Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 5
Arni Gunnarsson:
Cæfan
hefur
verið
mér
hliðholl
Eitt af mörgu sem fylgirþví að búa á okkarfjöl-
menna höfuðborgarsvœði er að við erum sífellt
að mæta fólki sem við þekkjum ekki. Flest af
þessu fólki hverfur úr augsýn án þess að við veit-
um því nokkra athygli vegna þess að ekkert ífasi
þess né útliti vekur áhuga okkar. Dögum saman
mætum við fólki sem birtist og hverfur, líkt og
mynd á skjá, og líklega erum við flest í þessum
hópi sjálf þegar horft er með augum þeirra sem
við mætum. Svo kemurþað fyrir að allt í einu
mætum við manni eða konu, sem á einhvern hátt
sker sigfrá fjöldanum og myndþessarar persónu
situr eftir í huganum eftir að hún er horfin og
stundum endar þetta með því að við erum ekki í
rónni ogförum að leita eftir því hverþessi per-
sóna sé og reynum jafnvel að stofna til einhverra
kynna til að svala áleitinni forvitni okkar.
Með viður-
kenningu frá
Granda á
sjötugs-
afmælinu.
Rætt við Einar Magnússon,
fyrrverandi sjómann
Mig minnir að það hafi verið í Kolaportinu, þessari
Flóru mannlífsins í Reykjavík, sem ég fór að
veita athygli manni þeinr sem hér er tekinn tali og
leiddur fram fyrir lesendur þessa rits. Roskinn
maður, grannvaxinn, stæltur og kvikur í hreyfingum, hæglátur í
fasi en mikill á svip, með andlit likt og höggvið í stein.
Hann stóð þarna í einum sölubásnum og afgreiddi
harðfisk, hákarl og aðra skylda matvöru af þjóðleg-
um toga. Mér sýndist útlit mannsins gefa til kynna
að hann hlyti að hafa unr sína daga siglt einhverja
þá sjói mannlífs senr vert væri að fá einhverjar
fregnir af. Síðar bar þennan mann fyrir augu mér
á hinum ýmsu stöðum. Ég sá hann stjórna
róðrarsveit kvenna í kappróðri á Sjómanna-
daginn og síðan brá honum fyrir í sjónvarp-
inu þar sem hann var að leika sér við að leggjast
flatur á gólfið, setja fullt vatnsglas á kollinn á sér
og standa upp með það án þess að nokkuð haggaðist.
Þetta allt varð svo til þess að ég stóðst ekki mátið og
eitt sinn er ég var sem oftar staddur niðri í Kolaporti,
vék ég mér að honum þegar stund gafst frá afgreiðslu,
og fór þess á leit við hann að mega eiga við hann stutt
spjall um ævi hans og eftirminnileg atvik. Hann tók
Heima er bezt 397