Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 7
ofurliði. Ofan á þá hörðu lífsbaráttu sem því fylgdi að sjá
að miklu leyti um ffamfærslu yngri barnanna bættist síðan
langvarandi barátta við þann vágest sem mörg heimili sótti
heim á þessum árum, en það voru berklarnir. Sjálf veiktist
hún að vísu aldrei. en meira en helmingur okkar systkin-
anna tók veikina að einhverju marki og Halldóra, sem var
fimmta í aldursröð, lést af völdum berklanna fjórtán ára
gömul. Sjálfur fékk ég alvarlegan snert af berklum, svo-
kallaða “rósahnúta” og lá rúmfastur á sjúkrahúsi í ár. Þetta
varð auðvitað til þess að ég missti af skólagöngu og hvort
sem það hefur valdið, ellegar pólitískar skoðanir móður
minnar að nokkru, þá fór svo að ég var ekki látinn fermast.
Svo var einnig með Pálínu systur mína en hún tók upp á
því er hún var komin yfir sextugt að láta ferma sig. Sjálf-
um hefúr mér reyndar flogið í hug að fara að dæmi hennar
en finnst ég tæplega hafa aldur til þess ennþá. Móðir mín
Faðir minn ásamt fyrri konu sinni og bróður
sínum Ólafi "bræðslumanni."
Til hægri: Við systkinin, talið frá vinstri: Einar,
Aðalheiður, Petrína, Pálína, Þorsteinn (efstur),
Svanberg, Skarphéðinn, Halldóra.
ins, sem náði því að koma að manni í sveitarstjórnina. Árið
1937 fluttist hún svo til Reykjavíkur með okkur yngstu
börnin. Hún fluttist til bróður síns, sem Sigurður hét. Hann
bjó á Klapparstígnum og starfaði sem beykir. Hann hafði
orðið fyrir því að missa konuna sína af barnsforum og stóð
uppi með nýfætt barnið en vantaði heimilisaðstoð svo hún
brá á það ráð að flytjast til hans með okkur yngstu börnin
og þetta leysti auðvitað málin fyrir þau bæði um sinn.
Þarna var hún í tvö ár, en þá tók hann upp sambúð við
konu og fluttist mamma þá nreð okkur í burtu og bjó nokk-
ur ár í Reykjavík. Þaðan fluttist hún svo til Hafnarfjarðar
og bjó þar lengst af síðan, utan þess að hún bjó um tveggja
ára skeið á litlu koti sem hún keypti úti á Álftanesi og hét
Tröð. Þar bjó hún með hænsni og kýr. Þá var ég orðinn svo
stálpaður að ég gat létt undir með henni og hjálpað til m.a.
við sláttinn en þá var allt slegið með orfi og þurrkað upp á
gamla mátann
I mínum huga er móðir mín ein af þessum hetjum hvers-
dagslífsins sem aldrei lét bugast af erfiðum aðstæðum né
lífskjörum sem í dag mundi bera marga einstæða móður
hélt fast í sína pólitísku skoðun allt til hinsta dags og var
ótrauð við að ganga fram fyrir skjöldu og tala máli þeirra
sem áttu undir högg að sækja. Lét hún sig þá einu gilda
þótt andstæðingarnir væru reyndir stjórnmálamenn, al-
þingismenn eða jafnvel ráðherrar.
Mér er minnisstætt að eitt sinn á unglingsárum inínum
fór ég með henni á framboðsfund sem stjórnmálaflokkarn-
ir héldu í barnaskólanum á Álftanesi. Þarna urðu talsverðar
sviptingar, enda voru saman komnir flestir af framámönn-
um flokkanna, ráðherrar og þingmenn. Þegar orðið var
gefið laust, kvaddi mamma sér hljóðs og hélt stutta tölu en
snarpa og talaði umbúðalaust. Að ræðunni lokinni gekk
hún út úr salnum og ég með henni. Þá kom í Ijós að ræða
þessi hafði hreyft svo við ræðumönnum og fundarboðend-
um að fundurinn leystist upp líkt og sprengju hefði verið
hent inn í salinn. Og hinir skeleggu ræðumenn stjórnmála-
flokkanna þyrptust til hennar og vildu fá að vita hver hún
eiginlega væri þessi óþekkta kona úr salnum, sem hefði
veitt þeim þessa ráðningu. Þá var mér nú dálítið skemmt.
Frásagnir af þessum fundi birtust í dagblöðunum og á ég
Heima er bezt 399