Heima er bezt - 01.09.1997, Blaðsíða 29
myndarlega staðið i ístaðinu okkar
bændanna, og ætti þjóðin að vera
orðin svo þroskuð að hún gæti látið
sér skiljast að það, sem aðalkjarna
hennar, bændastéttinni ríður mest á
af öllu er, að hún sé studd til verk-
legra framfara og ætti þvi þar af leið-
andi, að kjósa þá eina til þings á
næsta vori, sem styðja vilja að veru-
legum framförum í landinu.
Fjallkonan
16. september 1893.
Guðsþjónustu undir berum himni
héldu Vestmannaeyingar nýlega og
er Fjallkonunni ritað urn það á þessa
leið:
„Sunnudagin 23. ágúst var haldin
guðsþjónusta undir berurn himni í
Herjólfsdal samkvæmt beiðni safn-
aðarins. Siðan öndverðlega í júní-
mánuði hefur engin messugerð fram
farið í prestakallinu, af því að verið
er að endurbæta kirkjuna. Eyjarbúar
eru yfir höfuð kirkjukærir og una því
illa við messuleysi, en af því að eng-
in stórhýsi eru hér til, er rúmi mikinn
mannfjölda, varð guðsþjónustan
fram að fara undir berum himni. At-
höfnin var fólgin í sálmasöng og
ræðuhaldi, ræðutexti Lúk. 10, 38-42.
Mikill mannljöldi var þar saman
kominn og eigi færra fólk en á þjóð-
minningardeginum. Sýnilegur friðar-
blær hvíldi yfir mannfjöldanum,
meðan ræðan var flutt og þögðu allir
„þunnu hljóði.“
Mundi guðrækni vor bíða nokkurn
hnekki við það að prestar landsins
tækju það fyrir endrum og sinnum,
þar sem því verður við komið, að
predika undir berum himni á fögrum
stöðunr og í fögru veðri?
Það guðshúsið er þó veglegast og
hátignarlegast, sem ekki er með
mannahöndum gert.“
Trúarvakning?
Samkomur er verið að halda á
hverju kvöldi þessa viku, í því skyni
að koma trúarvakningu á stað, í
dómkirkjunni, Betel og Hjálpræðis-
kastalanum. Forstöðumenn þeirrar
hreyfingar eru þeir trúboðarnir Sig-
urbjörn Á. Gíslason og David
0stlund og Pedersen, forstöðumaður
Hjálpræðishersins.
Tildrögin til þessara fundarhalda
eru að sögn að nokkuru leyti þau, að
maður nokkur hér í bæ, sem heitir
Samuel Johnson, kvaðst hér um dag-
inn hafa fengið vitrun um það frá
drottni, að hann og Sigurbjörn Á.
Gíslason væru kallaðir til þess að
vekja mikla, nýja trúaröldu hér í
Aí blööum fyrrir tíðar
bænum. Samúel þessi hefur eitthvað
verið í Vesturheimi og alþýða manna
hér hefur einhvern veginn fengið þá
hugmynd um hann að hann sé morm-
óni, sem hann hefur víst aldrei verið.
Töluverð tilhneiging hefur komið
fram hjá honum til að predika fyrir
lýðnum. Sérstaklega hefur hann sætt
færi þjóðminningardagana að
predika á hátíðarsvæðinu.
Samúel skýrði S.Á.G. frá því hvers
drottinn alheimsins hefði látið hann
verða vísari. Sigurbimi þótti víst
vitrunin mikið sennileg og stofnaði
til ráðstefnu. En hvernig sem á því
stendur, hefur maðurinn, sem vitrun-
ina fékk, ekki verið hafður með til
forstöðu, jafn sjálfkjörinn og hann
virðist til þess.
Vitaskuld ber ekki að ámæla
mönnum fyrir það að þeir hafa hug á
að glæða trúarlíf annarra. En þegar
sérstakar og óvenjulegar ráðstafanir
eru til þess gerðar, verða menn að
ætlast til þess að fyrirhyggjan sé ein-
hver, að minnsta kosti meðvitund,
sem á einhverju er byggð um það, að
allra óhjákvæmilegustu skilyrðin séu
fyrir hendi. Andlaus trúarboðs gaura-
gangur gerir illt verra, veldur því að
hið góða málefni verður sér til
minnkunar í augum manna.
Því miður eru ekki minnstu líkindi
til þess að þessar samkomur beri til-
ætlaðan árangur. Til þess er and-
leysið allt of tiltakanlegt. Af einum
mikilsvirtum vígðum kennimanni
hefur það jafnvel verið blátt áfram
boðað á einni samkomunni. Hann
varaði menn við því að fara að
hlusta á „svo kallaða góða presta,“
ráðlagði tilheyrendum að gleyma
sem fyrst því er þeir segðu og lýsti
yfir því, að sjálfur hefði hann haft
langmest gagn af lélegum ræðum.
í þjóðkirkjusöfnuðinum ríkir
megn óánægja út af því að dóm-
kirkjan skuli vera notuð til þessara
ræðuhalda. Þar, eins og í fleiri efn-
urn, þykir kenna of mikið áhrifa frá
heimatrúboðsmönnunum. Og senni-
lega aftrar það ekki útstreyminu úr
þjóðkirkjunni, að þessu haldi áfram.
Fjallkonan
12. janúar 1906.
r
Avallt eitthvað nýtt íEdinborg
pnpfpnVp rr'r'n'n fengið nýja kornte8und seiu kallast
PUFFED RICE,
og er nú orðið rnikið notuð víða um lönd.
kormeFE h RICE hef'r’ 3ð dÓm' allra efnafræðing^ mest næringargildi þeii
korntegunda, sem nú eru notaðar í heiminum. g P
PUFFED RICE hefir þann aðalkost að vera hin hollasta sjúklingafæða ial
PUFFED RV,erFh‘” fyrif Þ4 “ »«* vi™ L. '
c I P C;H er matbuið með ýmsu móti, en vanalegast er það notað
W[m'rS ramJ0L Notkunarreglur fylgja hverjum pakka.
me,mum " Ungbarnafæða ó-issandi handa gam£
oflei“ Cr Cnn’ SCm benda má á' Allur heimurinn stendur undrandi og his
og daist að hreysti og harðfylgi Japana, - en - engin þjóð í heiminum hef
ems lengi eða mikið notað PUFFED RICE og þeir. Þar i íiggur það-
Heima er bezt 345