Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 4
í 0 Ágætu lesendur. Nú líður senn að jólum, og er þjóðlífið þegar farið að taka nokkurt mið af því, jólaljósaskreytingar eru teknar að birtast hver af annarri, ekki hvað síst í borgum og bæj- um landsins. Það er nokkuð í takt við jólaverslunina svokölluðu, sem stöðugt færist framar á drið, en það sýnir nokkuð hversu jólin eru orðin mikil verslunarhótíð, og þó í raun hversu kaupmönnum hefur tekist að hafa mikil óhrif ó fólkið í þeim efnum. Það er svo sem gömul saga og ný að menn róðskist nokkuð með jólin, þvi hver man ekki eftir því þegar Castro karlinn, einvaldur d Kúbu, frestaði jólunum, svo koma mætti sykurreyrnum í hús á tilsettum tíma. Löngu er af sú tíð að ekki var tekið að setja upp jóla- skraut fyrr en komið var fram á Þorláksmessu. Einnig það er tekið var til við á þeim degi, að þrífa jafnt fólk, fatnað sem híbýli. Frá þeim tíma er einmitt til orðið "fátækra- þerrir,” eða "fátækraþurrkur,” en hann var það sem fólk þráði að fá rétt fyrir jólin, svo þvo mætti fatnað, því ekki átti fólk of mikið af fötum til skiptanna í þá daga, og því varð helst að þvo og þurrka sama daginn. Hún er nokkuð önnur tíðin í dag, þegar fólk notar fötin sín varla nema i nokkra mánuði, og hendir þeim, þrátt fyrir að vera það sem flestir myndu kalla algjörlega óslitin, því tí'skan breytist stöðugt og henni þarf að fýlgja, ekki satt? Mörgum finnst þetta neikvæð breyting, hversu jólaund- irbúningurinn færist sífellt framar á árið, og má heita að jólaauglýsingar séu famar að birtast og heyrast um og upp úr miðjum nóvember. En spurningin er hvort nokkuð þýði að vera að býsnast yfir þessu, þetta er væntanlega tákn tímans og hans streymi stöðva menn ekki eða breyta. Nýliðin öld var öld mikilla breytinga og byltinga, og má segja að hið íslenska þjóðfélag hafi tekið heljar- stökk fram á við í þeim efnum um og upp úr síðara stríði, svo sem öllum er kunnugt. Og sú bylting hefur nánast ekki tekið enda síðan og virðist manni jafnvel að hraði hennar aukist heldur en hitt. Það er venja hverrar kyn- slóðar fýrir sig að telja þá siði og uppátæki sem næsta kynslóð á eftir tekur upp og tíðkar, vera hið mesta óráð og ungæðishátt, og ekki vænlegt til árangurs. Svo þegar sú kynslóð, sem var talin svona fyrirhyggjulaus og villt, vex úr grasi og horfir upp á sína afkomendur taka völd og ráð, þá mun hún segja nákvæmlega það sama um sína eftirkomendur, tíðarandinn og uppátækin séu flest hin mesta óráðsía og þá hafi nú verið betur hugsað og aðhafst á árum áður. Svona gengur þetta og er ekki einmitt sagt að sagan endurtaki sig í sífellu. Það er því ekki mikið við því að segja eða gera, þó andi jólanna sé stöðugt að lengjast í annan endann, þetta er það sem fólkinu hugnast í dag, ella væri það ekki að ger- ast. Og við þetta alast svo bömin upp og bæta líklega um betur þegar þau fara að sjá um þessa hluti sjálf, svo ekki er að vita nema að með tíð og tíma verði bara "alltaf jól- in," eins og einhver sagði. Reyndar tek ég undir með þeim sem hvatt hafa til þess að menn hafi jólaljósaskreytingar uppi eitthvað lengur en tíðkast hefur, og em rök manna fyrir því þau, að skamm- degið hér hjá okkur íslendingum sé það langt og svart að ekki veiti af að lýsa það svolítið upp. Sér maður nú þegar nokkra tilhneigingu til þess hjá fólki að hafa jólaljósin lengur uppi og em dæmi um að þau sjáist, hér á höfuð- borgarsvæðinu, nánast út allan janúarmánuð, sem er nú kannski í það lengsta. Þessu fýlgir óneitanlega sá galli að þegar jólaljósin eru þetta lengi uppi þá fara þau að verða all hversdagsleg og hátíðleiki þeirra verður öllu minni. Stór þáttur í hátíðleikanum er nefnilega tílbreytingin og nýjabrumið, og sú staðreynd hefur ekkert breyst í ald- anna rás, þrátt fyrir að ytra umhverfi og tækni hafi breytt áhöldunum. Maðurinn er að flestu leyti hinn sami hið innra. Gaman er í þessu efni að grípa niður í grein eftir Karl nokkum Kristjánsson, sem hann reit fyrir nær 45 ámm síðan, en þar fjallar hann m.a. um jólin og nýjan tíma. Hann segir: "Okkur, sem emm komnir nokkuð á aldur, hættir til þess að sakna um of liðna tímans, sem hefur á okkar ævi skyndilegar og gjörsamlegar en nokkurn tíma áður á jafn stuttu tímabili í sögu mannkynsins, umhverfst að háttum í "nýja tíma." Við söknum þess meðal annars, að laufabrauðinu og jólakökunni er ekki tekið með eins miklum fögnuði og fyrrum. En auðvitað stafar þetta af því að tertan er gómsætari og ljúffengari og jólakakan er orðin hversdagsleg. En ber ekki að gleðjast yfir því að lærst hefur að búa tertuna til, og efhahagur almennings leyfir dýrari brauðgerð en fýrmm? Það er oft vitnað í kvæði Matthíasar Jochumssonar um jólagleði hans sem bams, þegar hann í lágreistu baðstof- unni aö Skógum, "sviptur allri sút," sat með jólagjöfina sína: "rauðan vasaklút.” Og víst er hin auðvakta bams- gleði yndisleg og frásögn skáldsins um einfaldleikann hrífandi fögur á sinn hátt. Framhalcl á bls. 457 436 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.