Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 9
Nokkur af róðrarliðunum sem ég
stjórnaði jyrir Granda.
I skips en hinir skipstjórarnir. Hann var bara ekki með neinn
óþarfa hamagang því litlu skipti með þetta vegna þess að á
þessum tíma var “róið eftir merkjum”, þ.e. enginn gat lagt
í róður fyrr en eftir að merki hafði verið gefið og þá fyrst
mátti setja stefnuna fram á miðin og auðvitað voru vélarn-
ar keyrðar til hins ítrasta því allir vildu ná bestu lögninni.
Eitt atvik er mér þarna minnisstætt. Þegar verið var að
búast til róðursins eitt kvöldið var veður vaxandi og ég
man að ég varð að skríða fram bryggjuna með síðasta
bjóðið og það var með herkjum að allir komust um borð.
Einhverjum af skipstjórunum leist ekki á veðrið og hættu
við. Það var talsverður slampandi á útstíminu og nokkuð
frarn á flóann en dró úr veðri er á daginn leið. Það var róið
vestur undir jökul og þegar þangað var komið og farið að
leggja línuna var komið besta veður sem hélst allan þann
dag. En um kvöldið þegar fiskinum hafði verið landað og
búið að gera klárt til næsta dags tilkynnti Olafur skipstjóri
að ekki yrði róið að morgni. Þetta fannst okkur undarlegt
háttalag, enda reru allir hinir og lögðu af stað í blíðuveðri.
En er á daginn leið fór vindur ört að vaxa og lauk með
slíku stólparoki að flestir bátarnir misstu meira og minna
af línunni og máttu kallast heppnir að komast slysalaust í
höfn.
Þegar Ólafur hætti með Ásgeir tók við af honum skip-
stjóri frá Eyjum sem Karl hét og var Sigurðsson að mig
minnir. Alveg prýðismaður.
Svo var það eitt sinn í stríðslok og Ásgeir var tekinn í
slipp til einhverrar stærri skveringar, að ég réði mig tíma-
bundið í afleysingu á Skeljung sem flutti olíu á hafnirnar
við ströndina. Þetta urðu nú ekki nema tveir túrar, því
| seinni túrinn varð býsna sögulegur þó ekki sé fastar að orði
mig allt of ungan þarna á dögunum. “Ekkert röfl, það er
nóg af skóflum niðri og þú skalt bara koma þér niður í
hvelli og byrja”. Eg lét auðvitað ekki standa á mér þegar
svona var komið og skellti mér í lestina með það sama.
Þetta var bæði erfið og sóðaleg vinna en ég lét það ekki á
mig fá og gerði mitt besta. Þarna voru auðvitað þraut-
jojálfaðir vinnujaxlar sem litu svona grænjaxla eins og mig
hálfgerðu hornauga. En ég setti mér það að halda í við þá
eftir bestu getu og árangurinn varð sá að eftir þetta mátti ég
helst ekki láta sjá mig á uppskipunarbryggjunni án þess að
eiga von á að vera kvaddur til vinnu. Þetta var auðvitað
ágætt þangað til ég fór að stunda sjóinn frá verbúðunum og
landlegur komu. Þá varð ég eiginlega að varast að láta sjá
mig þarna ef uppskipun var í gangi því ef verkstjórinn kom
auga á mig vildi hann senda mig tafarlaust niður í lest. En
auðvitað var maður nú ekki ævinlega ginkeyptur eftir lang-
ar tarnir á sjónum.
Ég var sjómaður um nokkurra ára skeið og lengst á hon-
um Ásgeiri frá Reykjavík. Þá bjuggum við nokkrir af
skipshöfninni í verbúðunum við bátahöfnina og höfðum
mötuneyti með ráðskonu og öllu tilheyrandi. Skipstjórinn
sem ég byrjaði hjá og reri lengst með, hét Ólafur Guð-
mundsson og átti heima í Þingholtunum. Sumir kölluðu
hann Ólaf lata vegna þess að hann kom stundum seinna til
Heima er bezt 401