Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 20
Ágúst Vigfússon: Stiórnmálahmdur í Búðardal 1926 Flestir þeir, sem fylgst hafa með stjórnmálasög- unni síðan um aldamót, munu kannast við Bjarna Jónsson frá Vogi. En við þann stað kenndi hann sig jafnan. Vogur er á Fellsströnd í Dalasýslu. Þar sat séra Jón, faðir Bjarna, og þar mun Bjarni hafa alist upp að mestu. Bjarna sá ég aldrei, en heyrði mikið um hann talað í œsku, enda var hann þing- maður Dalamanna um langt skeið og svo vinsœll var hann að hann var nœrri sjálfkjörinn. Bjarni var áberandi maður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á þeim árum. Ræðuskörungur mikill, menntamaður og skáld. Allir listamenn áttu öruggan talsmann, þar sem hann var, enda talið að enginn hefði talað betur fyrir máli þeirra á Alþingi. Bjarni lést skyndilega árið 1926. Þá voru engir varaþingmenn sem gátu tekið við í stað þeirra sem féllu frá. Það varð því að fara fram auka- kosning. Almennar þingkosningar fór svo fram 1927. Þessir menn buðu sig fram í Dala- sýslu árið 1926: Séra Jón Guðnason, prestur að Kvennabrekku, fyrir Framsóknar- flokkinn. Arni Arnason, héraðslæknir í Búð- ardal, fyrir Ihaldsflokkinn og Sigurður Eggerz, fyrir Frjálslynda flokkinn. Þótt ég hafi sjálfsagt haft lítið vit á stjórnmálum á þeim árum, langaði mig samt til að fara á fundinn í Búð- ardal. Það var góð tilbreytni frá fá- breytni hversdagslífsins. Ekki stóð á því að ég fengi að fara, enda haustönnum að mestu lokið. Ferðafé- lagar mínir voru þeir Bergjón í Snóksdal og Oddur Eysteinsson sama stað, Kristján, faðir Berjóns, fór ekki, hvað sem valdið hefur. Var hann þó manna pólitískastur og fylgdi eindregið Framsóknarflokkn- um að málum. Kristján gamli tók loforð af mér um að koma við, þegar ég kæmi til- baka. Til Búðardals dreif múgur og margmenni. Fundurinn var haldinn í sláturhúsinu. Þar var frekar óvistlegt um að litast. Sæti voru þar engin nema fyrir frambjóðendur og fúndar- stjóra. Kalt var þarna og lýsing í lak- ara lagi. Engin rafljós voru þá kom- in, aðeins olíulugtir. Engin greiðasala var á staðnum og því ekki um neina hressingu að ræða. En slíka smámuni settu menn ekki fyrir sig í þá daga. Mörgum þóttu stjornmálafundir það skemmti- legir að allt annað gleymdist. Það þótti ekki ónýtt að hlusta eftir því hvernig mönnum tókst að verja mál sitt. Hvernig rökfærsla þeirra var og hvernig þeir fluttu mál sitt. Fundurinn í Búðardal var fyrsti stjórnmálafundurinn sem ég kom á og hann varð mér minnisstæður, enda áttust þar við slyngir menn auk frambjóðendanna. Má þar einkum nefna Jón Þorláksson, þáverandi for- sætisráðherra og séra Tryggva Þór- hallsson, þáverandi þingmann Strandamanna. Mjög fannst mér þeir ólíkir menn, en báðir mjög eftirtekt- arverðir. Tryggvi var höfðinglegur, hár og bjartur yfirlitum, mátti nánast kalla hann glæsimenni. Jón var lágur maður vexti og yfirleitt fannst manni að hann væri þurr á manninn og fá- látur, andlitsdrættir skýrir og skarp- legir. Maðurinn allur sérstaklega festulegur. Sigurður Eggerz tók fyrstur til máls, setti fundinn og minntist frá- farandi þingmanns. Auðséð var að 336 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.