Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 13
næsta bæ. Annar þeirra kom á vettvang srax en hinn
nokkru síðar eftir að hafa komið boðum til bæjanna í sveit-
inni. Ég tók síðan til við að leysa nautgripina og koma
þeim út úr íjósinu með hjálp húsfreyjunnar, en bóndinn
hafði fengið eitthvert taugaáfall og æddi bara í kringum
brennandi bæinn.
Ég hleypti kindunum út úr ijárhúsinu og var að hamast
við að koma nautgripunum þar inn þegar liðið úr sveitinni
kom á vettvang og lauk við verkið. Þá var íbúðarhúsið að
mestu brunnið til kaldra kola og hef ég ekki séð hús brenna
á jafn skömmum tíma. Ég var í buxunum einum fata þarna
í frostinu og þegar öllum þessum atgangi lauk fór ég fyrst
að finna fyrir kulda og setti þá að mér skjálfta. Ég var drif-
inn inn í bíl og ekið heim að næsta bæ þar sem ég var dúð-
aður undir sæng og gefið viskí í heitu vatni. Ég náði mér
fljótt og varð ekki meint af.
Nokkrar ferðir fór ég norður í Árneshrepp fyrir Þorvarð
bónda á vörubíl sem hann átti til að sækja rekavið sem
bændurnir á Gjögri höfðu sagað niður og selt honum. Það
var alveg ofboðslega skemmtilegt og eftirminnilegt að
kynnast þessu ágæta fólki sem þama bjó og því umhverfi
sem það lifði í.
Eitt sinn lenti ég þarna á balli síðsumars og það var nú
dálítið sögulegt. Það hafði verið pöntuð hljómsveit úr
Reykjavík og keypt undir hana flugvél. Hljómsveitin var
mætt þarna að áliðnum degi en eitthvað hafa blessaðir
mennirnir misskilið það hvetjum þeir áttu að skemmta, því
um kvöldið þegar ballið átti að byrja voru allir meðlimir
hljómsveitarinnar orðnir ófærir af drykkju og einhveijir
voru sofnaðir víndauða. En allt leystist þetta þó farsællega.
Ég hafði haft munnhörpuna mína meðferðis og þarna í
sveitinni var rnaður sem átti gítar sem hann hann lék á. Það
varð úr að hann sótti gítarinn og ég tók fram munnhörpuna
og þarna lékum við svo fyrir dansinum sem dunaði ffam
undir morgun og allir skemmtu sér hið besta.
Hjá Bæjarútgerðinni og Granda var ég í 23 ár að með-
töldum þessum skammtímafríum í Miðfirðinum. Ég tók
virkan þátt í því félagslífi sent þarna var stundað, m.a.
stjómaði ég kappróðrarsveitum á Sjómannadaginn í 20 ár.
Sveitin vann marga verðlaunabikara sem geymdir eru hjá
fyrirtækinu. Á Sjómannadaginn nú í sumar var ég svo
heiðraður fyrir þetta með fallegum eignarbikar sem fúlltrúi
Sjómannadagsráðs afhenti mér við þessa venjubundnu at-
höfn á Geirsbryggjunni.
Þótt ég stundaði aldrei íþróttir af neinni alvöm nema
svolítið knattspyrnu á yngri árum, þá hef ég gaman af að
fylgjast með öllu slíku, sérstaklega boltanum og fer á alla
leiki sem ég kemst á. Ég tók nokkrum sinnum þátt í hlaup-
um á Sjómannadaginn og keppti þá í sveit Granda. Þaðan á
ég líka nokkra verðlaunagripi því ég var býsna sprækur
hlaupari.
Svo hafa margir haft gaman af að sjá þennan leik minn
með vatnsglasið, sem ég var fenginn til að sýna í sjónvarp-
inu. Þetta bytjaði þannig að ég var staddur norður í Mið-
firði um áramótin. Þar átti ég marga góða kunningja og við
komum nokkrir saman á gamlárskvöld á Bjargi, þar sem
einn þeirra bjó. Við vorum eitthvað að fá okkur í glas og
biðum eftir að komast á ballið úti á Hvammstanga, en það
átti að bytja kl. 12. Allt í einu dettur mér í hug að fylla glas
af vatni, setja það á gólfið og svo leggst ég flatur fyrir
framan það og fer að koma því fyrir á hausnum á mér.
