Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 31
Hallgilsstaðir. snævi þakta Grænlands, en vonandi verður hér bót á í sem nánustu fram- tíð. Snjósleðaferðir að vetri til eru mér afar kærar. Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég geta þess að á sleðaferðum mínurn stunda ég engar veiðar, hvorki fugla-, fiska- né refa- veiðar. Ég er allsenginn veiðimaður en hins vegar er ég mikil náttúruunnandi og sem slíkur vil ég lifa í sátt og samlyndi við allt sem í henni lifir og hrærist. Og svona rétt í framhjáskoti vil ég geta þess að ég kaupi ýmis tímarit til lestrar og síðast liðin 10 ár hef ég keypt Heima er bezt, og það rit líkar mér allvel. Varðandi umhverfið vil ég segja það að hér er fallegt og gott land. Búskapur er hér aðeins á uppleið. Talsverð endurnýjun er í bændastétt- inni hér um slóðir, þeir eldri láta af störfum og hinir yngri taka við, enda eru skilyrði hér til búskapar sæmi- leg. Vegir eru góðir, stutt í alla heilsugæslu og hvers konar að- drætti. Að Hallgilsstöð- um erum við með heimarafstöð og þaðan höfum við bæði næga og ódýra raforku, sem auðvitað eru mikil búdrýgindi og reyndar öryggi líka. Með hundinum Þorra. Hlaðvarpinn frh. af bls 320 ir s.k. liolu- og ttjágeitungar. Segja þeir, sem reynt hafa, að holugeitungarnir séu öllu verri viðskiptis en hinir og jafn- framt erfiðara að finna þá. Mun svo komið hér á höfuðborg- arsvæðinu að nokkrir menn hafa talsverða atvinnu af því að eyða geitungabúum yfir sumartímann. Og þó þeir haldi sig nokkuð vel við efnið, þá lítur ekki út fyrir að það sjái mikla „högg á vatni.“ Útbreiðsla geitunganna og fjöldi eykst, jafnt og þétt. Og geitungamir eru tæplega fyrsta og síðasta skordýrateg- undin sem á eftir að festa rætur hér á okkar ísakalda landi með þessum hætti, samgöngurnar aukast sífellt og batna, svo ileiri slíkir farþegar eiga örugglega einhvern tíma eftir að taka sér far og setjast hér að. Áþekkt útbreiðsludæmi, þó með öðrum hætti sé, á sér nú stað í Ameríku og hefur reyndar staðið yfir um allmörg ár. Skordýrafræðingur nokkur í Suður-Ameríku flutti þangað villibýflugur frá Afríku og ætlaði hann að kynbæta stofninn sem fyrir var með þeirn aðflutta. Flugurnar frá Afríku þykja öllu duglegri og afkastameiri við söfnun hunangs en þær sem fyrir vom í Ameríku. En þeim fylgdi líka sá ókostur að þær voru mjög geðvondar og árásargjamar. Þurfti jafnan lít- ið til að þær réðust í stórum hópum á menn og skepnur og styngju til bana. Og við þessa kynblöndunartilraun skor- dýrafræðingsins skeði slysið. Einhver hleypti út afríkönsku flugunum fyrir slysni og þær náðu að blandast hinum frið- sælli flugum, sem fyrir voru. Og rnenn fóru fljótlega að finna fyrir þeirri breytingu sem á stofninum varð. Þeir komust jafnframt að því að hinn árásargjami eðlisþáttur Afríkuflugnanna hafði orðið ofan á við blöndunina. Og hinn nýi stofn leyndi sér ekki þar sem hann fór um því í gegnum árin hefur hann orðið talsverðum fjölda fólks og skepna að bana. Þessi óheppilega blöndun varð árið 1956 í Suður-Ameríku og nú rúmlega 40 árum síðar hefur stofninn náð að breiðast út til suðurríkja Bandaríkjanna og heldur stöðugt áfram norður, án þess að menn fái rönd við reist. Þetta sýnir okkur það að sjaldan er of varlega farið í því að fikta við vistkerfi það, sem náttúran hefúr sjálf komið á legg og einnig það að þó skordýrin séu, að okkar mati, lágt sett og óæðri tegund, þá geta þau, ekki síður en ýmislegt annað í náttúrunni, sýnt manninum í tvo heimana ef hann ekki ber hæfilega virðingu fyrir árþúsunda gömlum lögmál- um þeirra og skipulagi. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. Heima er bezt 347

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.