Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 4
Agætu lesendur.
Eins og allir vita þá búum við íslendingar allnorðar-
lega á jarðarkringlunni, eða norður undir heimsskauts-
baug. Það leynir sér svo sem ekki hvað veðuráttuna
varðar, lengd árstíðanna og annað, sem þessari hnattlegu
fylgir. Ekki eru það svo sem eingöngu ókostir sem fylgja
því að búa svo norðarlega á jarðarkringlunni og mætti
margt fram telja sem leggjast mundi á skál kostanna.
Eitt af því sem stundum hefur verið nefnt sem kostur
við svo norðlæga búsetu er fáskrúðugra skordýralif, en
þeir þurfa að búa við, sem heirna eiga á heitari og rakari
slóðum. Þó vekur það oft undrun
manns hversu gríðarlega fj ölbreytt
skordýralífið á íslandi er, þrátt fyr-
ir fremur kalda veðuráttu og óblíða
á löngum vetrum. Það er nánast
sama hvar á landinu drepið er nið-
ur fæti, hvort það er við stein í
ijöruborði, á ræktuðu túni eða upp
á eyðimörk brunasanda hálendis-
ins, alls staðar verður maður var
við iðandi líf skordýra. Kóngulær,
flugur af margvíslegu tagi, orma, bjöllur og allt hvað
heita hefur.
Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sú staðreynd að
skordýr skuli finnast i nánast hverju spori að verulegt
hlýtur heildarmagnið að vera. Og verður þó íslenski
skordýralagerinn að teljast frekar rýr samanborið við
sum önnur lönd. Enda hafa vísir menn reiknað það út að
ef öll afkoma skordýranna, hverju nafni sem þau nefnast
á jörðu hér, lifði og kæmist á legg, þá mundi það taka
um hálfan mánuð að búa til sex metra lag af skordýrum
á öllu yfirborði jarðarinnar. Slík og þvílík er framleiðsl-
an. En affollin eru líka gríðarleg og ekki nema tiltölulega
lítill hluti þessarar geypilegu útungunar kemst nokkurn
tímann á legg.
En þessi öra framleiðsla gerir fleira en að tryggja lág-
marks ijölda afkomenda til viðhalds hverri tegund. Kyn-
slóðaskiptin eru gríðarlega ör, líftími hvers einstaklings
stuttur, sem leiðir af sér að aðlögunarhæfni skordýra er
gríðarleg. Þó að þau verði fyrir verulega breyttum og
hamlandi aðstæðum þá eru þau tiltölulega fljót að mynda
kynslóðir, sem lagað hafa sig að ríkjandi aðstæðum, með
hinu alkunna úrvali náttúrunnar, þ.e. afkomu þeirra hæf-
ustu. Skordýr eru því allsstaðar og við allar aðstæður,
heitar, kaldar, þurrar, blautar og allt þar á milli.
Menn hafa látið að því liggja, m.a. þegar umræðan um
hugsanlega kjamorkustyrjöld á jörðinni stóð sem hæst,
að sigurvegarar þeirra ragnaraka yrðu að öllum líkindum
skordýrin. Allt annað lif mundi þurrkast út en skordýrin,
með sinni geysilegu aðlögunarhæfni og öru kynslóða-
skiptingu myndu ná tiltölulega fljótt að aðlaga sig að
þeim breyttu og lítt aðlaðandi aðstæðum sem til yrðu eft-
ir slíkar hamfarir. Þau yrðu herrar jarðarinnar um óræð-
an tíma.
Menn veltu því stundum fyrir sér einnig á þessum
tíma, hvort sú geislavirkni, sem kjarnavopnum fylgdi,
gæti valdið einhvers konar stökkbreytingu í genum skor-
dýra og þannig skapað ófreskjur vísindaskáldsagnanna.
Miðað við niðurstöður vísindamanna, þá væri slíkt
harla ólíklegt vegna líkamsgerðar skordýra, en þau taka
inn súrefni um mörg göt á skrokknum. Sú staðreynd set-
ur stærð þeirra takmörk. því ef skrokkurinn verður
óvenjulega stór, þá tekst þeim
ekki að afla nægilegs súrefnis
um slík göt, auk þess sem hætt
er við að þau myndu leggjast
saman.
Menn telja sig hafa séð, út frá
steingervingum, er fundist hafa
frá upphafstímum lífs á jörðinni,
að skordýr hafi verið margfalt
stærri þá en þau þekkjast í dag.
Astæðuna telja menn vera þá að
í upphafi var súrefnismagnið á jörðinni miklu meira en
það er í dag, sem um leið lagði braut að möguleikanum á
stærri líkamsbyggingu skordýranna.
Auknar samgöngur eru sífellt að minnka heiminn
fræðilega séð, og eitt af því sem slíku fylgir er aukin
blöndun, bæði fólks og dýra.
Áhrif aukinna flutninga á skordýralíf íslands kom vel í
ljós þegar gámaflutningar skipafélaganna urðu algengir.
Fram að þeim tíma höfðu geitungar t.d. verið óþekkt
skordýrategund hér á landi, en eins og allir vita þá eru
þeir nú komnir til að vera og breiðast óðum út um land-
ið.
Mér er nokkuð minnisstætt þegar fyrstu fregnir tóku
að berast um geitungabú í Reykjavík fyrir u.þ.b. 15-20
árum síðan. Þau fyrstu fundust í Laugarnesinu, ef ég
man rétt, enda er það ekki langt frá Sundahöfn, þar sem
aðal gámalöndunin fór og fer fram.
I fyrstu voru þetta ekki nema ein til tvær „drottningar“
sem náðu fótfestu, en það var líka nóg. Mig minnir að
vísir menn hafi talið að hver drottning eignaðist að með-
altali 25000 afkvæmi í hverjum umgangi og af þeim
hópi yrðu til að minnsta kosti 2500 nýjar drottingar, sem
síðan gætu búið til 2500 nýjar, hver um sig, ef allt lifði,
sem það auðvitað gerir ekki.
En menn sjá af þessu að þróunin er ör og nánast óhjá-
kvæmilegt að einhver slatti af slíkri framleiðslu nái að
lifa af og ná hér bólfestu. Og sú hefur líka orðið raunin.
Munu nú reyndar vera komnar fleiri en ein tegund geit-
unga til dvalar hér og hafa þar einna helst verið til nefnd-
Framhald á bls. 34 7.
320 Heima er bezt