Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 34
Elínborg Gísladóttir, sem áður hefur sent þættinum línu
og óskað eftir söngljóðum, segist alltaf biða með óþreyju
eftir næsta blaði af HEB.
Hún skrifar:
„Mig langar til að biðja þig um kvæðið „Stígur myrkur
á grund“, eftir Kristján Jónsson. Það eru svo mörg falleg
kvæði og ljóð eftir Kristján, þó hann yrði ekki gamall
maður, aðeins 27 ára. Það er ekki hár aldur“.
Hún bætir við þessum orðum:
„Hjartans þakkir fyrir þitt framlag og öll þín góðu og
fallegu orð.“
Bréfinu lýkur hún með vísu :
Þegar vetrar veðrin ströng
veikja kalið hjarta,
finn ég Braga frelsissöng
fœra mér vorsól bjarta.
En hér birtist hið ágæta ljóð eftir Kristján Fjallaskáld,
sem ber yfirskriftina „Heimkoma“. Ég lærði það ungur í
Skólaljóðum og söng með því lagi, sem margir vafalaust
kunna. Mér fannst ljóðið mjög auðlært. Það þarfnast ekki
skýringa, enda mjög ljóst orðað. Kristján var skáld fólks-
ins og söng sig inn í þjóðarsálina. Hér kemur þá kvæðið
Heimkoma:
Stígur myrkur á grund, hnígur miðsvetrarsól,
grimmleg myrkrún á fönnunum hlœr,
og í dynjandi hríð kveður draugaleg Ijóð
rómi dimmum hinn ískaldi blœr.
Yfir eyðilegt hjarn, þar sem engin vex rós,
gengur einmana halur um kvöld.
Langt er heimkynni að, því að heiðin er löng,
dynur hríðin svo bitur og köld.
Ekkert vísar á leið, engin varða er nær,
allt er voðalegt ferðlúnum svein.
Myrkri fyrir og hríð eigi faðmsbreidd hann sér
og hjá frostinu vægð er ei nein.
En hann glottir við tönn og um gaddfrosið láð
augum gætnum hann lítur með ró,
breytir stefnunni lítt, hefur storminn á hlið,
veður sterklega helkaldan snjó.
Heima lágum í bœ sitja Ijóstýru við
faðir Ijúfur og móðirin blíð,
vœnta sonarins heim; en um svellfreðið þak
dynur salar hin grimmúðga hríð.
Móðir hnípin við rokk situr hugdöpur mjög,
augum hvarflar að glugganum þrátt,
segir: “ Veðrið er hart, svo að varla má neinn
rata veginn um koldimma nátt. “
Svarar faðirinn stillt: „Það erfjúksamt og kalt,
en þó fært þeim sem karlmenni er.
Þegar ungur ég vai; hef ég annað eins reynt,
þá í óveðrum skemmti ég mér. “
Ungur svanni þeim hjá fagur situr og hreinn,
þungt og sorglega varpar hún önd,
veit, að mi er hann einn úti' í nákaldri hríð.
- Stýrir nálinni skjálfandi hönd.
Fast er stigið á grund, hurð er sterklega knúð.
Komin stríðinu hetjan er frá,
hefur sigraða þraut; kætast sorgþjökuð brjóst,
Ijómar sólfögur gleðin á brá.
Gleðjast ellimóð hjón, faðma ástríkan son,
vermir unnustan frostkalda mund.
Aldrei siklingur neinn hefur sinni í höll
lifað sœlli né fegurri stund.
Þetta ljóð telur 10 erindi. Vafalaust hitta margir eldri
lesendur HEB þarna gamlan og kæran vin.
Allir kannast við ljóðið Litla flugan, eftir Sigurð Elías-
son, tilraunastjóra á Reykhólum á Barðaströnd. Lagið er
eftir Sigfús Halldórsson. Ég birti hér ljóð eftir Vilhjálm
Sigurjónsson, ökukennara í Kópavogi (f. 1918), sem hann
orti undir lagboðanum eftir Sigfús og líkir eftir ljóði Sig-
urðar:
Ég legg mig oft og læt mig um þig dreyma,
í litla bœnum allt er kyrrt og hljótt.
Myndir af þér minningarnar geyma;
ég man þœr, finn þœr allar hverja nótt.
En ef ég ætla' að sofna sætt á daginn,
er sífellt fluga' að kitla nefið mitt.
Eg stekk á fœtur, flý um allan bæinn.
en flugan suðar stanslaust nafnið þitt.
Orðsendingar að síðustu: Getur einhver útvegað mér og
ritinu, ljóð, sem hefst þannig :
„I sumar fóru skátarnir í skemmtiferðalag“?
Einnig vantar ljóð, sem ijallar um vindlinga, viský og
villtar meyjar. Eru einhverjir til, sem gætu sent mér þessi
ljóð?
Ég hef komist að því, að ljóðið „Réttarsamba,“ við lag
Gunnars Guðjónssonar frá Hallgeirsey, muni vera eftir
Loft Guðmundsson, hið kunna skáld og rithöfund (1906-
1978). Biðst ég afsökunar á misherminu, en rétt skal vera
rétt!
Kær kveðja.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík.
Sími: 552-6826.
426 Heima er bezt