Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 32
Ingibjörg Sigurðardóttir. Framhaldssaga /T4rhluti. /y/y óðir mín lagðist /////~) þreytt til hvíldar eftir t/ L/ viðburðaríkan dag og svaf vært um nóttina en sjúk- lingnum elnaði stöðugt sóttin á með- an aðrir sváfu. Læknir hafði þó ekki enn verið til kvaddur, þegar nætur- gestirnir hurfu á braut. Mikil var gleði okkar barnanna við heimkomu foreldranna úr kaupstað- arferðinni. Efhi í nýjar flíkur, góð- gæti í munn, ásamt fleiri gersemum, sem okkur hafði ekki órað fyrir, féll okkur í skaut þennan ógleymanlega vordag. En gleðin varð ekki langvinn. Skömmu eftir kaupstaðarferðina veiktist móðir mín hastarlega og lagðist í rúmið. Læknir var sóttur um langan veg. Hann kvað upp þá sjúk- dómsgreiningu að þetta væri tauga- veiki, en hennar hefði orðið vart í umdæmi hans á þessu vori. Það upp- lýstist síðar að rekkjunautur móður minnar á ísafirði, hafði verið sýktur af taugaveiki. Kotið okkar var tafar- laust sett í sóttkví og við einangruð með öllu. En þess þurfti ekki lengi. Móðir mín lést eftir stutta en stranga legu, rúmlega þrítug að aldri. Þá kom fyrsta áfallið. Faðir minn gat ekki hugsað sér að leysa upp heimilið og tvístra okkur börnunum, en hann þurfti að fá aðstoð til þess að geta haldið saman heimilinu, þar sem hann varð að sækja vinnu á fjarlægar slóðir, haust og vetur. Eftir að búið var að sótthreinsa kotið okkar og við orðin frjáls að hafa samneyti við aðra menn, tókst föður mínum að ráða til sín ein- hleypa, miðaldra konu, sem unnið hafði víða í lausamennsku, orðlögð fyrir dugnað. Konan reyndist stjórn- söm og nokkuð skapstór og lítið fyrir blíðmælgi, en hún hirti vel um okkur börnin og við fundum hjá henni skjól og öryggi. Faðir minn fór að venju á haust- og vetrarvertíð niður á ijörðu. Ráðskon- an annaðist börn og búsmala, eins og móðir mín hafði gert, og fór létt með það allt. Um vorið var ársvistun hennar út runnin, en hún hafði aldrei borið það í mál að hún ætlaði að fara frá okkur og við börnin leiddum ekki hugann að neinum breytingum, vor- um grandalaus. Faðir minn kom heim úr verinu um svipað leyti og hann var vanur, en hann kom ekki einn. í för með honum var kvensnift ásamt tveimur krökkum, sem hún átti, ósamfeðra. Hún hafði verið matselja við bátinn, sem faðir minn reri á um veturinn, og náð þeim heljartökum á ekkjumanninum, að hér var hún komin til þess að setjast í sæti móður minnar, við hlið föður míns og taka búsforráðin í sínar hendur. En konan, sem reynst hafði okkur böm- unum traustur bakhjarl eftir móður- missinn, og við vildum einhuga mega njóta sem lengst, varð án tafar að víkja á braut fyrir þessari nýju drós, sem þegar hafði hrifsað alla stjómar- tauma á heimilinu. Þá kom áfallið. Dóttir verðandi stjúpu var jafn gömul mér, en sonur hennar nokkrum árum yngri. Hann var meinleysisgrey, lítill eftir aldri og veiklulegur, en systir hans tröllvaxin og skapið og frekjan í samræmi við vaxtarlagið. Hún var lifandi eftir- mynd móðurinnar. Stelpan byrjaði strax fyrsta sam- verudaginn, að sýna mér frekju og yfirgang og klaga mig fyrir föður mínum, sem hún var farin að kalla pabba. Mér til mikillar undrunar hlýddi faðir minn á málflutning 348 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.