Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 15
Svo mörg voru þau orð og ekkert nafn var skrifað undir blaðið. Eftir birtingu þessa skjals þarf ég ekki að taka það fram að þetta var heimavistarskóli, sem starfaði í yngri og eldri deild. Reyndar var seinna meir bætt við þriðju deildinni og hét hún Smíðadeild. En þar sem ég veit í raun ekkert um hana, þá get ég af augljósum ástæð- um ekkert skrifað þar um, enda er það ekki í sambandi við þessar endurminningar. Þá er nú best að ég segi frá skólahúsinu. Því miður veit ég ekki hvað það voru margir fermetrar.En þessi bygging var tvær hæðir, ris og kjallari. í risi var heimavist eða svefnloft pilta. Voru það tveggja og þriggja manna her- bergi, sem öll hétu eitthvað, t.d. það herbergi sem ég bjó á, en það hét Brattahlíð. Það var þriggja manna og þeir sem með mér voru hétu Vilberg Lárusson, hann var Esk- firðingur, ekki vissi ég fyrr en mörgum árum seinna að hann var töluvert skyldur mér. Hinn hét Jóhann Björns- son frá Surtstöðum í Jökulsárhlíð. Á annari hæð var heimavist stúlkna og ennfremur íbúð skólastjórahjóna og íbúð Þórodds. Þar bjuggu einnig Ingibjörg matráðskona og hjálparstúlka hennar. Ég held að þær hafi verið saman á herbergi. Einnig voru þar sam- an á herbergi tvær vinnukonur skólastjóra og Þórodds. Á fyrstu hæð var anddyri. Þar var fatahengi og til hægri þegar inn var komið, tvær kennslustofur auk geymsluher- bergis fyrir ýmis kennslugögn. Til vinnstri var matsalur- inn og eldhúsið og að auki eitt svefnherbergi að mig minnir fyrir ijóra pilta og straustofa, sem við kölluðum svo, en þar var gengið frá taui eftir þvott, t.d. straujað og brotið saman. Þar var ennfremur bakgangur í húsið. Mig minnir að þar færi einnig fram handavinnukennsla stúlkna. í kjallara var þvottahús, matvælageymsla fyrir garðá- vexti, saltkjöt, súrmeti og fleira. Þar var miðstöðvarketill og kolageymsla. Svo var þar leikfimissalurinn og böð, sem voru sturtuböð. Við fórum í kalda sturtu alltaf eftir leikfimi og einu sinni í viku í heita sturtu og hét það þrifabað og þá var notuð sápa. Það er best að segja frá því í þessu sambandi, úr því að ég minnist á leikfimissalinn, að í áðurnefndu skjali þar sem okkur er ráðlagt hvað við ættum að hafa með okkur í skólann, er m.a. sagt að við ættum að hafa meðal annars, leikfimisföt. Það gerðu nú flestir og létu sér nægja stuttar lastingsbuxur, en einn pilturinn kom með kvenmannsnær- buxur með teygju í skálmunum að neðan. Þetta þótti okk- ur hinum býsna hlægilegt, en þessi brók gerði nú sitt gagn, hvað sem okkur fannst. Fleiri hús tilheyrðu skólanum og ætla ég að nefna hjall- inn, þar sem þvotturinn var þurrkaður og smíðaloftið, sem var efri hæð í einhverju útihúsi, sem ég veit ekkert meira um. Því miður man ég ekkert eftir skólasetningunni. Hvort það var þá eða fljótlega í byrjun skólans, sem ég hygg að hafi nú verið, þá man ég vel eftir því þegar skólastjóri, sem við nemendurnir kölluðum yfirleitt “stjóra,” var að fræða okkur um það hvernig við ættum að umgangast vatnssalerni. Kannski var þörf á þessu þar sem slík tæki hafa ekki verið algeng a.m.k. á sveitaheimilum, sem við vorum mörg eða flest frá. Nú ætla ég að telja upp kennara, sem kenndu okkur þennan vetur og reyndar annað heimilsfólk