Heima er bezt - 01.04.1996, Blaðsíða 17
en ekki fyrirsjáanlegt, að hún geti
nokkru sinni rætzt til hlítar.
Takmarkið, sem mannkynið á að
keppa að, er að lina svo þrautir og
bágindi mannfélagsins, að það verði
siðaðra manna, er hjálpi hver öðrum
að bera byrðarnar, svo að hinir veiku
og lítilmótlegu, þeir sem snauðir eru
að þessa heims gæðum, geti einnig
notið einhverra þæginda í lífinu.
Þá er mannkynið er komið á það
stig, að það er ekki eingöngu
hnefarétturinn, sem gildir í viðskipt-
um manna, þá má fyrst tala um sann-
ar framfarir.
En hefur nú 19. öldin með öllum
sínum risafetum færzt nær þessu tak-
marki? Það er spurning, sem ekki er
auðvelt að svara. En svo mikið mun
samt mega segja, að hún hafi tölu-
vert þokað mannkyninu í þessa átt,
miklu meir en hinar fyrri aldir, því
að hefði hún ekki gert það þrátt fyrir
allar framfarirnar, sem svo mikið er
talað um, þá væri fremur huggunar-
snautt að horfa fram á ókomnar aldir.
Vér getum því huggað oss við, að
mannkynið er í stöðugri framþróun,
ekki aðeins í þekkingu og skilningi,
heldur jafnframt og þar af leiðandi, í
framkvæmdum til almenningsheilla,
til meiri velgengni, ánægjulegra og
fjölbreytilegra lífs. Að neita því væri
of mikil þröngsýni, of mikil svart-
sýni og hrapallegur misskilningur á
gildi tilverunnar og þýðingu þeirri,
er aukinn þroski og fullkomnun
mannsandans hlýtur að hafa á allt Iíf
manna og lifnaðarháttu.
Menn mega ekki blína sig blinda á
einstökum skuggablettum á hinum
heiðskíra himni þekkingarinnar eða
furða sig á nokkrum blóðlituðum
daunillum drefjum í sporum menn-
ingarinnar á sigurför hennar yfir
heiminn, því að ekkert er svo gott
einvörðungu, að það sé ekki að ein-
hverju leyti meini blandið.
Það á að verða hlutverk nýju aldar-
innar að gera skuggana minni og
slóð menningarinnar ekki jafn spor-
ræka niður á við, til tortímingar
ýmsu fólki, sem stundum endranær,
heldur sporræka upp á við, að háu og
göfugu takmarki, því takmarki að
gera mannkynið hraustara, skynsam-
ara, frjálsara, upplitsdjarfara, ánægð-
ara, vonbetra og kærleiksríkra en
fyrr.
Með þeirri ósk og von biðjum vér
nýju öldina velkomna, og kveðjum
hina gömlu, þakkandi henni fyrir
þann grundvöll, er hún hefur lagt.
Nýja öldin hefur fengið mikinn arf
frá hinni gömlu og vér vonum, að
árið 2000 hafi hann aukizt svo og
margfaldazt, sem núlifandi menn
hafa litla eða enga hugmynd um.
Mundi þeim, sem nú eru uppi,
þykja gaman að geta litið upp úr gröf
sinni að hundrað árum Iiðnum, og sjá
þá, hvernig umhorfs væri í heimin-
um. Þótt breytingarnar yrðu þá ekki
tiltölulega meiri en þær hafa orðið
næstliðin 100 ár, þá væru þær samt
geysimiklar. Og hver veit nema þær
verði enn stórfelldari?
Þjóðólfur 18. september 1907.
Norðmanna-
róstur á
SigluSirði
Maður, nýlega kominn að norðan,
Ögmundur Sigurðsson kennari, flyt-
ur frétt af allmiklum usla og ófriði,
er norzkir síldveiðamenn hafi gert á
Siglufirði, sunnudag 25. f. mán., ráð-
ist á yfirvaldið og gert annan
óskunda.
Hinn setti sýslumaður í Eyjafjarð-
arsýslu, cand. jur. Björn Líndal,
hafði verið staddur út á Siglufirði, í
málavastri út af landhelgisbrotum
Norðmanna. Þá var búið að ná 30
norskum síldveiðaskipum alls og
sekta. Sumum hafði Valurinn danski
náð, en sýslumaður fleiri þó.
Þeir voru því orðnir honum allreið-
ir, sýslumanni, bæði þeir, sem
sektaðir höfðu verið og aðrir, sem
þurftu að svala sér fyrir tollinn nýja
eða tollhækkunina á síldinni.
Tilefni uppþotsins þennan dag var
það, að norsk skipshöfn á legunni á
Siglufirði, hafði gerst ölvuð og ráðist
á skipstjóra með misþyrmingum, er
hann ætlaði að spekja þá. Var þá sent
eftir lögreglustjóra. Hann lét taka 2
verstu óróaseggina, leggja á þá jám
og flytja á land. Með því að enginn
er þar fangaklefinn, var þeim snarað
inn í vörugeymsluhús.
Þá kemur önnur skipshöfn norsk,
utan af legunni, ræðst á húsið, þar
sem landar þeirra hinir seku voru
geymdir, mölvuðu það og náðu þeim
út. Því næst réðust þeir á önnur hús í
kauptúninu með grjótkasti í glugga
og óþverra, otuðu knífum og hótuðu
sýslumanni að saxa hann sundur.
Hann var liðfærri miklu og hörfaði
undan inn í kirkjuna, sem hafði verið
lánuð norskum kennimanni þar
stöddum til messugjörðar yfir lönd-
um sínum. Þetta var á áliðnum degi.
Prestur sá fór að reyna að tala um
fyrir óróaseggjunum. En þeir létu sér
hvergi segjast og réð hann sýslu-
manni til að hafa sig undan að sinni.
Hann sá þann sinn kost vænstan; en
safna síðan liði, er hafði aflað sér
barefla, og ræðst í móti óaldar-
flokknum, er hafði enn magnað
fjandskapinn, gekk sjálfur í broddi
fylkingar með skammbyssu í hendi
og fékk loks stökkt Norðmönnum á
flótta, þótt liðfleiri væru miklu, náði
2 forsprökkum þeirra og snaraði í
varðhald. Hinir flýðu út á skip sín.
Dönsk blöð, hingað komin, er
segja frá þessum atburði, eftir hrað-
skeyti frá Seyðisfirði, láta sem 50
norsk síldveiðaskip hafi verið höndl-
uð og sektuð þar nyrðra, mánuðinn
sem leið og hafi látið úti um 30.000-
40.000 kr.
Frá Akureyri er svo sagt af hátterni
Norðmanna þar að þar, sé hið mesta
sukk af þeirra hendi, með drykkju-
skap og ólifnaði; mannfénaði þeim
ekið í hlössum á kveldum úr veit-
ingaskálanum í fangelsi bæjarins.
Heima er bezt 133