Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 14
Benedikt Sigurjónsson frá Arbœ:
Minningarfrá
Vorið 1941 haföi ég ákveðið að sœkja um
skólavist á Eiðum, vegna þess aö ég hafði
mikla löngun til að lœra meira en ég hafði
áður gert. Hafði þó verið einn vetur í
unglingaskóla á Höfn, þar sem Henrik
Thorlacius var eini kennarinn. Og auð-
vitað hafði ég tekið fullnaðarpróf úr
barnaskóla.
veturinn 1941 til 1942
Eg hafði sótt um á Laugarvatni og fengið synjun
en fékk skólavist á Eiðum. Þar sem ég var ekki
fæddur með silfurskeið í munninum og foreldrar
mínir fremur efnalítil, þá varð ég að vinna fyrir
kaupi um sumarið. Fór ég því í Bretavinnu á Reyðarfirði
um vorið en um sumarið í vegavinnu á Fjarðarheiði, þar
sem Unnar móðurbróðir minn var verkstjóri. En um það
sumar ætla ég ekki að skrifa að þessu sinni, hvað sem
seinna verður.
Þegar ég fékk loforð um skólavist á Eiðum fékk ég blað
í hendurnar um eitt og annað viðvíkjandi skólavistinni.
Og þar sem þetta er nú að verða sextíu ára gamalt, þá
ætla ég að birta það, ef einhver hefði gaman af að lesa,
því ég tel að það sýni vel hvernig héraðsskólarnir voru
hugsaðir og reknir. En nú munu þeir allir vera liðnir undir
lok, því miður að mínu áliti.
Þetta blað er þannig:
Eiöum.
Um leiö og þér heimilast skólavist í Eiðaskóla næsta vetur, þykir mér rétt aö
gefa þér eftirfarandi upplýsingar um skólann og námiö áöur en þú kemur hingað.
Inntökuskilyrði eru þessi, samkv. reglugerö skólans:
1. Umsækjandi sé fullra 16 ára aö aldri.
2. Hann verðurað hafa læknisvottorð um það, aö hann sé ekki haldinn af neinum
slæmum sjúkdómi eða líkamskvilla er geti orðið hinum nemendunum skað-
vænn.
3. Siöferöi hans sé óspillt og skal hann hafa vottorð um það frá presti sínum.
4. Hann hafi hlotið menntun þá, sem ætluð er til fullnaðarprófs barna og enn-
fremur lesið að minnsta kosti eina af íslendingasögunum.
5. Umsókninni fylgi fullgild ábyrgð fyrir öllum fjárhagsskuldbindingum umsækj-
anda meðan hann dvelur sem nemandi. Mætti orða ábyrgðina á þessa leið :
Ég undirritaður (nafn, staða og heimili ábyrgðarmanns) geng hér með í ábyrgð
fyrir skilvísri greiðslu á öllum gjöldum, sem (nafn og heimili umsækjanda) ber að
greiða vegna væntanlegrar námsdvalar sinnar við Eiðaskóla
Dagsetning og undirskrift ábyrgðarmanns.
Nemendur fá ókeypis kennslu, húsnæði, rúmstæði með dýnu, Ijós og hita. Að
öðru leyti verða þeir að kosta sig sjálfir, m.a. leggja sér til rúmfatnað allan og þar
á meðal rúmteppi. Fatnaður þeirra sé greinilega merktur. Mjög áríðandi er að þeir
sendi allan sjóvegsflutning á undan sér og merki hann tryggilega að Eiðum um
Reyðarfjörð.
Kostnaður:
Dvalarkostnaður síðastliðið ár var kr. 480 fyrir pilta en kr. 460 fyrir stúlkur. Þó
geta þessar upphæðir orðið hærri séu allar bækur keyptar nýjar, en vel geta tveir
406 Heima er bezt