Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 32
hestar ekki borið yfir há fjöll. Eina ráðið væri að fletta stærstu trjánum og bolta síðan saman á byggingarstað. Klenz sagði það kosta 250 krónur og kostaði brúin þá 1900 krónur. Þegar smíðinni var lokið sendi Tryggvi brúna til Seyð- isfjarðar, ókeypis með Gránufélagsskipi. Mánuði síðar fór hann heim með póstskipi og hitti þá sýslumennina í Múlasýslum, þá Einar Thorlacíus og Jón Asmundsson. Sagðist hann gefa brúna eins og hún lægi á Vestdalseyri, ef sýslubúar flyttu hana að brúarstæðinu við Eyvindará og kæmu henni á ána. Lagði hann áherslu á að fljótt yrði hafist handa. Að svo búnu fór Tryggvi norður og var þar um sumarið. Um haustið kom hann aftur til SeyðisQarðar. Sá hann þá að brúin var þar ennþá og hafði sjór tekið nokkuð af brúarefninu og borið á íjörur út með firðinum. Lét hann safna því saman og fannst það allt. Tryggvi skrifaði sýslumönnunum og sagði þeim að hann tæki gjöfina aftur ef þeir yndu ekki bráðan bug að því að koma brúnni upp. Tryggvi fór síðan til Kaupmannahafnar og var þar um veturinn. Þegar hann kom til Seyðisfjarðar um vorið lá allt brúar- efni þar enn. Skrifaði hann þá sýlsumönnunum að nýju og sagðist taka gjöfina aftur og flytja brúna norður og setja hana á Fnjóská. Skrifuðu sýslumennirnir Tryggva aftur og báðu hann að gera það ekki. Lofuðu þeir að brú- in skyldi komin upp þetta ár og gerði Tryggvi ekki alvöru úr því að taka brúarefnið. Hann var fyrir norðan um sumarið, en um haustið þegar hann kom aftur á Seyðisfjörð, var brúarefnið allt óhreyft þar enn. Tryggvi hitti Thorlacíus sýslumann og sagði að nú væri fullráðið að hann flytti brúarefnið norður og setti á Fnjóská. Thorlacíus lét þá senda eftir Jóni sýslumanni á Eskifirði. Lögðu þeir báðir fast að Tryggva að gera sýsl- unni ekki þá skömm að taka brúna. Lofuðu þeir að koma brúnni upp næsta ár. Tryggvi sagðist ekki trúa þeim leng- ur, en sagðist trúa Otto Wathne ef hann lofaði að sjá um flutninginn. Var þá Wathne sóttur og tók hann að sér verkið. Flutti hann allt brúarefnið á Héraðssand. Þaðan var því ekið um veturinn á ísi eftir Lagarfljóti til Eyvind- arár. Þegar Tryggvi kom frá Kaupmannahöfn vorið 1880, var brúarsmíðinni að ljúka. Uppsetningu á brúnni önnuðust Breiðdælingarnir Þor- grímur Jónsson snikkari frá Gilsá og Magnús Magnússon frá Eydölum. Heimildir: Æviminningar Tryggva Gunnarssonar, sérprentun úr Timan- um 191S. Vegagerð og brúarsmíð i Múlasýslum, frá 19. öld til 19H4, eft- ir Helga Gislason. Múlaþing nr. 15, árg. 19H7. Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Kviðlingar/jL, og pfg kvæðamál JS 91. þáttur Komdu nú að kveðast á... Fyrri hluti: Vísnamál Kristján Árnason var fæddur 14. mars 1929 að Skarði í Lundareykjadal en hefur búið síðustu árin á Skálá í Sléttuhlíð. Hann hefur ort margt um dagana og við hefj- um þáttinn á nokkrum vísna hans: Flugið mikla Út í æskuvorið eitt sinn glaður flaug. Vonin, þrekið, þorið þöndu hverja taug. TilJjalla himinhárra var heitið þeirri ferð. í bliki loga blárra þau birtast undraverð. Hann fölnar bláminn fjalla sé farið þeim í mót. Þau missa ímynd alla - aðeins grá og Ijót. Hinn þandi vœngur þreytist við þrotlaust láréttflug. Í rökkur birtan breytist, það brestur þrek og dug. Svo þegar kvöldið kemur, þú kannar myrkvuð svið. Við alvald enginn semur um að snúa við. Yfir auðar lendur eigra minningar. Ekkert eftir stendur. Einu sinni var. Áskorunin í 89. þætti vörpuðum við fram áskorun til lesenda í formi kaffivísu eftir Kára Kortsson, er var þannig: 424 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.