Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 24
vegna. Nótabassinn hvatti ræðar-
ana áfram með bölvi og ragni, líkt
og ætla má að rómverskir galeiðu-
þrælar hafi verið reknir áfram forð-
um tíð, nema hér vantaði svipuna.
Ekki veit ég hvort orðbragðið hefur
átt að auka bátunum skrið eða flýta
því að nótin kæmist í sjó, eða gera
síldina stjarfa af hræðslu. En til þess
að koma í veg fyrir að hún forðaði
sér hafði bassinn hvítt tréspjald með
fisklögun og spotta í sporðinum, og
þessu skutlaði hann niðurí sjóinn til
að stugga síldinni frá opinu milli
endanna á nótinni meðan verið var
að snurpa.
Loksins náðu bátamir saman og
snurpun hófst. Þarna var búnaður í
frumstæðara lagi, engar rúllur til að
renna út nótinni, svosem þá var al-
gengt orðið, og varð því að bisa
henni útfyrir borðstokkinn með
handafli. Þó voru komin handsnúin
snurpuspil í bátana, svo ekki þurfti
að draga línuna inn með höndun-
um einsog áður tíðkaðist.
Er nú snurpað sem óðast í báðum
bátunum, en eitthvað hafði farið
úrskeiðis, því snurpulínan var öll
meira og minna flækt í netinu sem
kom inn með henni í flygsum og
síldin horfin út og suður - eða
kannski þangað sem nótabassinn
vísaði skipshöfninni, norður og nið-
ur.
Var nú tekið að greiða úr nótinni
og varð víða að skera og bæta. Ekki
fór betur en svo fyrir mér þegar ég
ætlaði að stinga skeiðahníf mínum í
borðstokkinn, að höndin rann á
sleipu skaftinu niður blaðið sem risti
skurð í handarjaðarinn, og ber ég
menjar þess ennþá. Ekki þótti það
þó næg átylla til að gera hlé á við-
gerðarstarfinu. Ég vafði einhverjum
druslum um höndina til að hamla
blóbrás, enda geisaði bassi nú ákaf-
lega og þóttist illa svikinn af þess-
um lyddum sem til hans hefðu
valist.
Langt var komið framá dag þegar
nótin var aftur komin í bæli sín í
bátunum tveim, og var nú farið að
skima eftir nýjum torfum. Ekki
þurfti lengi að Ieita, enda svartur
sjór af síld. Eru nú aftur hafðir sömu
tilburðir og í fyrra skiptið, nema nú
voru menn orönir slæptir og leiðir,
enda gaf torfan okkur langt nef ut-
anúr hafsauga þegar nótinni hafði
verið náð saman. Var síðan kastað
hvað eftir annað sleitulaust, en eng-
in fékkst síldin. Ýmissa ráða var leit-
að, reynt að koma öðruvísi að torf-
unum, skipta um kastara og hver
veit hvað, og að sjálfsögðu varð
skipshöfnin í munni nótabassans
þeim mun auvirðilegri afhrök sem
oftar var bommað.
Næstu daga hélt þessu áfram,
með einhverjum tilbrigðum þó, far-
ið var á aörar slóðir og allstaðar var
svartur sjór af síld og skipin fylltu
sig á báða bóga. í þeirri lotu urðum
við fýrir mestu smán sem hent getur
skipshöfn á snurpuveiðum.
Við erum komnir í bátana og í
færi við girnilega torfu. Bassi er að
velta vöngum yfir hvemig skynsam-
legast sé að komast í færi, þegar
línuveiðari einn kemur öslandi og
skiptir engum togum að skipshöfn
hans er komin í bátana og róin í
kringum torfuna og þar með okkur.
Var nú ekki annað fýrir en að kom-
ast útúr nót hins aðsópsmikla að-
skotaliðs, ekki upplitsdjarfir.
Enn er kastað æ ofan í æ, mestall-
an sólarhringinn, því sama veður-
blíðan hélst, dagurinn nóttlaus að
kalla, júlímánuður enn ekki hálfn-
aður. Menn gátu aðeins fleygt sér
sem snöggvast í sjógallanum á
dekkið og þeim var ekki fyrr farið að
síga í brjóst
en öskrað var í bátana. Auðvitað
gafst heldur enginn matfriður fýrir
þessu sífellda, árangurslausa öskri,
því engin kom síldin um borð.
Þegar þessu hafði haldið svona
áfram dögum saman var ákveðið
að taka nótina í land og mæla
hana upp, því eitthvað hlaut að
valda þessum ósköpum annað en
einskisnýt skipshöfn. Jújú, nótin var
tekin í land og breidd á tún og
mæld á alla enda og kanta og ein-
hverjar breytingar gerðar, því nú
var aftur haldið á veiðar með til-
tölulega geðgóðan nótabassa, út-
hvílda og vonglaða skipshöfn.
En ekki stóð sú dýrð lengi. Þrátt
fýrir alla bjartsýni og endurheimtan
þrótt, máttum við enn sætta okkur
við að sjá allar fleytur fylla sig í fá-
um köstum meðan hvert bommið
tók við af öðru hjá okkur.
Ekki dugði þetta. Nú tók útgerðin
það til bragðs að fá gamlan og
reyndan síldarskipstjóra í túr með
okkur til að fá utanaðkomandi
hlutlausa staðfestingu á því að
skipshöfnin væri ónýt og engin leið
að fiska með henni. Þessi aldur-
hnigni uppgjafaskiptjóri ræðst nú
eina ferð meb okkur og er stefna
tekin austurfyrir Siglunes og inná
Eyjafjörð. Ekki þurfti lengi að bíða
þess að torfa sæist, og var kastað
norðuraf Hrísey
Ekki höfðum við skipverjar vænst
neinna aldahvarfa við að fá þenn-
an gamla fausk til að stýra liðinu,
þar sem ungur og hraustur beljaki
hafði orðið að gefast upp. Samt fór
svo, að þótt nokkuð skorti á gjörvi-
leik hjá þessum bráðabirgðanóta-
bassa, þótt hann færi sér að engu
óðslega og ffá honum bærust engin
ókvæðisorð, þótt hann ákallaði
hvorki djöful né andskota, þá feng-
um við nú í fyrsta skipti fulla nót af
síld og fullt skip í fáum köstum.
Skipverjum gaf hann þá einkunn
að þótt hann hefði að vísu verið
með röskari skipshöfn, þá væri afla-
leysi öðru að kenna en aumingja-
skap hennar.
Langt var liðið á júlí og óðum
styttist í vertíbarlok. Eitthvað hefur
síldin líka verið farin að tregðast og
breyta um verustað, og var því siglt
vesturmeð landi án þess að kastað
væri. Vorum við loks komnir vestur
á Húnaflóa, en þar voru einhverjir
að fá síld, þó vitanlega ekki við
fremur en fyrri daginn. Var þá tekin
ákvörbun að snúa aftur austur og
reyna á Skjálfandaflóa.
Bátamir voru teknir á langslef,
þ.e.a.s. dregnir í halarófu með
langri trossu og nótinni þannig fyr-
456 Heima er bezt