Heima er bezt - 01.12.2000, Page 19
haföi lífsvenjur ólíkar sveitarbrag í
Skarðshreppi. Hjörleifur Sturlaugs-
son var Strandamaður að upp-
runa, búfræðingur frá Hvanneyri
og haföi rekið bú bæði í Stranda-
sýslu og í Reykjavík, ásamt konu
sinni Áslaugu Jónsdóttur sem var
Borgfirðingur. Hjörleifur er mesti
verkmaður sem ég hef kynnst um
mína daga; karlmenni til burða,
kappsamur og verklaginn eins og
best má verða. Auk þess var hann
óvenju vel skipulagður og reglu-
semi ásamt fágætri snyrtimennsku
einkenndi öll hans störf.
Það var siður hans að taka dag-
inn snemma og fá sér stuttan há-
degisblund. Á vetrum haföi hann
ævinlega lokið fjósverkum og haft
fataskipti á sama tíma og flestir
aðrir voru að paufast af stað til
gegninga. Þetta má þó ekki skilja
sem svo að slór og draslarahættir
hafi verið sveitarbragur í mínum
ágæta hreppi. Þó skildu menn
lengi vel ekki þetta háttalag og
héldu að maðurinn væri letingi og
spjátrungur. En þessi umræða
eyddist nú þegar mönnum fór að
skiljast hvað á bak við lá.
Sveitarfundir í Skarðshreppi voru
engar deyföarsamkomur og
minntu gjaman á orrustuvöll þar
sem vegist er með orðum eins og
best gerist á Alþingi. Þarna vom
skarpgreindir vígamenn og vel
máli farnir sem létu stór og þung
orð falla í hita leiksins og vægðu
hvergi andstæðingum sínum ef
þeir gáfu færi á sér. Oftast gleymd-
ist þetta nú fljótt, en þó ekki alltaf.
Menn skiptust reyndar nokkuð í
tvær andstæöar fylkingar sem
völdu sér hvor um sig sinn leiö-
toga og fylgdu honum gegnum
þykkt og þunnt. Það var hreint
engin lognþoka yfir mannlífinu.
Að öllu samanlögðu finnst mér í
dag að þessir gömlu sveitungar
mínir hafi verið gott manndóms-
fólk og mér verið að því nokkur
fengur að hafa borið til þess gæfu
að deila með því drjúgum hluta af
mínu æviskeiði. SÆsj
Kviðlingar
og
kvæðamál
92. þáttur
Vísnamál
Steinunn Eyjólfsdóttir frá Patreksfirði sendi okkur ljóð eftir sig í tilefni
af komandi jólatíð og nefnir hún það einfaldlega
Jólaljóö
Á veturna er sólin þreytt og syfjuð
og sorti og myrkur fyila veröldina.
Mörgum fmnst sér verða fátt til vina.
Hér fyrrum sagði fólk við baldna krakka
að framhjá bœnum jólin kynnu að ganga
efþaðan hefði heyrst um hegðun ranga.
Og margra gœfusól er geymd í hafi,
gleðin fer og œskan fyrir lítið.
Myrkrið er svart og mannfólkið er skrýtið.
Farið nú hvergi framhjá, jólin góðu,
fœrið þið öllum milda vetrarljósið,
krökkum þeim helst sem iðka einhvern ósið.
Þó að það tefji ykkur ofurlítið
er það ekki mál sem neinu skiptir.
Því tilhlökkunin Ijúfa hugum lyftir.
Skiljið ekkert kot né kofa eftir,
kveikið á öllum jólatrjánum myrku.
í Jesú nafni verið veikum styrkur.
Áskorunin
Fleiri vísur hafa okkur borist sem svar við áskoruninni um kaffið, en
komu of seint til að ná síðasta þætti. Pálína Magnúsdóttir segir þetta:
Þó að árum áður var
ótœpt drukkið kaffi,
vara okkur verðum þar
og vera nú í straffi.
Heima er bezt 451