Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 16
^enao.^ '4/rC^ ’^í.SSÖtV 'SuSc^ ^nout /JoruV^ A ''S^ "Sujnft** 'm e\>«* "•J(Sv>'!' ^ctrn^- Skólaspjald nemenda og kennara á Eiðaskóla 1941-42. ég man rétt. Hann hóf mál sitt venjulega á þessum orð- um: „Nemendur mínir“. Kona skólastjóra, Sigrún Sigurþórsdóttir, kenndi stúlk- unum hannyrðir og saum. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi kenndi okkur íslensku, grasafræði, heilsufræði og bókmenntasögu, við kölluðum hann alltaf Odd svona okkar á milli. Grasafræðina kölluðu margir grasasna- fræði. Það var vegna þess að mörgum leiddist sú ágæta fræðigrein. Ég skildi það nú ekki því að mér fannst hún mjög skemmtileg. Kona Þórodds var Hólmfríður Jónsdóttir, ég veit ekki meira um hana. Þórarinn Sveinsson kenndi okkur reikn- ing og fimleika, hann mun hafa haft á hendi reiknings- hald fyrir skólann að ég held. Kona hans var Stefanía Jónsdóttir, síðar símstöðvarstjóri á Eiðum. Þau bjuggu í sérhúsi. Jón Dagsson brúarsmiður frá Melrakkanesi kenndi okkur landafræði, smíðar og, ef ég man rétt, eitt- hvað í eðlisfræði. Hann var mjög góður smíðakennari. Mig minnir að það hafi verið mikið kapphlaup að kom- ast í rennibekkinn, sem var á smíðaloftinu, en fleira var nú gert en að renna, því að við smíðuðum ferðatöskur, skrifborð, bollabakka o.fl., sem ég man ekki upp að telja. Ennfremur minnir mig að Jón hafi sagt okkur til í leður- vinnu. Ég man að ég smíðaði mér sandala, og peninga- veski, sem ég á ennþá, saumaði ég. Ekki man ég hvað kona Jóns hét, en þau bjuggu í kjall- arum hjá Þórarni Sveinssyni. Skólastjórahjónin höfðu vinnukonu, sem hét Ragnheið- ur Einarsdóttir frá Valþjófsstað. Hún var kölluð Agga. Þóroddur og Hólmfríður höfðu líka vinnukonu, sem hét Sigríður Sigtryggsdóttir og var kölluð Didda. Hún var frá Þórshöfn. Þessar stúlkur höfðu oft samband við okkur nemana, kannski mest upp á spaug og glens, svo sem títt er hjá ungu fólki. Ekki má ég gleyma matráðskonnunni, en hún hét Ingi- björg Björnsdóttir frá Rangá, en við kölluðum hana yfir- leitt Imbu. Ég held að flest höfum við verið mjög ánægð með hana og talið að hún stæði sig vel í sínu starfi. Hún hafði aðstoðarstúlku, sem kölluð var Begga, ekki man ég hvað hún hét en Gísladóttir var hún frá Skóga- gerði. Hún var besta stelpa. 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.