Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 34
freistingum og hættum í viðsjárverð- um heimi. Hún átti ekki að gæta vinnukonunnar. En fyrir hennar orð fór ég á fyrsta dansleikinn. Ég mætti í samkomuhús- ið fúll forvitni og spennu. Danssalur- inn var orðinn þéttskipaður og ýmis framandi tungumál hljómuðu í eyr- um. Sjómenn af erlendum sildveiði- skipum voru sýnilega þarna í meiri- hluta, þótt innfæddir væru einnig fjöl- mennir. Seiðmjúkir harmónikutónar fylltu salinn, tónar, sem ég hafði aldrei heyrt áður. Mér fannst ég komin inn í nýjan og heillandi heim. Ég fann mér sæti fram undir dyr- um og hlustaði hugfangin á tónaflóð- ið. Ég þekkti engan þarna og átti ekki von á því að verða annað en áhorfandi að gleðskapnum, þar sem ég kunni ekkert að dansa. En ég hafði ekki setið lengi, þegar ungur, glæsilegur maður nam staðar fyrir ffaman mig og hneigði sig brosandi. Ég hristi höfuðið og kvaðst ekki kunna að dansa. Maðurinn lét sem hann heyrði ekki afsökun mína. Hann tók þétt um báðar hendur mín- ar og reisti mig á fætur. I næstu andrá var ég í faðmi hans og hann sveif með mig út í dansandi hring- iðuna. Kunnáttuleysi mitt varð ekki lengi til fyrirstöðu, ég náði undur- fljótt fúllkomnum takti, þetta var æv- intýri líkast. Eftir langa lotu tók hljóðfæraleik- arinn sér hvíld. Dansfélagi minn leiddi mig til sætis, settist við hlið mér og kynnti sig. Hann kvaðst heita Jensen og vera matsveinn á norsku síldveiðiskipi. Þetta væri annað sum- arið sitt á íslandsmiðum. Ég tjáði honum einnig nafn mitt og hvað ég starfaði og þetta væri fyrsta sumarið mitt á þessum slóðum. Það var lyga- sögu líkast hvað við skildum strax vel hvort annað, en bæði mæltu á eigin móðurmáli. Brátt hljómaði tónlistin aftur um salinn og Jensen leiddi mig í dansinn að nýju. Síðla nætur var samkomunni lokið. Við gengum út í sumarnóttina. En þar blasti við mér nýtt sjónarspil. Fyrir dyrum úti voru ölóðir menn í hörku slagsmálum, sem færðust í aukana. Ég hafði aldrei fyrr séð neitt þessu líkt og varð skelfingu lostin. Hvernig tækist mér að sleppa á brott héðan, óskaddaðri? Jensen sá þegar og skynjaði skelfingu mína. „Þú þarft ekkert að óttast,“ sagði hann traustvekjandi. „Ég vernda þig-“ Hann vafði mig sterkum armi og leiddi mig hiklaus og öruggur í fasi framhjá þessum æðisgengna hildar- leik, sem nú var orðinn blóði drifinn og sá ekki fyrir endan á. „Hvar áttu heima?“ spurði Jensen um leið og við komum út á götuna. Ég benti í áttina að heimili mínu. „Ég fylgi þér á leiðarenda,“ sagði hann og sleppti ekki armtakinu. Ég fann unaðsfulla öryggiskennd streyma um mig alla við orð hans og armlag, en slíkt hafði ég hvergi fund- ið frá því er ég hvíldi barn í móður- örmum og öll skelfing var horfin. Jensen fylgdi mér að útidyrunum á heimili mínu. Um leið og við námum þar staðar, þrýsti hann mér enn fastar að sér og sagði: „Við hittumst á næsta landlegu- dansleik.“ „Já,“ svaraði ég án tafar, ég gat ekki annað. Svo hvarf hann á braut. Ég hraðaði mér inn í húsið og gekk til hvílu. Húsmóðirin skyldi mega treysta því að ég mætti til vinnu að morgni á réttum tíma, þrátt fyrir næt- urvöku, sem þessa. Þeir urðu nokkuð margir landlegu- dansleikirnir í Súlnavogi þetta sumar. Við Jensen áttum stefnumót á þeim öllum eftir þennan fyrsta. En kynni okkar urðu fljótt annað og meira en eintómur dans í hringiðu fjöldans. Með okkur tókust gagnkvæmar ástir, að mínum skilningi. Enginn hafði nokkurn tíma verið eins góður við mig og Jensen, frá því ég missti móður mína. Hjá honum fann ég allt sem ég þráði mest í einstæðingshætti mínum, öryggi, ást og hlýju. Ég elskaði Jensen takamarkalaust og treysti honum í einu og öllu. Við eignuðumst okkar „Hvanneyrarskál,“ og þar sagði hann margt fallegt við mig. Hann kvaðst ætla að taka mig með sér til Noregs um haustið, þá yrði vist minni lokið í Súlnavogi. Brúðkaup okkar yrði svo haldið strax og aldur minn leyfði. Hann dró upp margar glæsimyndir af því, sem biði mín í heimalandi hans og framtíð okkar þar. Ég lifði og hrærðist í sæluvímu og þótt ég heyrði pískrað og ég uppnefnd og kölluð norska- Gudda, raskaði það ekki ró minni hið minnsta. Ég beið hvern góðviðrisdag með óþreyju eftir næstu brælu. Sumarið leið skjótt. Bliku hausts- ins dró á loft fyrr en varði. Silfur hafsins upp urið. Dag einn var allur síldveiðiflotinn horfinn af norðlæg- um miðum. Ég hrökk upp af sælu- vímunni. Jensen var farinn. Hafði hann af eigin ásetningi horfið á braut án þess að taka mig með sér, eins og hann var búinn að heita mér, eða fékk hann engu ráðið um ferðir skipsins. Ég vissi að hann var mat- sveinn en ekki yfirmaður þar. Trú- lega var þetta ekki hans sök. En fyrst hann komst ekki til mín, ákvað ég að fara til hans. Ég skyldi finna Jensen, hvað sem það kostaði og hvar sem hann væri niður kominn í Noregi og ég varð altekin af þessu áformi mínu. En brátt dundi yfir mig nýtt reiðar- slag. Skömmu eftir að síldveiðiskip- in hurfu af miðunum, kom húsmóðir- in að máli við mig og spurði mig for- málalaust hvort ég gengi með barni. Ég varð orðvana í fyrstu. Hvernig gat konunni komið slíkt til hugar. En ég hafði aldrei verið frædd um neitt, sem við kom barnsgetnaði og var al- ger fáráðlingur í þeim efnum. Ég hafð að visu stundum verið eitthvað lasin eftir að líða tók á sumarið, stöku sinnum kastað upp, einkum morgunverðinum, en þó hafði ég fitnað á sama tíma, ég fann það á fötunum mínum, þau voru þrengri en áður. Ég hafði ekki gert mér neinar hugmyndir um það af hverju þetta stafaði, ég var of hamingjusöm til þess að gera mér nokkrar grillur út af þess háttar smámunum. 350 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.