekki tök á því nema að takmörkuðu leyti. Okkur skorti þá sérfræðiþekkingu, sem þurfti til þess að fást við vanda fólks af þessu tagi - vanda, sem tæpast verður leystur eingöngu með tilsögn í námsgreinum framhalds- skólastigsins.“ Hanna María segir að þar sem um gagngera breytingu á starfsháttum skólans hafi verið að ræða, þá hafi hún kost- að mikinn undirbúning og mikla vinnu, sem þau hjónin hafi gengið jöfnum höndum að. Sektarkennd yfir að starfa ekki sem prestur „Við unnum baki brotnu að þessu verkefni og höfðum ekki tíma fyrir annað auk fjölskyldunnar. Einhvem veginn fann ég þó alltaf fyrir ákveðinni tilfinningu, sem ég gat ekki bægt frá mér. Þessi tilfinning minnti einna helst á sektarkennd vegna þess að ég væri ekki starfandi prestur. Þannig blundaði þörfm til prestsstarfsins í mér og gerði stöðugt oftar vart við sig þótt ég hefði nægum verkefnum að sinna.“ Hanna María segir að umhverfið hafi einnig átt nokkum þátt í því að hugur hennar leitaði burt frá Skálholti. „Nánasta umhverfið höfðaði ekki nægilega vel til mín. Mér fannst ekki fallegt þar, að minnsta kosti ekki borið saman við Skaftártunguna. Náttúrubarnið fékk því ekki þá fyllingu, sem það þurfti og þegar staða þjóðgarðsvarðar og Þingvallaprests var auglýst laus til umsóknar, þá var ekki eftir neinu að bíða með að gerast prestur jafnframt því að falla í faðm þeirrar stórkostlegustu náttúrufegurðar, sem við eigum til hér á landi.” Á ný í sporum Heimis Sigurður Árni hélt í slóð Heimis Steinssonar þegar hann tók við rektorsstarfi, sem hann hafði áður gegnt um árabil. En nú var komið að henni sjálfri að feta beint í fótspor hans á þeim stað, sem gjarnan sameinar íslend- inga í þjóðarvitund þeirra. Var það ekki draumastaða fyrir guðfræðing, sem heillast hafði á unga aldri af þjóðfræði og hlotið yndi af náttúrufegurð í vöggugjöf? Hanna Mar- ía ber ekki á móti því að þar hafi ástæða þess legið að hún sóttist eftir starfi þjóðgarðsvarðar. „Heimir var þá tekinn við stöðu útvarpsstjóra og fylla varð skarð hans á Þingvöllum. Það kom mér þó nokkuð á l Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.