Heima er bezt - 01.12.2000, Síða 18
þó fljótlega upp í sór vonbrigði því
vinnumaðurinn reyndist að von-
um bæði verklítill og auk þess
gjarn til að bregða sér af bæ ef
hann sá fyrir sér annríki meira en
honum hugnaðist. Einhverju sinni
skömmu eftir vistun Emils í
Hólkoti, bar Árna að garði til for-
eldra minna á Reykjum. Við hefð-
bundið gestaskraf barst talið að
hinum nýja vinnumanni og móbir
mín spurði í mesta sakleysi hvort
hann væri ekki bara duglegur?
„Jú, hann er duglegur að borða",
svaraði Árni með mæbusvip.
Ekki ber að skilja þetta svo að
Árni hafi verið matsár, en auðvit-
að bættust á hann aukastörf við
matseldina með þessari tvöföldun
heimilismannna og honum þótti
að vonum lítið koma í staðinn.
Einn var sá siður sem truflaði
Árna frá allri vinnu, en það var sú
áráttta hans að þurfa að hlýða á
allar jarðarfarir sem útvarpað var.
Af þessu efni var honum nánast
óbærileg tilhugsun að missa. Það
fyrirbæri tækninnar sem nefnist út-
varpstæki, kallaði Emil ævinlega
„tækið,, og það sem hann heyrði í
útvarpi hafði hann sem sagt heyrt
„í tækinu". Svo er það eitt sinn að
sumri til í brakandi þerri, að Emil
ber að garði á Reykjum. Móðir mín
setti hann til veitinga eins og
hennar var venja og fór að ræða
við gestinn um landsins gagn og
nauðsynjar. Þar kom svo talinu að
hún innti gestinn eftir því hvað
Árni hefði haft fyrir stafni þegar
hann fór af bæ.
„Ekki neitt",var svarið.
Hún kvaðst eiga erfitt með að
trúa að eljumaður eins og Árni
hefði setið auðum höndum í svona
heyskaparveðri og spurði hverju
hefði sætt að svo hefði verið.
„Það var verið að jarða gamla
konu í tækinu", svaraði gesturinn.
Það yrði langt mál ef ég færi að
lýsa öllum sveitungum mínum og
gera þeim þau skil sem verðugt
væri. Þama var persónuleikinn
einstaklingsbundinn og gerólíkur
frá manni til manns, en ekki sam-
ræmdur á neinn hátt eins og mér
sýnist sækja í hjá yngri kynslóð-
inni, sem virðist eiga sér einhverjar
þröngt mótaðar fýrirmyndir. Allir
höfðu mótast af uppeldi sínu, oft-
ast í foreldrahúsum og svo arfi frá
eldri kynslóðum. Þar að auki hafði
þetta fólk fengið næði til að móta
einstaklinginn í sjálfu sér. Þess
vegna þótti engum sérstakt tiltöku-
mál þótt Meylendingar, en það
voru þeir Meyjarlandsbræður jafn-
an nefndir, gengju um á heima-
saumuðum skóm úr ósútuðu
skinni, þegar aðrir gengu á
gúmmískóm. Og þegar þeim varð
það á að blóta, bættu þeir ævin-
lega við í afsökunartón: "Ég segi
svo stórt."
Guðmundur Einarsson á Veðra-
móti sagði hinsvegar „Ansvítinn",
ef honum varð það á að tala
ógætilega, en nafrii hans Andrés-
son á Syðri Ingveldarstöðum blót-
aði aldrei, enda mótaði hæverska
og snyrtimennska allt hans fas.
Mér er minnisstætt að eitt sinn
þegar farin var hópferð til Drang-
eyjar, brá hann sér afsíðis og hafði
fataskipti eftir að upp á eyjuna var
komið.
Þeir sem falin voru trúnaðarstörf
tóku þau alvarlega og máttu ekki
vamm sitt vita. Skafti á Meyjar-
landi var lengi gangnastjóri í
Stólnum, þ.e. Tindastóli vestan-
verðum, en það eru 5-6 klst.
smalamennska á hestum og mikill
hátíðisdagur ungra manna á þeim
árum. Skafti var fálátur maður og
einrænn og jafnframt nokkuð sér-
lundaður. Unglinga, sem fýrsta
sinn fóru í göngur tók hann undir
sinn vemdarvæng og lét þá ríða
næsta sér eða jafnvel samhliða. Þá
var hann eins og leystur úr álög-
um og ræddi af hlýju og vingjarn-
leik við nýliðann og sagði honum
sögu og kennileiti gangnasvæðis-
ins.
Sjálfur fékk ég að kynnast þessu
fýrsta sinn sem ég fór þessa lang-
þráðu för manndómsvígslunnar.
En Skafti fann að sjálfsögbu til
ábyrgðar sinnar og leið engum
manni að vera með múður né efa-
semdir um að vel væri fýrir öllu séð
undir hans stjóm.
Mér er minnisstæður einn morg-
unn gangnadags við Álftavatn,
þar sem göngum var skipt og allir
gangnamenn vom saman komnir
á tilsettum tíma. Þama var nafhi
minn í Hólkoti að sjálfsögðu og
svartsýnn að vanda, þóttist sjá að
annaö hvort hefði orðið samdrátt-
ur í skipan til gangnasvæðisins
ellegar einhvem gangnamanninn
vantaði:
„Þetta er bara enginn mann-
skapur, ekki nokkur mannskapur",
sagði hann og stundi mæðulega.
Skafti gangnastjóri þykktist
greinilega við og hefur líklega þótt
að embættisheiðri sínum vegið:
"Ég er enginn andskotans mann-
skapari hér", hreytti hann út úr sér
með alvöruþunga þegar hann leit
til nafna míns og spýtti mórauðu
fyrirlitlega, eins og hans var venja
þegar hann vildi leggja sérstaka
áherslu á fálæti sitt til ótímabærra
ellegar óskynsamlegra athuga-
semda.
Því er reyndar ekki að leyna að
menn sáu ýmislegt skoplegt í fari
náungans og flestir leyfðu sér að
gera góðlátlegt grín að nágrann-
anum þegar hann var fjarstaddur.
Eiginlega var þetta hluti af sveitar-
bragnum og hefur að líkindum
tíðkast í flestum sveitum þessa
lands um langa tíb. En oftast held
ég að þetta hafi verið græskulaust
og flestir hafi vitað af því að þeir
væm skotspænir á þessum vígvelli
að einu eða öðru leyti. Létu sér á
sama standa og breyttu í engu
hegðan sinni né lífsmáta, sem bet-
ur fór.
Eitt það fyrsta sem ég heyrði um
Hjörleif bónda á Kimbastöðum var
það að hann svæfi um hádaginn
og færi ekki í fjósið nema með
hálstau. Kimbastaðafjölskyldan
var þá fremur nýlega flutt í sveit-
ina úr fjarlægu landshomi og
450 Heima er bezt