Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 26
vinnsla og verslun áfram. Á 17. öld
var Vísi-Gísli eða Gísli Magnússon,
sýslumaður á Hlíðarenda, mikill
áhugamaður um þessa starfsemi eins
og mörg önnur framfaramál þjóðar-
innar. Hélt hann einkaleyfi á brenni-
steinsnámi í rúma tvo áratugi um og
upp úr miðri öldinni. í annálum segir
frá því 1670 að hann hafi farið norður
með 33 hesta lest til að sækja brenni-
stein. Á leiðinni gerði fjúkhríð á lest-
ina og drápust flestir hestanna, en
menn komust af með naumindum.
Munu það hafa orðið endalokin á um-
svifum Gísla á þessum vettvangi.
Á 18. öld var það eitt af áhugamál-
um Skúla fógeta að hefja brenni-
steinsvinnslu og verslun til vegs og
virðingar. Á vegum Innréttinganna
hófst því námugröftur og reistar voru
hreinsistöðvar i Krýsuvík 1753 og á
Húsavík 1761. Vinnslan í Krýsuvík
lagðist af eftir rúman áratug vegna
hráefnisskorts, en hélt áíram fyrir
norðan til 1845. Á Þeistareykjum var
reist hús yfir starfsmenn í námunum
sem stóð þar fram til 1880, er það var
selt á uppboði og síðan rifið. Á síðari
hluta 19. aldar hófu nokkrir Englend-
ingar brennisteinsnám í Brennisteins-
Qöllum á Reykjanesi og víðar, en það
stóð ekki lengi og bar sig víst aldrei.
Loks vaknaði áhugi manna á þessari
starfsemi á 20. öld og var þá stofnað
fyrirtækið íslenska brennisteins-
vinnslan h/f árið 1939. Var þá reist
verksmiðjuhús við Bjarnarflag og ein-
hver starfsemi hafin. En minna varð
úr en áætlað var og gáfust menn brátt
upp við reksturinn, þar sem sýnt þótti
að hann stæði ekki undir sér. Hefur
síðan ekki verið sinnt um brenni-
steinsvinnslu hér á landi.
Um brennistein er það að segja að
hann er frumefni og heitir á latínu
sulphur. Frá því heiti er komið ein-
kennistáknið S fyrir þetta efni á máli
vísindanna. Brennisteinn er fast,
krystallað og stökkt efni, gult að lit og
leysist ekki upp í vatni. Bræðslumark
brennisteins er 115 gráður C og
kviknar í honum við 250 gráður og
brennur hann þá með bláum loga.
Brennisteinn gengur auðveldlega í
samband við önnur efni. Eitt slikt
efnasamband er brennisteinsvatnseíni
sem finnst við hveri og laugar. Það er
litlaus og eitruð lofttegund sem lyktar
afar illa. Slíkt efni blandast, til dæmis,
saman við vatnið í Jökulsá á Sól-
heimasandi í svo miklu magni að það
verður illa þeljandi. Af þessari lykt er
dregið nafnið Fúlilækur á ánni.
Brennisteinssýra er annað efnasam-
band. Sýra þessi er vatnstær, þykkur
og mjög eitraður vökvi, sem nýtist í
ýmsum iðnaði.
Brennisteinn finnst víða í jarðlög-
um og þá sjaldnast í hreinu formi. Er
hann þá skilinn ffá öðrum efnum með
bræðslu og eimingu. Ymislegt gagn
má hafa af brennisteini og er hann, til
dæmis, notaður gegn jurtasjúkdóm-
um. Þá er hann hafður til að þétta
samskeyti á jámrörum og til að festa
jámstólpa í steina. Lengst og mest var
hann þó notaður til púðurgerðar, því
að hann var um aldir aðalefnið í
svarta púðrinu. Á síðari tímum er
hann mjög nýttur til eldspýtnagerðar
og til þess að herða kátsjúk og fram-
leiða úr því gúmmí eins og það sem
notað er í hjólbarða og fleira. Af
þessu má ráða að brennisteinn er til
margra hluta nytsamlegur og má vera
að þeir tímar komi að hagkvæmt þyki
að heija að nýju brennisteinsvinnslu
hér á landi. Nú á dögum mun þetta
efni helst unnið á Sikiley og víðar á
Ítalíu sem og á nokkrum stöðum í
sunnanverðum Bandaríkjum Norður-
Ameríku eins og í Texas og Kalifom-
Ágætu lesendur
Ég heiti Sigurður Ægisson og er guðfræðingur og þjóðfræðingur að
mennt og er um þessar mundir að vinna að bók um íslensku fuglana í
þjóðtrúnni. Ég hef síðastliðin fimm ár viðað að mér töluverðu efni úr
tímaritum og bókum héðan og þaðan, jafnt íslenskum sem erlendum, og
þ.m.t. íslenskum þjóðsagnabókum, en mig grunar að ennþá sé margt í
leynum einhvers staðar, og þá ekki hvað síst í ævi- eða byggðasögum,
eða í hugurn þeirra sem eldri eru og muna eftir einhverju slíku tengdu
hinum fiðruðu vinum úr heimahögunum. Mér datt því í hug að fá að
senda út nokkur orð með tímaritinu Heima er bezt, til að athuga hvort þið
kynnuð að hafa vitneskju um þjóðtrú í sambandi við fugla, annað hvort í
bókum, eða þá frá fyrstu hendi.
Ég er ekki á höttunum eftir líffræðilegum atriðum, heldur nánast öllu
öðru, s.s. upplýsingum um fuglana sem veðurvita, sumarboða, feigðar-
boða o.s.frv. Einnig vantar mig að finna ljóð og sagnir um þessa fugla.
Getur einhver hjálpað mér?
Með Jyrirfram þökk og bestu kveðjum.
Sigurður Ægisson,
Kambsvegi 20,
104 Reykjavík.
418 Heima er bezt