Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 16
Þjóóólfur 8. desember 1905. „Draugafélagið" Draugafélagið svokallaða, hér í bænum, er nú tekið að magnast síðan dimma tók og styttast dagar, en sennilegt að nokkuð dragi úr því apt- ur, er dagamir taka að lengjast og sól hækka á lopti. Nú heldur félagið samkomur sínar, að sögn, reglulega á hverju kveldi, í húsi á Laugavegi og kvað mega heyra þaðan söng og ýms læti á síð- kveldum. í svartamyrkri sitja þar í hnapp, karlar og konur, og leita „frétta af framliðnum.“ En lítið heyrist um að þeir verði mikils vísari. Að minnsta kosti hefur hvorki „ísafold“ né „Fjallk.“ enn birt neinar „opinberan- ir“ frá þessum „viðtalsfundum“ við hina framliðnu, þótt báðir ritstjórar þessara blaða sæki þá að staðaldri og séu (að minnsta kosti E.H.) pottur og panna í þessum hávísindalega (!!) og nytsamlega félagsskap, sem þjóðinni horfir til svo mikilla þrifa (!!). Ætti það þó vel við, að þessir einkenni- legu leiðtogar þjóðarinnar, fræddu hana um það við og við, hvers þeir verða vísir, t.d. um framtíðarpólitík- ina hér á landi, hvenær dátarnir hans Valtýs komist hér til valda, o.s.frv., því að vitanlega er ekki sparað að spyrja andana spjörunum úr um slíka hluti, með því að allt þetta andatrúar- lið er hundvaltýskt. Það mundi trufla athöfnina, ef einhver heimastjórnar- maður væri þar viðstaddur, enda er oss ekki kunnugt um, að nokkur maður úr þeim flokki hafi óskað inn- töku í „draugafélagið.“ Valtýingar hafa einir heiðurinn af þessum „and- ans“ félagsskap, þessu nýja „andans“ þjóðræði(í), sem eflaust á að leggja undir sig landið undir forustu andans mannanna miklu, Björns Jónssonar og Einars Hjörleifssonar. Þá yrði Is- landi borgið, þegar meginþorri þjóð- arinnar væri orðinn hálfsturlaður og ringlaður af þessari nýmóðins draugatrú. En sem betur fer, mun þess langt að bíða að þjóðin verði leidd svo langt afvega frá heilbrigðri hugsun og dómgreind, að hún fari almennt að gefa sig við þessu hlægilega og hégómlega andatrúarrugli. Leyndar- dómar tilverunnar eptir dauðann, verða sannarlega ekki opinberaðir með slíku hégómafúski. Fortjaldinu, sem skyggir fyrir allt útsýni yfir í annan heim, fyrir handan gröf og dauða, hefur ekki enn verið að neinu leyti lypt og verður aldrei lypt í myrkraklefum „spfritista.“ Þjóóólfur, 1. janúar 1901. Aldahvörf Camla og nýja öldtn í nótt kl. 12, hvarf 19. öldin í tím- ans djúp og kemur aldrei, aldrei apt- ur, en 20. öldin rann upp, sú öld, er leggur oss alla að velli, sem nú erum komnir til vits og ára, og óvíst, hvort nokkurt íslenzkt bam, sem nú er í vöggu, lítur ljós næstu aldar, að minnsta kosti með óskertri rænu, því að hundrað ár er löng ævi, og þeir eru fáir, sem þeirri aldurshæð ná. Á jafn þýðingarmiklum tímamót- um sem aldamótum, er eðlilegt að menn renni huganum yfir öld þá, sem liðin er, og athugi hvað hún hef- ur flutt í skauti sínu, hversu langt menningu og framför mannkynsins hefur þokað áfram á henni og hverjar ályktanir af því megi draga um afrek hinnar nýju aldar. Munu þau rit verða mörg og stór, er samin verða sem eptirmæli 19. aldarinnar um heim allan, enda hefir sú öld verið hin stórstígasta framfaraöld, sem vér enn þekkjum. Það má heita, að flestar hinar stór- vægilegustu uppfundningar, er mestri byltingu hafa valdið í kjörum þjóðanna, séu gerðar á þessari liðnu öld. Á öll svæði mannlegrar þekk- ingar hefur hún varpað nýju og skær- ••••••••••••••••«••• ara ljósi, og margt það, er hulið var þoku og reyk fyrir hundrað árum, og annars er meðfæri mannlegrar skyn- semi, er nú ljóst og skiljanlegt, ekki aðeins vísindamönnunum, heldur öllum þorra manna. Það er flest af uppfundningum eldri tíma, sem 19. öldin hefur bætt svo og fullkomnað, að þær geta í rauninni talizt sem alveg nýjar. Það eru aðeins loptsiglingamar, sem öld- inni hefur ekki tekizt að leiða til þeirrar fullkomnunar, er vænta mátti í fyrstu. Þennan arf frá 18. öldinni hefur hinni 19. ekki tekizt að gera arðberandi. Það verður meðal annars verkefni hinnar nýju aldar. Gufuskip, jámbrautir, fréttaþræðir og málþræðir, og öll þau furðuverk, er rafmagnsfræðin hefur leitt fram á sjónarsviðið, er allt verk 19. aldar- innar. Jafnvel þótt breytingamar og fram- farirnar hafi verið einna stórfelldast- ar og áhrifamestar í fullkomnun sam- göngufæranna og iðnaðarins, af því að þess hefur mest gætt í lífi manna, þá eru framfarimar á öðmm svæðum engu síður undraverðar, t.d. í nátt- úrufræði og læknisvísindum. Almenn menntun og uppfræðsla manna hefur tekið geysimiklum framfömm, margar hjátrúarvillur og heimskulegar hugmyndir algerlega verið kveðnar niður, sjóndeildar- hringur manna stækkað og líf manna yfirleitt orðið bjartara og samboðn- ara mannlegum verum en áður. Því verður ekki neitað, þrátt fyrir það þótt harla mikið vanti á, að mannfélagsskipunin sé komin í það horf að öllum einstaklingum vegni þolanlega. Það er enn harla langt frá því takmarki og því verður líklega aldrei náð hér á jörðu, þrátt fyrir allar byltingar, allar umbætur, allar fram- farir mannkynsins. Jafnvel þótt alger breyting til hagnaðar hinum fátæka hluta mannfélagsins kæmist á alla skipun þess, mega menn ekki ímynda sér, að öll eymd, allt volæði, öll fátækt hyrfi við það úr heiminum. Slíkt er hugsjón ein, fögur að vísu, 132 Heima er bezt mim>

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.