Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 25
OG BRENNISTEINSVINNSLA ísland er fremur snautt af málmum og öðrum nýtan- legum jarðefnum sem til hagsbóta geta orðið. Eitt efni hefurþó verið grafið hér úr jörð um aldaraðir og ver- ið talsvert verðmœtt sem útflutningsvara, en það er brennisteinn. Sú var tíðin að karlar sáust teyma lang- ar lestir klyfjahesta eftir krókóttum götutroðningum og voru þeir þá að flytja brennistein frá Ktýsuvík eða Brennisteinsfjöllum til skips í Hafnarfirði eðafrá námum í Mývatnssveit og Þeistareykjum til hafnar á Húsavík. En nú er brennisteinn ekki lengur unninn hér á landi, því að markaður fyrir hann er ekki svo hagstœður að slíkt svari kostnaði. Elsta heimild um útflutning á brennisteini héðan er frá 1279, en þar segir frá því að erkibiskupinn í Niðarósi keypti þetta efni sem þá var orðin talsvert eftirsótt vara. Landið var þá fyrir skömmu komiö undir Noregs- konung og reyndi konungur í ítrekuð skipti að sölsa þessa verðmætu vöru undir sig. Honum tókst samt ekki að ná einkarétti á þeim viðskiptum og var verslun með brennistein frjáls fram á 16. öld. Eftirspum eftir brenni- steini fór vaxandi á 15. öld, því að hann var nauðsynlegur til að fram- leiða púður sem hafði verið fundið upp fyrir nokkru. Byssur voru þá teknar að leysa bogana af hólmi og mikil þörf fyrir byssur og púður í styrjöldum sem sífellt voru í gangi hér og þar í heiminum. Talið er að fallbyssur hafi í fyrsta sinn verið not- aðar í stríði í orrustunni við Crecy árið 1346. Þessi eftirspum eftir brennisteini mun hafa orðið hvað mest á 16. öld og má þá heita að verið hafi blómaskeið í vinnslu og verslun á þessari vöru. Árið 1506 var verðlagið þannig að tunna af óþvegnum brenni- steini var lögð að jöfnu við mjöltunnu. Mun meira fékkst fyrir hann þveginn og mest, ef hann var bræddur, því að tunna af bræddum brennisteini var metin á þijár mjöltunnur. En þótt hollenskir og þýskir kaupmenn sem einkum fengust við þessi viðskipti borguðu vel fyrir hráefnið þá græddu þeir samt einhver ósköp á versluninni. Síðar voru það einkum danskir sem náðu viðskiptun- um undir sig að mestu leyti. Danakonungar áttu mjög í styrjöld- um á fyrri hluta 16. aldar og voru því í miklum ijárhagskröggum. Reyndu bæði Kristján 2. og Kristján 3. að selja eða veðsetja ísland til að afla sér ijár og auglýstu þá mjög brennisteins- vinnsluna til að gera landið girnilegra. En þrátt fyrir það bitu hvorki Hinrik 8. né aðrir á agnið. Konungur Sví- þjóðar fékk samt áhuga á landinu vegna brennisteinsins og bauðst til að taka það undir sinn verndarvæng árið 1567, en því tilboði var ekki sinnt, enda sýndi Danakonungur vaxandi áhuga á þessu efni um þær mundir. Þannig mun Friðrik 2. hafa áskilið sér einkarétt til verslunar með brennistein af íslandi árið 1560. Var þá komið upp hreinsistöð fyrir þessa vöru í Kaupmannahöfn og jafnframt krafðist konungur forkaupsréttar á lýsi frá Noregi og íslandi til að nota við kynd- ingu til bræðslu á brennisteini. Á þeim árum seldu þeir bræður Nikulás í Reykjahlíð og Vigfús í Ási Þor- steinssynir konungi Fremri námur, Reykjahlíðarnámur og Kröflu og voru þessir staðir síðan lengi í konungs- eign. í lok 16. aldar tók verðlag á brenni- steini að lækka, en engu að síður hélt Heima er bezt 417

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.