á Eiðum. Fyrstan tel ég skólastjórann Þórarinn Þórarinsson frá Val- þjófstað. Hann var guðfræðingur að mennt, mikill áhuga- maður um skólamál, skógrækt og hvers konar menning- armál. Hann kenndi dönsku, ensku held ég, en ég tók ekki þátt í henni, sögu, söng og auk þess flutti hann oft fræðandi erindi um hin ýmsu efni en þó flest söguleg, ef nemendur notað flestar bækur í félagi, sé samkomulag gott. í áðurnefndum kostnaði erfalið fæði og hreinlætisvörur, gjöld í sjóði, bæk- ur og ritföng. Ferðakostnaður og vasapeningar eru hér að auki. Nemendur skulu greiða, sem mest af kostnaðinum í byrjun skólaárs og vera skuldlausir við skólaslit. Kennslubækur og nám: Þessar bækur voru notaðar við kennsluna miðað við yngri deild: Málfræði Björns Guðfinnssonar, Lestrarbók Nordals, Ritreglur Freysteins, Reikningsbók Ólafs Daníelssonar, Landafræði Bjarna Sæmundssonar, Plönt- urnar eftir Stefán Stefánsson, Heilsufræði Steingríms, íslendingasaga Arn- órs, Fornöldin eftir Þorleif Bjarnason, Kennslubók í dönsku eftir Ágúst Sig- urðsson, 1. og 2. Kennslubók I ensku eftir Önnu Bjarnadóttir. Bækur allar og ritföng eru seld I skólanum við bókhlöðuverði og skal það greitt við móttöku. Stúlkum eru kenndar hannyrðir og saumur en piltum smíðar, leðurvinna o. fl. Ráðgert er að auka handavinnu kennsluna frá því, sem verið hefur. Kennsla í söng og fimleikum fer fram allan veturinn og er æskilegt að nemendur hafi með sér Vasasöngbókina, sálmabók og leikfimisföt. Nemendur eru skyldir að vera úti eina klukkustund daglega, sér til heilsubót- ar og til þess að stunda útiíþróttir, sem kapp verður lagt á að æfa eftir föngum, ættu því þeir, sem eiga skauta og skíði að muna eftir að hafa þau með sér. Útbúnaður: Nauðsynlegt er að hafa með sér hlý og vatnsheld utanyfirföt, Islenska sokka og vettlinga, góða, vatnshelda skó eða stígvél til að vera í útivið. Sérhver nemandi hafi með sér tannbursta og tannsápu, skó- og fata- bursta, handsápu, skóáburð og hlífðargleraugu. Ýmislegt: Nemendur þjóna sér sjálfir, munið því eftir því að taka með ykkur nál og spotta. Þeir þvo þvott sinn og slétta klæði sín. Þeir skulu ræsta herbergi sín, ganga, kennslustofur, snyrtiherbergi og fimleikasal Þá skulu þeir til skiftis hjálpa til í eldhúsi og borðstofu. Þurfa því allir pilt- ar jafnt sem stúlkur, að hafa hvíta sloppa eða treyjur. Geta tveir til þrír verið saman um hverja treyju og getur skólinn aðstoðað við kaup á þeim. Áfengis og tóbaksnotkun er algerlega bönnuð. Nemendur greiði fullu verði það sem þeir kunna að skemma, svo skólinn verði skaðlaus. Skólinn væntir þess af sérhverjum nemanda sínum að hann veröi góður heimilsmaður, er temji, sér háttprýði, snyrtimennsku og sjálfstjórn I hví- vetna. Brjóti nemandi settar reglur eða hagi sér ósæmilega, hefur hann fyrirgert rétti sínum um skólavist. Skólinn verður settur 30. Október. [Það kann að vera að þessi dagsetning sé röng hjá mér, því það er orðið illlæsilegt en það breytir engu í raun og veru. Innsk. greinarhöf.]. Skulu þá allir komnir nema forföll banni. Mundu eftir að láta mig vita símleiðis þegar í stað ef þú, af einhverjum ástæðum, verður að hætta við að sækja skólann. Velkomin að Eiðum. Heima er bezt 407

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.