Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 20
Guðmundur
Sœmundsson:
Minningar bak við ár og
atburði norður í Olafsfirði
fyrir hálfri öld, eru grein-
arhöfundi stundum œrið
fastar í huga. Raunveru-
lega erþað undarlegt hve
margt það er í lífi manns
sem horfið er í jjarlœgð,
skuli taka á sig œvintýra-
blæ við upprifjun gamalla
Olafsfjörður
fyrr á árum
En víkjum að upphafinu, þeg-
ar ég flutti brott með fjöl-
skyldu minni úr Fljótum til
Ólafsfjarðar, þann 7. nóvem-
berárið 1950.
Seinnipartinn þann dag lögðum við
af stað á tveimur vörubílum frá Haga-
nesvík út yfir Lágheiði til Ólafsfjarð-
ar. Ég man að færðin var ekki góð.
Hinar bröttu brekkur beggja megin
heiðarinnar voru alsvellaðar og þrátt
fyrir að bilarnir væru með drifi á öll-
um hjólum og vel keðjaðir, sóttist
ferðin seint. Það var ævintýraleg sjón
að sjá Ijósahafið í Ólafsijarðarkaup-
stað blika undir dökkum himni norð-
ursins, milli snækrýndra brattra fjalla-
hlíða meðan bílarnir mjökuðust í átt
til bæjarins. Yfir þessu öllu saman
bylgjuðust bjartar norðurljósaraðir til
og frá um himinhvolfið með leiftur-
hraða. Þannig heilsaði Ólafsfjörður
okkur, bændafólkinu úr Fljótum, á því
herrans ári 1950.
Á þessum árum var Ólafsfjörður
bæði sjávarpláss og landbúnaðarhér-
að, eins konar heimur út af fyrir sig,
girtur háum fjöllum, einangraður, en
urn margt sjálfum sér nægur. Hvað
gerðist handan fjallanna skipti íbúana
ekki megin máli, því margir þeirra
þekktu lítið annað en það sem þeir
bjuggu við. Þó barst bergmál um-
heimsins af og til inn í byggðarlagið,
minninga, eins og stund-
irnar sem við leikfélag-
arnir áttum saman norður
við ysta haf á þessum
árum.
Sautjándajúnínótt
í Ólafsfirði 1954.
Miðhluti
bœjar,
sumarið
'48