Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 24
gaman, en ævintýrið hélt áfram. Um miðjan maí fór vertíðarfólkið að streyma heim aftur og brugðu þá margir sér í alls kyns leiki, einkum fótbolta á sandströndinni sem þá var inni í höfninni en er nú horfin. Og svo hófust róðramir á trillunum. Allt sum- arið var sótt af kappi á miðin. Förinni var kannski heitið vestur með Hvann- dalabjargi, austur að Gjögrum eða jafnvel alla leið fram að Grímsey. Hinir andstuttu skellir mótoranna bergmáluðu milli íjallanna dag og nótt og urðu hluti af tilverunni í plássinu. Mér lætur enn í innri eyrum hinn þungi ymur vélarhljóðsins frá því ég var þátttak- andi í þessu ævintýri og enn stendur mér fyrir hugskotssjónum minningin frá því að standa baujuvakt um borð í bátnum, í logni og miðnætursól á norðlenskum firði, það gleymist seint. Eftir hávaða og fyrirgang sumarsins kom aftur kyrrstaða hversdagslífins og bátunum var ennþá einu sinni ráð- ið til hlunns á malarkambinum milli hafnargarðanna í Ólafsfirði og biðu næstu sumarvertíðar, en karlarnir sett- ust að spilaborðinu og sama hringrás mannlífsins í bænum endurtók sig aft- ur. Þegar ég hafði lokið þeirri skóla- göngu í Ólafsfirði sem staðurinn bauð upp á, fór ég suður eins og hinir. Það vará köldum janúarmorgni árið 1955, sem ég fleygði töskunni minni upp á vörubílspall Kaupfélagstrukksins, sem hann Magnús Ingimundar ók út á hafnargarðinn þar sem Drangur beið hópsins. Mér er ennþá í fersku minni þessi dagur fýrir hálfum fimmta áratug, þegar ég sveiflaói pjönkum mínum upp á bílpallinn eftir að hafa kvatt fjölskylduna i litla húsinu við Aðal- götuna og hvernig öll hin húsin voru dökk í dimmunni nema þar sem bjarminn frá götuljósunum sló glitr- andi rákum yfir snjóruðninginn beggja megin götunnar. Bíllinn hoss- aðist í ójöfnum slóöarinnar þessa ézL Þetla spœnska fisktökuskip rak upp á gamla fótboltavöllinn okkar strákanna, sandströndina inni i höfninni, í aftaka veóri I7.júní 1959. Einn þríburanna (Goðafoss) á strandstað við Ósbrekkusand í lok sjöunda áratugarins. Skipið náðist út. venjulegu leið út á hafnargarðinn. Það var ekki fyrr en landfestum var sleppt og Drangur bakkaði út úr höfninni, sem ég raunverulega skynjaði aó ég var að slíta mig frá mínum nán- ustu, frá hinu áhyggjulausa lífi æskuáranna. Um stund fann ég glöggt hve það var erfitt. Samt hafði ég þráð þetta. Undarlegt hvemig sumar óskir geta rætst. Fyrir nokkrum mánuöum var ég bara strákur í skóla en nú fannst mér ég vera oróinn fullorðinn maður á leið í nýtt umhverfi. Brátt veltist Drangur í krappri öldu og éljagangi þar sem ég stóð á skipsfjöl og horfði á bæj- arljósin í Ólafsfirói hverfa í dökkva skammdegisins við ysta haf. raflfe Ólafsjjörður nútímans, og eins og sjá má er komin þar varanleg höj'n. Vélbátar við gömlu bryggjuna á áttunda áratugnum. 416 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.