Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 37
11. kafli Gríma haustsins er byijuð að falla á blómstur jarðar. Á Lyngheiði er hey- skap lokið og kaupafólkið horfið á braut eins og vorboðinn ljúfi og þögn ríkir þar sem hann söng um sumar- kvöldin löng. Feðgamir eru að ljúka við að tyrfa stóra heyfúlgu út við fjár- húsin. Sumarið hefúr verið bóndanum gjöfult og heyforðinn mikill og kjam- góður. Matthías gengur endanlega frá síðustu torfúnni og strýkur svita af enni sér. -Jæja þá er þessu lokið, segir hann fegins rómi og lítur á son sinn. -En hér á bæ þarf víst að huga að ýmsu fleiru á komandi haustdögum, bætir hann við og hallar bakinu upp að heyfúlgunni. Pétur Geir þrífur kring- um heystæðið eftir tyrfinguna og gengur frá, því snyrtimennska er hon- um í blóð borin. Svo svarar hann föður sínum. -Já, bústörfin taka við hvert af öðru. En hafðir þú eitthvað sérstakt í huga pabbi? spyr hann. -Já, ég hafði það nú, - svarar Matthí- as. - Hugborg hefur staðið sig með mikilli prýði á þessu sumri, sinnt kornabami unnið öll innanbæjarstörf og annast sjúka móður þína, hún er þó ekki nema unglingur að árum. Finnst þér ekki að við ættum að ráða hingað aðstoðarstúlku fyrir haustannirnar til þess að létta undir rneð henni? -Jú, að sjálfsögðu pabbi og þó fyrr hefði verið, - svarar Pétur Geir. -En það er gott að Hugborg er búin að sanna mannkosti sína fyrir ykkur mömmu. Hvar hefúr þú hugsað þér að bera niður? -Ja, ég á erindi inn á Brimnes mjög bráðlega, ætli ég leiti ekki fyrst fanga þar, svarar Matthías. - Lýst þér ekki vel á það, góði minn? -Jú, því ekki, svarar Pétur Geir. - En ætlarðu ekki að segja mömmu og Hugborgu frá þessu áður en þú ræður stúlku hingað? Eg býst við því að mömmu líki það betur að hún sé höfð með í ráðum. -Já, ég ætti að kannast við þá stað- reynd, svarar Matthías. - En ég vildi byrja á því að reifa þetta við þig, Pétur Geir, þó ég efaðist ekki um svar þitt, bætir hann við og þeir fella talið. Frágangur heyforðans er í höfn og feðgamir halda til annara starfa. Hug- borg hefúr lokið við að baða son sinn og vagga honum í svefn. Hún ætlar að líta inn til Ástríðar áður en hún snýr sér að búverkum og vita um líðan hennar. Ástríður situr framan á rekkju sinni með hárgreiðu í hönd og tár hrjóta ótt og títt eins og hagl niður kinnar hennar. Hugborg gengur til húsfreyjunnar og spyr þýðlega: -Get ég eitthvað hjálpað þér Ástrið- ur? -Já, þú getur það. Ég orka ekki leng- ur að lyfta höndunum upp að höfðinu til þess að greiða hár mitt. Þetta versn- ar stöðugt, svarar Ástríður grátklökk og réttir Hugborgu hárgreiðuna. -Ég skal greiða og flétta hár þitt Ástríður, hvenær sem þér hentar, segir Hugborg hlýtt og hughreystandi. -Þú lætur mig bara vita. Hún rekur sundur langar, þykkar fléttur húsfreyjunnar, greiðir hárið og fléttar mjúkum öruggum handtökum, svo vefúr hún fléttumar í krans um höfuð henni, nær í spegil, sem hangir á vegg í hjónaherberginu og sýnir Ástríði hvernig haddurinn skartar á höfði hennar en frá unga aldri hefur hárið verið mesta prýði Ástríðar og er enn. -Þetta fer vel, þakka þér fyrir, Hug- borg, mælir húsfreyjan óvenju mildum rómi. - Ég get víst aldrei framar greitt mér. Hún varpar öndinni þunglega og þerrar augun. -Við megum ekki missa vonina Ástríður, svarar Hugborg uppörfandi og hengir spegilinn á sinn stað. Hún minnist þess ekki að hafa áður hlotið þakkarorð frá húsfreyjunni fyrir unnið verk og þetta gleður hana. -Sefur drengurinn? spyr Ástríður og rís úr sæti. -Já, svarar Hugborg. - Hann er ný- sofnaður eftir baðið. -Má ég setjast inn hjá honum stund- arkorn? Spurning Ástríðar hljómar eins og bæn. - Ég skal ekki vekja hann. -Já, að sjálfsögðu máttu það Ástríð- ur, þú ert ekki óvön því að sitja hjá honum sofandi, svarar Hugborg glað- lega og þær ganga saman til baðstofú. Drengurinn rumskar ekki við komu rnóður sinnar og ömmu, en bros leikur um andlit hans í svefninum. Hugborg býður húsfreyjunni sæti á rósmáluðu kistunni sinni en aldrei slíku vant sest Ástríður ekki strax heldur virðir fyrir sér rósimar sem skreyta kistulokið, eins og hún hafi ekki séð þær fyrr. -Er þessi kista forn ættargripur? spyr hún og strýkur yfir rósirnar skjálfandi hönd. -Mamma mín fékk kistuna frá móð- ur sinni, ég er þriðji ættliðurinn sem eignast hana, mér vitanlega, svarar Hugborg. - En frá aldri hennar kann ég ekki að greina. -Kistan hlýtur að vera orðin nokkuð gömul, þetta er kjörgripur, segir Ástríður með undraverðum áhuga fyr- ir kistunni. Hugborg minnist nú skyndilega gömlu bókarinnar sem kistuhandraðinn hefur að geyma. Hvaða augum skyldi Ástríður líta á það ættardjásn og Hugborg segir: -í þessari kistu er fólginn dýrgripur sem ég eignaðist með henni og aldrei verður metinn til ijár. -Hvað ertu að segja! Ætlarðu að leyfa mér að sjá hann? spyr Ástríður forvitin. -Já, það vil ég gjaman, svarar Hug- borg alúðlega. Hún opnar kistuna og tekur gömlu Biblíuna upp úr handrað- anum. Svo lokar hún kistunni aflur og Ástríður sest nú loks á rósmálaða kjör- gripinn. -Áttir þú við þessa fomfálegu bók? spyr Ástríður vonsvikinni röddu, hún bjóst við einhverju allt öðru upp úr kistuhandraðanum. -Já, þetta er ættardjásnið mitt, svarar Hugborg lotningarfúllum rómi. Bókin var mikið lesin á heimili for- eldra minna og þá orðin mjög slitin en í fullu gildi. -Er þetta einhver postilla? spyr Ástriður dauflega. Hugborg opnar bókina og sýnir Ástríði titilblaðið, sem ber bókarheitið og útkomuártal hennar. -Biblía, og sú er komin til ára sinna! segir Astríður og áhugi hennar fyrir fomgripnum er vakinn á ný. - Kannt þú að lesa svona gamalt letur Hug- borg? spyr hún. -Já, nokkum veginn, ég nam það við Heima er bezt 429

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.