Heima er bezt - 01.11.2000, Blaðsíða 8
enn geymdar úrklippur af því. Síðan gerðist það alllöngu
seinna að verkakvennafélagið í Reykjavík hélt fund í Al-
þýðuhúskjallaranum. Þá var móðir mín flutt til Reykjavík-
ur. Þarna mætti hún að sjálfsögðu og þegar hún bað um
orðið var henni synjað. Þetta segir sína sögu.
Þrátt fyrir að þau Hannibal Valdimarsson ættu sameig-
inlegt baráttumál á sviði verkalýðshreyfingarinnar þá voru
þau þar um margt ósammála og elduðu grátt silfur á stund-
um, því hún var lengra til vinstri en hann. Síðan var það á
afmælisdegi hennar er hún varð áttræð, að henni barst
heillaskeyti svo langt, að undir það þurfti tvö skeytaeyðu-
blöð. Þetta skeyti var hlýlegt að efni
og sá er það sendi var Hannibal Valdi-
marsson.
Ég bytjaði að sjálfsögðu ungur að
vinna eins og tíðkaðist á þessum árum.
Móðir mín réði sig í sildarvinnu til
Siglufjarðar þegar ég var eitthvað um
sjö ára aldur og tók okkur yngstu
börnin með sér. Við urðum að sjá um
okkur sjálf að mestu á daginn í bragg-
anum á meðan hún var í vinnunni. Svo
kom það einstaka sinnum fyrir að góð-
viljaðir skipstjórar tóku mig með um
borð og það var auðvitað toppurinn á
tilverunni. Eitt sumarið fór mamma í
síld til Hríseyjar og tók mig að sjálf-
sögðu með sér. Það eftirminnilegasta
frá þeim tíma var að þar keypti ég
fyrstu munnhörpuna. Reyndar vöktu
nú fyrstu æfingarnar ekki neinn sér-
stakan fdgnuð áheyranda, svo ég varð
I brúarglugganum (til hægri) á
"Síldinni," ásamt Svenna mótorista.
Þaö var siður að nýta allar stundir
þegar ekki var hráefni fyrir hendi hjá
Bæjarútgerðinni.
að láta mér nægja að spila þegar ég var
einn í bragganum. Að lokum náði ég
þó þeim tökum á þessu að segja má að
þetta hljóðfæri hafi fylgt mér síðan
nokkuð samfellt. Harmonikku eignaðist ég svo löngu
seinna en hef ekki verið nægilega duglegur við að æfa mig
á hana svo á henni náði ég aldrei þeim tökum sem ég varð
fyllilega ánægður með.
Líklega mun fyrsta atvinna mín teljast hafa verið sumar-
dvöl í Hvítárholti í Hreppum. Þar lærði ég að slá með orfi
og það kom sér vel þegar mamma rak búið á Álftanesinu
en þar þurfti að heyja handa kúnum sem voru þrjár.
Þótt segja megi að í æðum mér renni sjómannsblóð átti
sjómennskan ekki neitt sérlega vel við mig. Fyrsta reynsla
mín þar var sú að ég réðst sem hjálparkokkur á togarann
Max Pemberton. Þar var ég tvo túra. Seinni túrinn var siglt
með aflann til Englands og ég var skilinn eftir í siglingar-
fríi. Mér líkaði ekki vinnan um borð og ekki bætti úr að
þetta var slæmt sjóskip sem tók þungar veltur svo maður
gat átt von á öllu þegar veður voru verst. Það var búið að
breyta skipinu eins og mörgum togurum á þessum tíma,
lestin stækkuð svo hún rúmaði meiri afla og sú breyting
ásamt ýmsum öðrum sem fylgdu í sama tilgangi hafði
stórlega skert sjóhæfni skipsins. Ég var því ákveðinn í að
segja upp þegar skipið kæmi til hafnar úr
siglingunni. En til þess kom ekki því
þessi túr reyndist verða sá síðasti. Max
Pemberton fórst á heimleiðinni frá
Englandi með allri áhöfn. Þetta varð mér sár reynsla, því
þarna um borð hafði ég eignast marga góða vini og kunn-
ingja sem ég saknaði sárt. Meðal annars eyddi ég mörgum
stundum í loftskeytaklefanum og fylgdist með loftskeyta-
manninum þegar hann var að starfa við sína tómstunda-
iðju, sem var að smíða skipslíkön sem voru mikið lista-
smíð.
En fyrir unglinga lá vinna ekki á lausu á þessum tímum.
Helst var um að ræða hafnarvinnu, þ.e. vinnu við uppskip-
un á vöru úr fraktskipum því uppskipun á fiski önnuðust
sjómenn að mestu sjálfir. Ég man að þegar ég kom fyrst að
máli við verkstjóra sem sá um uppskipun og leitaði eftir
vinnu, þá leit hann snöggt til mín og svaraði því stuttlega
til að ég væri enn of ungur. Skömmu seinna var ég sem
oftar staddur niður við höfn, en þar lá þá kolaskip sem
byrjað var að skipa upp úr. Allt í einu mæti ég verkstjóran-
um sem hafði synjað mér um vinnuna vegna aldurs
nokkrum dögum áður. Hann vék sér að mér og ávarpaði
mig: “Jæja, drífðu þig um borð og farðu að moka!” Mér
varð hverft við og svaraði að bragði að hann hefði talið
Þorvaldur bróðir minn ifiullum
„herklœóum “. Þessi mynd hefur
birst víða um heim.
400 Heima er bezt