Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 36
konu verslunarstjórans. Hún greinir
hjá Ástríði glögg merki þreytu og
svefhleysis og býður henni að leggjast
til hvíldar á meðan þau hjónin bíða
þess að komast til síns heima. Ástríður
þiggur boðið með þökkum. Henni
varð ekki svefnsamt sjóleiðina frá
Reykjavík til Brimness og líðan henn-
ar öll miður góð. Gestgjafinn býr
henni þægilega hvílu og hún sofnar
skjótt. En Matthías svaf vel í skipinu
vaggandi á bárum hafsins og er ekki
hvíldarþurfi. Hann ákveður að fara út
á göngu og liðka sig eftir sjóferðina
meðan kona hans sefur.
Matthías kannast við ýmsa menn á
Brimnesi og brátt mætir hann einum
málkunnugum sem tekur hann tali.
Viðmælendur verða fleiri og tíminn
flýgur hjá. Loks er Matthías orðinn
einn á göngu, augu hans leita út á
þjóðveginn. Þar er enginn í sjónmáli
en Pétur Geir gæti senn farið að birt-
ast, hugsar hann og beinir för upp að
beitarhólfi skammt ofan við þorpið
sem ætlað er hrossum ferðamanna og
hann er vanur að geyma þar hesta sína
í kaupstaðarferðum. Beitarhólfið
stendur autt. Matthías tekur sér sæti á
þúfubarði þama rétt hjá og hlustar eft-
ir fjömgum hófaslætti sem jafnan ein-
kennir reiðlag sonar hans. Hann þarf
ekki að bíða lengi, brátt hljómar í eyr-
um þetta kunnuglega samspil manns
og hests við náttúruna og Pétur Geir
skeiðar greitt upp að beitarhólfinu.
Matthías rís á fætur í skyndi og
fagnar syni sínum feginn endurfund-
um. Pétur Geir býður föður sinn vel-
kominn á heimaslóðir og spyr að
bragði:
- Hvemig líður mömmu?
Matthías andvarpar þunglega.
- Síst betur en þegar hún fór að
heiman, góði minn, svarar hann. Hún
lagði sig og sofnaði eftir hádegið svo
ég rölti hingað til móts við þig.
- Suðurförin tók ekki langan tíma,
pabbi, segir Pétur Geir og opnar beit-
arhólfið.
- Nei, þvílíkt og annað eins. Það er
best að þú fáir að heyra ferðasöguna
núna strax, svarar Matthías og hjálpar
syni sínum að hleypa hestunum inn í
hólfið. Þeim veitir ekki af því að grípa
stundarkom niður í græn grös eftir
sprettinn að heiman og fyrir næsta
áfanga.
Feðgarnir tylla sér sitt á hvort þúfu-
barðið rétt utan við beitarhólfið og
Matthías hefúr ffásögn sína:
- Eins og þér er kunnugt á ég
frænda búsettan í Reykjavík, hann
Áslák, við erum bræðrasynir og höf-
um verið nánir vinir allt frá bamæsku.
Hann var á Lyngheiði hjá foreldrum
mínum á hverju sumri frá unga aldri
og fram yfir fermingu. Eftir að leiðir
skildu höfum við árlega skipst á sendi-
bréfum og rækt æskuvináttuna.
Áður en lagt var af stað í siglinguna
frá Brimnesi sendi ég Ásláki sím-
skeyti og skýrði honum frá væntan-
legri komu okkar hjóna til Reykjavík-
ur og erindi móður þinnar þangað.
Sjóferðin suður gekk vandræðalaust.
Við heilsuðum höfuðborginni árla
morguns. Áslákur var mættur við
landganginn og flutti okkur á heimili
sitt. Þar beið Steiney kona hans með
höfðinglegar móttökur og þau hjónin
buðu okkur að dvelja á heimili sínu
eins lengi og við þyrftum að vera
syðra.
Strax upp úr hádegi þennan fýrsta
dag vildi mamma þín tafarlaust drífa
sig til sérfræðingsins. Áslákur vissi
hvar hann var að finna og ekki stóð á
því að fylgja okkur þangað. Greiðlega
gekk að ná fundi læknisins og mamma
þín afhenti honum tilvísunina frá hér-
aðslækninum hérna. Eftir að hafa lesið
hana skoðaði sérfræðingurinn
mömmu þína vandlega og spurði um
sjúkdómsferlið. Að því loknu kvað
hann upp þann úrskurð að mamma þín
þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús til
ffekari rannsóknar en lengra komst
hann ekki. Hún hreinlega missti stjórn
á sér.
- Nei, á spítala fer ég aldrei. Ég hélt
að þú sérfræðingurinn kynnir önnur
ráð en innilokun, þekktir lyf, sem
kæmu mér að gagni, þrumaði hún og
skalf af æsingi eins og hrisla í vindi.
Læknirinn horfði á hana rólegur í
bragði.
- Ef til vill þekki ég lyf sem geta
komið þér að gagni en til þess þarf ég
að rannsaka veikindi þín miklu nánar
en ég hef tök á hér á stofunni, svaraði
hann vinsamlega.
- Ég neyði engan inn á sjúkrahús
hjá mér, þitt er valið.
- Ég læt ekki loka mig inn á spítala,
sagði hún skelfingin uppmáluð.
- Til læknis leita ég ekki framar.
Hún skipaði mér að greiða viðtalið
og skjögraði til dyra. Ég vissi að von-
laust var að ræða þetta ffekar og gerði
upp við sérffæðinginn.
Áslákur beið okkar fyrir utan. Hann
spurði einskis á heimleiðinni um svör
læknisins, hörmulegt ástand konunnar
sagði nóg. Steiney tók mömmu þinni
opnum örmum og bauð henni að
leggjast til hvíldar á meðan hún jafn-
aði sig eftir heimsóknina til læknisins
sem sýnilega hafði reynt mikið á hana
en mamma þín mátti ekki vera að því.
Hún bað Áslák að spyijast strax fýrir
um skipaferðir til Brimness, hún vildi
helst leggja af stað frá Reykjavík sam-
dægurs og mér sýndist heppilegast úr
því sem komið var að hún kæmist
heim sem fyrst.
Við Áslákur fórum á skipaafgreiðsl-
una og fengum þær upplýsingar þar að
strandferðaskip ætti að leggja af stað
ffá Reykjavík norður um land klukkan
sjö að kvöldi næsta dags og ég tryggði
okkur hjónum far með því skipi.
Morguninn eftir hafði mamma þín að
mestu sigrast á sálarangist og skapofsa
gærdagsins og náð sæmilegu jafnvægi.
Steiney bauðst til þess að fara með
henni í búðir, langaði hana til að
versla eitthvað í höfuðborginni.
Mamma þín hafði ekki áhuga fyrir því
en hún bað Steineyju að kaupa fyrir
sig einn hlut áður en hún færi heim.
Fallegasta rugguhest sem hún sæi í
búð. Hann ætti að vera handa litla
drengnum á Lyngheiði. Og rugguhest-
urinn er eini viðbótarfarangur okkur
úr þessari ferð.
Matthías hefur lokið ffásögn sinni
og rís úr sæti.
- Vesalings mamma, er það eina
sem Pétri Geir verður að orði. Hann
stendur snöggt á fætur og opnar beit-
arhólfið. Hann vill komast sem fyrst
af stað heimleiðis. Og innan stundar
halda Lyngheiðarhjónin í fylgt sonar
síns heim á ættaróðal sitt. Og suður-
förin er orðin dropi í hafi fortíðarinn-
ar.
428 Heima er bezt