Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 19
Á bæjarstæðinu í Neðra-Haganesi 1988. Stúlkurnar á myndinni eru afkomendur síðustu ábúenda þar, sem fluttu brott haustið 1950. ála og kirkjubækur. Einkum reyndust hákarlaveiðarnar hættulegar en þá var langt sótt á opnum bátum um há- vetur. Aðal útgerðarstaðir í Fljótum á þessum tíma voru Hraunakrókur, Haganesvík, Mósvík og frá bæjum á bökkum. Eins og áður er að vikið þykir mörgum fallegt í Fljótum. Útsýn yfir Stífludalinn fyrir daga uppi- stöðulónsins þótti viðbrugðið þar sem áin liðaðist bakkafögur milli kjarrivaxinna hólma um grænar starengjar í lognkyrrð sumardags- ins. Kvöldstund í Siglutjarðar- skarði þegar úthafið hverfur í gylltu mistri við sjónar- rönd, er einnig ógleyman- leg. Þrátt fyrir allt þetta hef- ur undirrituðum þótt út- sýni frá Neðra-Haganesi eitt hið fegursta í Fljót- um. Við túnfótinn ber eyðikauptúnið í Haganes- vík við bláskyggt Hóps- vatnið undir einu formfal- legasta ijalli sveitarinnar, Barðshyrnunni, sem minnir svo mjög á eg- ypskan pýramída, þaðan að sjá. Við bryggjuna í Haganes- vík 1988. Verslunarhús Samvinnufélags Fljóta- manna og Barðshyrna í baksýn. Nautakjöt með sinn- eps- og rjómasósu 750-1000 g nautakjöt af afturhrygg, um 5 sm á þykkt 3 msk sinnep salt og pipar 50 g smjör tæpir 3 dl rjómi 3 msk koníak eða brandí vætukarsi til skrauts Penslið kjötið báðum megin með 1 msk af sinnepi. Breiðið yfir og geymið i 1 klst. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. Bræðið smjörið á þykkbotna pönnu, setjið kjötið á pönnuna og lokið kjötinu báðum megin með því að snöggsteikja það við mikinn hita. Minnkið hitann og steikið í 7-12 mín- útur á hvorri hlið, eftir smekk. Flytjið yfir á heitt fat og haldið heitu. Bætið 2 msk af sinnepinu og helm- ingnum af rjómanum á pönnuna, hrærið í til að leysa upp allan kjötsafa. Hitið varlega. Bætið því, sem eftir er af rjóma, út í og kryddið með salti og pipar. Hitið upp að suðu. Bætið viö koníaki og hrærið vel sam- an. Sneiðið kjötið og hellið sósunni yfir. Skreytið með vætukarsa og berið fram strax, ásamt steiktum kartöflum eða kartöfluflögum. Handa 4-6. Heima er bezt 335

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.