Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 11
Sunnudagaskóli í Reykjakirkju. Skírn í Mœlifellskirkju, 31. ágúst 1997. margir sem komu í námið með ýmsan undirbúning og ekki allir stúdentspróf. Dr. Björn Björnsson var deildar- forseti þá, hann hvatti mig líka og reyndist mér alveg sér- lega vel, studdi mig í þessari ákvörðun. Ég varð að fá undanþágu hjá háskólaráði en það var ekkert vandamál. En sem sagt haustið 1975 var ég allt í einu kominn suður og sestur á skólabekk í guðfræðideild Háskólans. Þá má segja að hafi byrjað alveg nýtt tímabil. Þetta var töluvert stórt skref að stíga. Langt síðan ég hafði setið á skólabekk og ég töluvert mikið eldri en aðrir nemendur þarna. Ég var 37 ára þegar ég byrjaði. En þó ég væri þetta eldri þá fann ég aldrei fyrir neinu kynslóðabili. Ég fann mig strax og það var allan tímann óskaplega góður andi í deildinni. Ég fann að þarna var ég kominn á réttan stað og svona er maður nú leiddur í gegnum lífið. Ég sat í guðfræðideildinni í sex vetur. Lengstan tímann bjó ég á Nýja Garði og líkaði vel. Þetta var miðað við fimm ára nám en mér fannst mér ekk- ert veita af sex árum til að innbyrða þetta allt saman og vildi vinna á eðli- legum námshraða. Ég lauk alltaf því sem til stóð og námslánin björguðu mér algjörlega á þessum tíma. Sumir tóku þetta með ógnarhraða en aðrir voru enn lengur en ég. Þetta voru góð ár og þarna kynntist ég mörgu góðu fólki, bæði nemendum og kennurum. Á sumrin var ég svo í skógræktinni á Hallormsstað og bjó í húsinu á Sól- heimum í Hallormsstaðaskógi. Það var mér afar dýrmætt. Bæði það að geta unnið svona útivinnu eftir að hafa setið á skólabekk allan veturinn og svo var það mikils virði fyrir minn guðfræði- lega þroska að vinna þarna. Einn kennarinn minn sagði einu sinni við mig að það ætti eiginlega að skylda alla guðfræðinema til að vinna eitt eða tvö sumur í skóg- rækt, bæði til að komast í snertingu við náttúruna og öðl- ast þannig skilning á sköpunarverkinu. Vinnan í Skógræktinni samanstóð af mörgum þáttum. Það var gróðursetning, girðingarvinna og svo vinna við ferðaþjónustuna í Atlavik. Það þurfti að rukka inn fyrir tjaldstæði, halda víkinni hreinni og margt fleira. Ég kunni þessu vel, enda allt útivinna og fáa staði þykir mér vænna um en Atlavík. Meðan ég vann í skógræktinni var lengst af skógarvörður, Sigurður Blöndal. Hann reyndist mér afar vel. Auðvitað var þetta erfiður tími að því leyti að það var erfitt að fjármagna þetta fyrirtæki. Sumarvinnan og námslánin björguðu mér. Svo hafði ég börnin hjá mér á sumrin um tíma. Þá héldum við ráðskonur og höfðum það býsna gott saman. Það voru úrvalskonur sem voru hjá okkur, svo að þetta gekk nokkuð vel. Oft vann ég langt fram á haust og var þá kennslan oft byrjuð. Einu sinni kom ég ekki fyrr en um veturnætur, kennslan löngu byrjuð. Þá sagði einn ágætur lærifaðir minn við mig og var höstugur mjög: „Þú hefur auðvitað verið að hirða hána“. Ég skildi nú hvað hann meinti en vissi þó að það var ekki illa meint, hann vildi ekki að við trössuðum námið. Ég nálgaðist guðfræðinámið með opnum huga og minn guðfræðilegi grunnur breyttist í deildinni. Námið var misskemmtilegt, trúartilfinningin þroskaðist, þó að ég héldi minni barnatrú. En í guðfræðideildinni fann ég að ég var kominn á rétta hillu. Orðinn prestur Það kom svo að því að ég kláraði. Mér fannst það æv- intýri líkast hvernig tíminn flaug áfram. í upphafi sundl- Heima er bezt 327

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.