Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 8
um. Ég tók svo gagnfræðapróf frá bóknámsdeild 3. bekkjar, Eiðaskóla 1956. Skólastjóri á Eiðum þessi ár var Þórarinn Þórarinsson, þekktur skólamaður sem ég bar mikla virðingu fyrir. Þórarinn varð mikill og góður vinur minn og við lærðum mjög mikið í Eiðaskóla. Þar voru góðir kennarar. Þórarinn hafði líka mikinn metnað fyrir hönd Eiðanemenda, vildi gera eitthvað úr okkur og gerði margt til þess. Mál æxluðust síðan þannig að veturinn eftir þá vantaði barnakennara í Fljótsdalinn og það varð úr að ég tók að mér að fara að kenna. Þetta var að sjálfsögðu dálítið stórt skref að stíga því að ég var sjálfur lítið eldri en krakkarn- ir, en ég kenndi þarna í tvo vetur. Þetta var þessi 5 mán- aða skóli og verið um kyrrt í mánuð á hverjum bæ. Þá flutti maður á milli með sitt hafurtask, sem var sosum ekki mikið. Það var jú til landakort af íslandi og einhverj- um öðrum löndum líka, skólatöfluræfill og eitthvað af bókum. Svo setti maður upp aðstöðu eins og hægt var inni á heimilunum og þetta lukkaðist fúrðanlega. Ég varð félagi krakkanna enda ekki mikill aldurs- munur. Ég lék mér við þau og þau voru mér afar góð. Þetta var óneitanlega sérstök reynsla fyrir ekki eldri mann. í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera í framtíðinni. Það varð úr að ég sótti um inngöngu í Kennara- skólann. Móðir mín hvatti mig frekar til þess og fleira fólk, en aðal ástæðan var nú sú að ég var búinn að prófa að kenna þessa vetur. Á þessum tíma var skilyrði fyrir inn- göngu í Kennaraskólann það að hafa lands- próf, sem ég hafði nú ekki. En ég skrifaði Freysteini Gunnarssyni, sem þá var skóla- stjóri og óskaði eftir inngöngu. Flann tók mér af afar mikilli ljúfmennsku, en gat þess þó að ég þyrfti ef til vill að taka ein- hvern grunn í algebru. Ég hafði lítið lært í algebru á Eiðum og stærðfræði var ekki mitt sterkasta fag og hefúr aldrei verið, þannig að mér leist nú ekkert of vel á þetta. En suður hélt ég haustið 1958 og settist aftur á skóla- bekk. Þá hófst alveg nýr kapítuli í mínu lífi. Mér var vel tekið í skólanum og einhvern veginn komst ég í gegn um stærðfræðina. Ég naut mín mjög vel í þess- um skóla og þessi fjögur ár voru ein þau bestu í mínu lífi. Þarna var ég, sveitamaðurinn, kominn í höfuðborgina og líkaði það ljómandi vel. Það má geta þess að þessi skóla- ár leigði ég herbergi úti í bæ. Einn veturinn leigði ég hjá frænku minni en hina þrjá hjá vandalausunt, svaraði þá auglýsingum í gamla Vísi og var ákaflega heppinn. Ég lenti hjá mjög góðu fólki sem reyndist mér afbragðs vel. Kennaraskólinn var afar góð og virt stofnun og hafði úrvalskennara. Ég var dálítið eldri en flestir nemendurnir, þar sem ég hafði verið tvo vetur við kennslu og naut þess Gamli kennaraskólinn við Laufásveg. dálítið. Þarna tók ég mikinn þátt í félagslífinu var um- sjónarmaður í mínum bekk og starfaði mikið með bind- indisfélaginu. Ég var mikill reglumaður og er enn. Á þessum árum starfaði ég mikið með S.B.S. sem var Sam- band bindindisfélaga í skólum. Þar var ég tvo vetur í stjórn, 1960-1962. í þessum samtökum kynntist ég afar góðu fólki. Þessi samtök helguðu sér 1. febrúar sem bind- indisdag og þá voru stjórnarmenn sendir út í skólana til að flytja bindindistölur. Ég fór þessara erinda í Hlíðar- dalsskóla í Ölfusi og einnig í M.R. I gegnum þetta starf kynntist ég mörgum góðum krökkum. En nú er 1. febrúar því miður dottinn út sem bindindisdagur. Ég hef alltaf stutt málstað bindindismanna og tel að áfengisbölið sé það mesta böl sem við eigum við að búa. Frá Hallormsstað. Barna- og unglingaskólinn. 324 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.