Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 33
hennar en ekki á það, sem ég hafði fram að færa og atyrti mig harðlega, en slíkt hafði hann aldrei gert áður. í fátæklega kotinu okkar hafði ætíð ríkt friður og eining, frá því ég byrj- aði fyrst að skynja tilveruna. Þessi óvæntu viðbrögð föður míns, særðu barnssál mína djúpu sári, sem ekki greri um heilt á meðan ég dvaldi heima, enda aðeins forsmekkur að þeirn ljóta darraðardansi, sem fram- tíðin bar í skauti. Skömmu eftir heimkomuna um vorið, gekk svo faðir minn í lífstíðar „hnapphelduna.“ Mér fannst hann kominn í trölla- hendur og eygði enga von til þess að endurheimta hann þaðan. Stjúpan hafði föður minn algerlega á valdi sínu, hann laut henni í einu og öllu. Faðir minn fór, eins og áður, til sjóróðra haust og vetur. Stjúpan drottnaði ein í kotinu. Við alsystkinin fengum óspart að kenna á veldis- sprota hennar og ég þó sérstaklega. En ég lét engan kúga mig til þess að viðurkenna þvílíka stjúpu, sem stað- gengil þeirar góðu móður, sem ég hafði misst, ég kaus heldur að þola högg og hýðingar. Verst af öllu vondu var þó endalaus varnarbarátta gegn dóttur stjúpunnar. Hún gerði mér allt til miska, sem hún nregnaði og kom illu á mig. Hún vissi sem var að ég átti engan málsvara. Matföng voru oft af skornum skammti, einkum er líða tók á vetur. Mörg dimm vetrarkvöld lagðist ég til svefns bæði svöng og köld. En hugg- un mín var sú, að með hverjum degi sem hvarfí tímans djúp, færðist ég nær þeim aldursmörkum að geta far- ið að heiman, sjálfráð ferða minna. Ég þekkti raunar lítið þá veröld, sem lá utan landamerkjanna á kotinu mínu, þar sem ég var í heiminn bor- in, en fjarlægðin gerir fjöllin blá. Annað vorið sem stjúpan sat að völdum, fann hún upp það snallræði, til þess að létta á heimilinu, að ég skyldi vistuð á einhvern sveitabæ, þar sem vantaði vikastelpu yfir sum- arið og vinna að minnsta kosti fyrir mat mínum. Faðir minn lét að vilja hennar, eftir venju. Honum gekk greiðlega að koma mér í sumarvist- ina. Bærinn, sem varð fyrir valinu var töluvert afskekktari en kotið okk- ar, og langt frá alfaraleið. Þama bjuggu tveir miðaldra bræður ásamt aldurhniginni móður sinni, sem stóð fyrir búi þeirra. Bræðurnir voru fornir í háttum og fátalaðir í umgengni, en miklir vinnuþjarkar. Móðir þeirra lét heldur ekki sitt eftir liggja í dugnaði og eljusemi og þess sama var krafist af öðrum. Mér var skipað úr einu verki í annað, ég var á þönum frá morgni til kvölds. Loks þegar ég lagðist ör- þreytt til næturhvíldar, grét ég mig í svefn af leiðindum, þetta fyrsta sum- ar mitt að heiman. En í allri vinnukergjunni sá gamla konan um það að ég fengi nóg að borða og margan aukabita rétti hún mér á milli mála. „Þið, þessi grey, sem eruð að vaxa, þurfið að borða oftar en þeir full- orðnu,“ var viðkvæðið hjá henni, og ég var sammála þeirri lífsspeki. Á þessum bæ var ég léttastelpa fram að fermingu. í haustréttum fékk stjúpan vænan sauð í pottinn, það var sumarhýran mín. Vorið sem ég fermdist, fæddist fyrsta hálfsystkini mitt. Stjúpan var bundin yfir barninu en dóttir hennar, sem fermdist um leið og ég, gerði það eitt, sem henni sjálfri þóknaðist og það fór ekki alltaf að þörfum heimilisins. Ég var því látin vera heima um sumarið og ganga að hey- skap með foður mínum. Mér fannst þetta líkt og skin úr skýjarofi, að fá að vera ein með honum í verki, eins og ég hefði endurheimt hluta af því, sem frá mér hafð verið hrifsað. En þessi gefandi tími stóð ekki lengi. Landrými var lítið sem fylgdi kotinu okkar og heyskapnum því lokið fyrr en varði. Allt fór í sama farið og áður. Sextán ára gömul hélt ég alfarin að heiman, ráðin í sumarvist hingað norður í Súlnavog. Húsbændur mínir voru efnuð hjón á minn mælikvarða, áttu bát og ráku fiskverkun. Börn þeirra voru fjögur, öll orðin nokkuð stálpuð. Vinnukonan var látin sjá um erfiðustu verkin, þvo þvottana og þrífa húsið og þess á milli send á fiskreitinn. En ég var vön að vinna og undi annríkinu vel. Léttleiki mót- aði heimilisbraginn og næg ijárráð virtust vera til allra hluta. Síldveiði var mikil úti fyrir Norðurlandi þetta sumar. Skip frá ýmsum löndum auk íslenskra, jusu upp silfri hafsins. En veður gafst ekki alltaf til veiða. í brælum leituðu síldveiðiskipin mikið inn á Súlnavog og lágu þar í vari. Sú hefð hafði þá skapast, hér um slóðir, að efna til dansleikja í landlegum yfir sildveiðitímann, og afla sam- komuhúsinu tekna með ríflegum að- gangseyri, vikudagur skipti engu máli í þessu tilviki. Morgunn einn, snemma sumars, var ég send sem oftar, í innkaupaferð niðurí kaupfélag. Á búðarglugganum blasti við heljarmikil auglýsing, sem vakti athygli mína. Landlegudans- leikur var boðaður í samkomuhúsi staðarins að kvöldi þessa dags, og allir hvattir til að mæta þar. Ég hafði aldrei farið á opinberan dansleik og þetta kitlaði óneitanlega forvitni mína en mér kom samt ekki til hugar að biðja um fararleyfi. Við heim- komuna sagði ég húsmóður minni frá auglýsingunni um landlegudans- leikinn, ef hún eða þau hjónin, kynnu að hafa einhvern áhuga fyrir þessu. En mér til mikillar undrunar, spurði hún að bragði, eins og ekkert væri sjálfsagðara: „Ætlar þú ekki að bregða þér á dansleikinn stúlka?“ „Ég!? Má ég það!?“ spurði ég á móti. „Hver ætti að banna þér slíkt? Að tilskyldu dagsverki loknu ræður þú nóttinni sjálf, en þú verður að mæta til vinnu að morgni á réttum tíma. Annað kemur mér ekki við,“ svaraði húsmóðirin og felldi talið. Hún lét sér ekki til hugar koma, þrátt fyrir ungan aldur minn og reynsluleysi, að gefa mér eins og eitt heilræði að leiðarljósi út á framandi braut skemmtanalífsins, né vara mig við Heima er bezt 349

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.