Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 22
Guðjón Baldvinsson:
Komdu nú
að kveðast á...
56. þáttur
ið heíjum þáttinn á
nokkrum vísum úr fór-
um Unnar Elíasardótt-
ur í Reykjavík og eru þær fyrstu eftir
afa hennar Kristján Elíasson, Sig-
urðssonar frá Lágafelli í Miklaholts-
hreppi á Snæfellsnesi, þar sem hann
yrkir um dætur sínar Ragnheiði,
Steinunni og Jófríði, föðursystur
Unnar:
Ragnheiður með rjóða kinn,
rauna varin spelli,
leikur sér við pabba sinn,
Ijúf á Lágafelli.
Steinunn mín er mikið nett,
margur vildi spanna,
hárið Ijóst um harnarklett,
hylur mittið granna.
Hún Jófríður litla lóan,
langt af mörgum ber,
herðabreiðan, mittismjóan,
mann vill kjósa sér.
Jón Michael Bjarnason frá Skarði í
Bjarnarfirði á Ströndum, sonur
Bjarna Jónssonar, Elíassonar frá
Klúku í Bjarnarfirði, yrkir eftirfar-
andi um uppeldissystur sína, Þórdísi
Loftsdóttur í Odda í Bjarnarfirði:
Dísa litla dillar sér,
daga styttir alla,
bráðum fer, já bráðumfer,
bjartur sveinn að kalla.
Og um Unni Elíasardóttur yrkir
hann:
Unnur brosir, oft er hljóð,
eitthvað hugann gleður,
gaman vceri að grína á slóð
og gæta þess er skeður.
Helga Baldvinsdóttir frá Akureyri
sendi okkur nýlega ljóð eftir ömmu-
bróðir sinn, Benedikt Hallsson. Hún
lét einnig fylgja nokkur fróðleiks-
korn um hann og segir þar m.a.:
„Benedikt var fæddur 15. febrúar
1850 að Belgsá í Fnjóskadal, sem nú
er löngu komið í eyði.
Foreldrar hans voru Ásgerður
Jónsdóttir og Þorkell Hallsson. Ás-
gerður var tvígift. Fyrri maður henn-
ar var Jón Jónsson og áttu þau sex
börn. Hann fórst í snjóflóði 1843.
Síðan giftist hún Þorkeli Hallssyni
og eignaðist með honum þrjú börn,
Sigríði ömmu mína, Þóru og Bene-
dikt.
Meðal hálfsystra Benedikts var
Guðrún, móðir Guðmundar Finn-
bogasonar, þjóðskjalavarðar og Karls
skólastjóra á Seyðisfirði.
Ég fékk þessi Ijóð send frá Krist-
ínu Rögnvaldsdóttur í Ólafsfirði, en
hún þekkti til hans og segir frá hon-
um í septemberblaði HEB 1971, m.a.
það að hann hafi verið skírleiksmað-
ur, nokkuð sérlundaður, vel hag-
mæltur og vísur hans flogið víða um
land en fátt varðveist nema á vörum
fólks. Einnig las ég um þetta frænd-
fólk mitt í tímaritinu Súlur frá árinu
1979, þar sem Jón Kr. Kristjánsson
frá Víðivöllum í Fnjóskadal segir
ögn frá Ásgerði langömmu minni og
hennar lífsbaráttu.
Benedikt stundaði lengi barna-
kennslu í Ólafs-
firði og Fljótum
og átti þar góðu
að mæta.
Hann andaðist
26. september
1931, ókvæntur
og barnlaus.
Mig minnir að
foreldrar míni hafi talað um að hann
hafi verið frekar raunamaður, eins og
mér finnst sumar vísurnar hans bera
Jsí.
Benedikt Hallsson
vitni.“
Einhverju simii hittust þeir vinimir
Benedikt og Guðmundur Stefánsson
í Minni-Brekku. Ávarpaði þá Bene-
dikt Guðmund með þessum vísum:
Þegar heimi fer égfrá,
fáa mun að telja vini.
En lifir þú, mitt leiði á,
legg eitt blóm í kveðjuskyni.
Guðmundur svaraði samstundis:
Gáskalaust ég gjarnan vil
greiða svar mót beiðni þinni.
Ef mér treynist aldur til,
orðin þín skal geyma í minni.
En fari svo þú fréttir það,
fallinn sé ég nár í valinn,
láttu frá þér lítið blað
Ijóðagyðjunnar kveðja halinn.
Benedikt svarar:
Að ég lifi lengur þér,
líkur til ei sýnast vera,
en verði svo, minn vilji er,
vinur þína bón að gera.
338 Heimaerbezt