Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 40
Indriði G. Þorsteinsson:
sogan um Stefán íslondi
Allir íslendingar vita hver Stefán íslandi óperusöngvari er. En fáir
kunna ævintýrið um hinn umkomulausa, skagfirska pilt, sem ruddi
sér leið til frægðar og frama úti í hinum stóra heimi með hina silfur-
tæru rödd, sem hann fékk í vöggugjöf, að veganesti.
Hér rekur Indriði G. Þorsteinsson þessa undraverðu sögu mannsins,
sem varð einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Hér kemur fjöldi
manns við sögu, stíll Indriða er leikandi léttur og frásögn Stefáns
fjörug og skemmtileg.
Fjöldi mynda prýðir bókina.
báðar bækurnar
burðargja/d innifalið '
ÞÓRIRl
BERGSSON
ENDURMINNINGAR J
Þórir Bergsson:
Þórir Bergsson (1885-1970) var höfundarnafn Þorsteins
Jónssonar.
Þessi meistari smásagnanna ólst upp í Skagafirði og á
Snæfellsnesi, gerðist opinber starfsmaður í Reykjavík, en sinnti
ritstörfum sínum í hjáverkum.
Bókin skiptist í eftirfarandi kafla:
Úr Fremribyggð og Tungusveit.
I Hegranesi.
A Snœfellsnesi.
Fyrstu Reykjavíkurárin.
Öruggt athvarf
Hákarlaveiðar á hafis.
Ógleymanlegur maður.
Formálsorð bókarinnar eru eftir Guðmund G.
Hagalín, en Hannes Pétursson og Kristmundur
Bjarnason sáu um útgáfuna.