Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 34
Líf reikistjama er mislangt. Því veldur sumpart stærð þeirra og staða í sólkerf- inu og sumpart aðrar orsakir, en í höfuð- dráttum er þróun þeirra sú sama, líkt og efni hverrar reikistjömu sé í minni eða stærri mæli á öðmm. Þannig getum við af ástandi umlykj- andi reikistjama dæmt um jarðfræðilega sögu jarðar vorrar og hver örlög bíða hennar." „Ef svið okkar munu sameinast svið- um sólkerfis okkar, eins og þú segir, munu þá einstaklingseinkenni okkar sem anda hverfa í þeim sviðum?“ „Nei, vissulega ekki. Einstaklingseðli sérhvers sálarfrjós er ódauðlegt. Það er vissulega örsmátt í hinu mikla hafi sálar- lífs, en varðveitir þar þó séreinkenni sín, þar eð persónuleiki hvers og eins er innsta eðli hans. Það er einmitt þetta ein- staklingseðli og eilífur varanleiki þess, sem aðskilur það frá öllu öðru efni og gerir svo örðugt að greina og skýra það. Þú ert félagi í bræðralagi vonarinnar. Þrátt fyrir það heldur þú sérleik sálar þinnar eilíflega, og þannig er það með allt sálarfrjó, hver sem vaxtar- og þroskaskilyrði þess kunna að vera. Reyndu að hugsa þér líkama svo sviflétt- an, að jafnvel léttustu loftefni kunna að vera þung í hlutfalli við hann, sem hefur slíkt samloðunarafl gegn öllu andlegu og líkamlegu efni, að hann er svipaður stál- stöng gegn gufu. Hugsaðu um þetta og þá munt þú skilja, hvemig sál þín getur gengið gegn- um traustar dyr og öfluga múra jarðnesks efnis og hvemig enn þróaðri andar en þú komast léttilega gegnum þau andlegu efni, sem umlykja okkur. Því lausari sem sálin er við gróf efnasambönd, þeim mun erfiðara er að binda hana nokkru fmm- efni, og því verður afl hennar, þar sem það er ekki sálarfijóið, heldur efnismeira hulstur þess, sem getur veitt mótstöðu á jörðinni eða sviðum hennar. Veggir jarðneskra húsa valda þér nú engum örðugleikum, um þá gengur þú að vild. Þú klífur þá jafnlétt og þoku áður. Þokan gat þó verið þétt og valdið þér örðugleikum, en hún gat ei stöðvað þig. Þegar þú gekkst um í þoku, mynd- aðist ekkert tómarúm að baki þér, svo að hægt væri að greina leið þína. Astæða þess var, að þau efni, sem mynda þoku, lukust saman á eftir þér svo fljótt, að eigi var greint, hvernig þau skildust að. Þetta er einmitt það, sem gerist, þegar andar ganga gegnum luktar dyr eða veggi, þar sem efnisagnir þeirra þéttast fljótar en þokan.“ „Eg skil þig, og ef nú sérhvert sálar- frjó hefur sína ákveðnu mótun, ert þú þá ekki sammála þeim, sem trúa á þróun lægri dýra til manna og öfugt?“ „Vissulega ekki. Sál hverrar tegundar þróast aðeins til meiri fullkomleika inn- an marka tegundarinnar. En mannssálin, sem er öllu lífi æðri, er því megnug að ná æðstu þróun, en það er þróun til þeirra vera, sem við nefnum engla. Englar eru sálir, sem hafa gengið gegn- um öll stig þróunar frá einu sviði til ann- ars, þar til þeir hafa náð himneskum sviðum sólkerfisins, eða „sjöunda himni,“ sem er jafnhátt yfir sviðum jarð- ar eins og þau eru ofar jörðu. Við trúum því, að sálin haldi áfram að stíga upp á við eins og eftir hringlaga stiga, sem víkkar eftir því, sem ofar dregur, þar til hún hefur náð þangað, sem við nefnum miðdepil alheimsins. Hvort við skynjum þá, þegar því lang- þráða marki er náð, að það sé aðeins depill, sem snýst kringum annan stærri miðdepil, því get ég ekki svarað. Hugboð mitt er, að við munum fara frá einum miðdepli til annars og dveljum í hverjum þeirra milljónir ára, þar til þrá vor til nýrra marka, sem liggja enn ofar, vaknar. Því meira, sem þessi mál eru hugleidd, því stærri og takmarkalausari verða þau. Hvemig er okkur þá unnt að sjá nokkurn leiðarenda, þegar enginn endi er til og ekkert upphaf, og hvernig getum við nokkurn tíma gert okkur hugmyndir um eðli og eiginleika hins æðsta Guðs, sem við álítum að sé hinn máttugi Herra al- heimsins, þegar okkur er ljóst, að við getum ekki skilið undur sköpunar hans?