Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.12.2000, Qupperneq 33
Droplaugarstaðir í Fljótsdal, um 1980. (Ljósm.: Helgi Hallgrímsson). Guttormur eitt barn (ÆvisGV, 4-5). Heimildum ber ekki að öllu leyti saman en ekki verður annað séð en að börn Guttorms, sem lést á besta aldri, hafi tekið við búsforráðum á Arnheiðarstöðum eftir föður sinn. Er einkum talað um að Vigfús sonur hans hafi komið þar við sögu. í ævisögu Guttorms segir að þá sé einn sona hans og Halldóru kvong- aður og „búandi á Arnheiðarstöð- um," en ekki er getið um nafn hans (Ævis.GV, 5). Er líklegt að það hafi verið Vigfús, enda var hann talinn elstur þeirra systkina. Þetta kemur heim við það sem kunnugir hafa sagt mér. Hins vegar telur Páll Eggert Ólafsson hann bónda í Geitagerði, a.m.k. um tíma (PEÓlÆviskr.II, 225-226). Svo mikið er víst að er tekið var manntal árið 1860, fjórum árum eftir lát Guttorms, er Vigfús talinn bóndi á Arnheiðarstöðum, 33 ára, ásamt konu sinni Margréti Þorkels- dóttur, 35 ára, og fjórum börnum. (Manntal 1860)). Hins vegar er talið tvíbýli á Arn- heiðarstöðum þetta ár og býr bróðir Vigfúsar, Einar, á móti honum, 25 ára gamall, ásamt konu sinni Sig- ríði Þorsteinsdóttur, 26 ára og einu barni þeirra. Alls eru taldir 28 manns í heimili á báðum búunum á Arnheiðarstöðum þetta ár. (Manntal 1860). í bréfi frá biskupi og prófasti til Péturs Jónssonar prests á Valþjófs- staö frá árinu 1868, er jörðin Merki á Jökuldal talin hjáleiga frá Arn- heiðarstöðum (í Héraðsskjalasafni). Er mér með öllu ókunnugt um hvenær það upphófst eða hvenær því lauk. Börn átti Vigfús nokkur, eins og hér hefur komið fram. Hér mun þó aðeins getið tveggjá sona hans og Margrétar, sem voru Guttormur og Sölvi, taldir 11 og 8 ára í manntal- inu 1860. Guttormur var þekktur maður á sínum samtíma (1850-1928). Hann var skólastjóri við Bændaskólann á Eiðum 1883-1888, þingmaður Sunnmýlinga 1893-1907. Var ann- ars mikinn hluta ævinnar bóndi í Geitagerði. (PEÓlÆviskr.II, 225-226). Eignaðist mörg börn með konu sinni Sigríði Sigurðardóttur, er öll tóku upp ættarnafríið Þormar. Son- arsonur hans, Guttormur Vigfússon Þormar, býr enn í Geitagerði. Sölvi er talinn fæddur 1852 og bjó hann á Arnheiðarstöðum eftir föður sinn. Dánarár Vigfúsar föður hans er óþekkt en í manntali frá 1880 er Margrét Þorkelsdóttir talin ekkja Vigfúsar og húsmóðir á Arnheiðar- stöðum, 56 ára, og Sölvi Vigfússon sonur hennar talinn bóndi þar. Hann er þá sagður 26 ára og ókvæntur og býr með móður sinni (Manntal 1880). í skrá yfir búendur í Fljótsdals- hreppi frá árinu 1884 er Sölvi talinn bóndi á Arnheiðarstöðum, þá enn- þá ókvæntur og býr með móður sinni (í Héraðsskjalasafni). Óvíst er hvaða ár Sölvi kvæntist en í mann- tali frá 1890 er hann talinn bóndi á Amheiðarstöðum, 35 ára, ásamt konu sinni Sigríði Sigfúsdóttur frá Skriðuklaustri, 34 ára. Þar em ag tvö börn þeirra, Vigfús og Margrét, og sonur Sigríðar af fýrra hjóna- bandi, Jörgen Eiríksson Kjérúlf. Mar- grét móðir Sölva er þá talin 66 ára og býr hjá syni sínum (Manntal 1890). Sölvi var sveitarhöfðingi og hreppstjóri í Fljótsdalshreppi. Hann er talinn hafa búið á Arnheiðarstöð- um á ámnum 1880-1926 er hann lést rúmlega sjötugur. í Héraðsskjalasafni er varðveitt fasteignamat á Amheiðarstöðum frá árinu 1918 í búskapartíð Sölva. Þar er jörðin talin fátækraeign að _ hlutum og eign Valþjófsstaðakirkju að _ hluta, eins og fyrr á öldum. Landsskuld og leiga skuli greiðast með framfæri eins sveitarómaga í Fljótsdalshreppi. Hins vegar er um- ráðamaður jarðarinnar sagður Val- þjófsstaðaprestur en ekki Skálholts- biskup eins og fyrrum. Eins og fyrr segir, eignuðust þau Sölvi og Sigríður nokkur börn en flest mun þau hafa dáiö ung. Af þeim sem upp komust má nefna Þorvarð, er var kaupmaður á Reyð- arfirði, og Droplaugu, er dó um fer- tugt úr botnlangabólgu. í manntali frá 1930 er Sigríður talin húsmóðir og bóndi á Arnheiðarstööum, fædd 1856 og Droplaug dóttir hennar, fædd 1898 (Manntal 1930). Sigríður mun hafa búið á Amheiðarstöðum í 14 ár eftir lát Sölva, uns hún brá búi árið 1940 og fluttist til Reykja- víkur og dó þar í hárri elli. Ekkert bama hennar og Sölva tók við búi á Arnheiöarstöðum eftir hana og árið 1940 fluttist á Arnheiðarstaði Sig- Heima er bezt 465

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.