“Hana, nú er Einar orðinn vitlaus”, segja strákamir. Svo
kemur að því að ég finn að glasið stöðvast og þá fer ég að
fikra mig á ijóra fætur og stend loksins upp með glasið á
hausnum. Þeir urðu alveg agndofa og spurðu hvemig mér
hefði dottið þessi vitleysa í hug. “Þið voruð bara orðnir svo
leiðinlegir að mér fannst ástæða til að ég færi að snúa at-
hyglinni að mér”, svaraði ég. Þetta hef ég oft leikið síðan
og sárasjaldan misst glasið. Svo hef ég oft prófað að leggj-
ast niður aftur með glasið og það hefúr tekist býsna oft. Ég
geri ráð fyrir að halda þessum leik áfram á meðan ég get.
Það er mikilvægt að halda sér í formi á meðan nokkur
kostur er og heilsan leyfir.
Eg tók oft eftir því á meðan ég vann við höfnina að þar
voru á rölti rosknir menn sem virtust vera búnir að týna
öllum áhuga fyrir lífinu og lífsleiðinn var teiknaður utan á
þá. Ég tók þá ákvörðun þá að þetta skyldi ég ekki láta
henda mig. Svo er það einn dag skömmu eftir að ég hætti
hjá Granda vegna aldurs, að ég rölti inn í félagsmiðstöðina
í Gerðubergi. Þá er þar roskinn maður, Benedikt að nafni
og hann er að spila á harmoniku. Ég fer að hlusta á hann
og allt í einu skýtur þeirri hugmynd niður í kollinn á mér
að rölta til hans og segja honum frá að ég eigi munnhörpu
heima og nú skuli ég ná í hana og svo ættum við að prófa
að taka lagið saman. Nú, hann var til í þetta og í stuttu máli
þá fannst öllum þetta ganga svo vel að nú hefur þetta þró-
ast svo að þarna er komin nokkuð fjölmenn hljómsveit
með hinum ýmsu hljóðfærum. Við þetta bættist svo söng-
hópur, sem byrjaði sem kvartett og þar syng ég líka ásamt
öðrum karli og tveimur konum. Stjórnandinn er Kári Frið-
riksson píanóleikari, flinkur og stórskemmtilegur náungi.
Við höfum starfað saman á þriðja ár og verkefnin eru næg.
Við syngjum á skemmtunum eldra fólks bæði á sjúkra-
stofnunum og víðar. Þá syngjum við allt upp í fjórum sinn-
um í viku við morgunguðsþjónustur sem haldnar eru í
kapellum sem borgin hefur látið setja upp, á einum 16
stöðum. Auk þess höfúm við verið pöntuð til að koma
ffam á hinum og þessum stöðum og höfúm ferðast um
mestallt landið með þessi skemmtiatriði okkar. Þetta er
góður hópur og ég mun starfa með honum á meðan heilsan
endist.
í dag bý ég einn í lítilli íbúð sem ég á í Breiðholtinu. Ég
hef tvívegis verið giftur og er fráskilinn. Ég eignaðist eina
dóttur í hvoru þessara hjónabanda og þær eru báðar búsett-
ar og starfandi erlendis í dag. Fyrir hjónaband eignaðist ég
son sem lengi hefúr verið starfandi á Keflavíkurflugvelli.
Ég held sambandi við þessi böm min og einsemdin htjáir
mig ekki á meðan ég hef næg hugðarefni að starfa við og
þar að auki hef ég nóg að gera um helgar í Kolaportinu en
þar hef ég staðið í sölubásum næstum því frá upphafi, eins
og ýmsir munu kannnast við.
Heima er bezt 405