“ 30. kafli í annað skipti þegar við ræddumst við, spurði ég Hassein um álit hans á miðils- fyrirbærum og sálarrannsóknum, sem voru nýlega hafnar á jörðunni, en ég hef mikinn áhuga á þeim málum, einkum í sambandi við líkamninga, og óskaði að kynnast öllu því viðvíkjandi. Hassein svaraði: „Ef mannshugurinn á að skilja til fulls þýðingu atómkenningarinnar, sem menn hafa nýlega sett fram á jörðinni á sem einfaldastan og rökréttan hátt, hreyfingu efnis í efni, er ekki fjarri að upplýsa þá, sem lítið hafa hugleitt þau mál og æskja einföldustu skýringu á þeim, að skipting efnis er, eins og við höfum rætt, svo óendanleg, aðjafnvel rykkorn, sem berst ósýnilegt um geiminn, nema sólargeisli falli á það, inniheldur óendanlega tölu lögmáli um aðlöðun og fráhrindingu efn- is. Vitneskjan um þessi lögmál gerir öndum kleift að notfæra sér þessi atóm í eigin þágu, þegar þeir birtast sem lík- amningar, en það fyrirbrigði þekkja þeir nú, sem fást við sálarrannsóknir. Þeir, sem óska að gefa sig til kynna með þess- um hætti, safna slíkum atómum frá and- rúmsloftinu, en í því er mergð atóma. Einnig safna þeir útstreymi frá þeim mönnum og konum, sem mynda sálar- rannsóknahringi. Með einbeitingu viljakrafts mynda andar eftirmynd af líkama þeirra í jarð- lífinu, tengdu af efni, sem er í líkama allra lifandi vera. Ef efnafræðingar væru fróðari en nú, gætu þeir unnið þetta efni úr öllu lifandi efni í náttúrunni og safnað því saman í birgðir til síðari nota. Þetta efni eða kjami er raunverulega hinar dul- arfullu „lífsveigar,“ leyndardómurinn, sem vitringar allra tíma og landa hafa leitað að. Það er aftur á móti svo loft- kennt og fíngert, að engum hefur enn tekist að finna það og þétta í ástand, sem væri greinanlegt. Það er þó viðurkennt og greinist af sumum undir fyrirbærið „segulmögnuð ára.“ Efnið er í lífgeislum sólarinnar, en hvar eru til þeir efnafræð- ingar, sem geta greint sundur sólargeisl- ana og safnað þeim í flát? Þróaðir andar þekkja þó aðferðina, og þegar heimurinn hefur öðlast næga vitneskju í efnafræði, mun aðferðin verða kennd mönnum, rétt eins og uppgötvanir rafmagns og skildra greina, uppgötvanir, sem löngu áður hefðu verið álitnar kraftaverk. Með tilliti til árunnar vil ég bæta við, að útstreymi þátttakenda í sálarrann- sóknahring eru jafnnauðsynleg fyrir lík- amningafyrirbæri og útstreymi miðilsins. Stundum gerist það, að útstreymi slfltra þátttakenda blandast ekki rétt saman, og hindrar það alveg líkamningafyrirbæri. Það gerist jafnvel, að þessi útstreymi eru svo andstæð hvert öðru, að þau verki sem sprengja (sprengiefni), sem brýtur í rústir rammgerða veggi. Þetta andstæða fyrirbrigði hefur þó ekkert samband við siðferðis- eða sálarástand einstakling- anna. Þeir geta verið virt og einlægt fólk en ættu ekki að mynda saman hring eða komast í segulmagnstengsli, þar eð árur þeirra geta aldrei samstillst, og valda því tómum vonbrigðum um árangur slflcra funda. Þau geta þó vel náð góðum, já- kvæðum árangri hvert fyrir sig en aldrei sameiginlega. Hjá miðlum, þar sem venjuleg eðlis- fræðileg fyrirbrigði koma fram, t.d. hreyfing borða eða flug hluta um loftið, er þetta sérkennilega efni til, en þó í of smærri agna, sem loða saman samkvæmt 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.