Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 8

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 8
Jólablað Æskunnar 1940 Sigfús Einarsson. gæti heyrt sönginn. ÞaS var gamall maður, sem átti heima í koti rétt hjá okkur, sem verið var að jarða. Einn af söngmönnum þeim, sem sungu við liús- kveðjuna, har svo af öðrum, að eg gleymi hon- um aldrei. Hann var frændi minn af Bergsætt. Næstu kynni mín af músík urðu þau, er vinnu- maður einn kom á heimili okkar, er hafði með- ferðis litið harmoníum-kríli. Þetta varð síðar nafn- togaður maður — Sigurður Eiríksson regluboði. Þetta hljóðfæri hafði þann ágæta kost fyrir mig, að það vantaði heinplötu á eina nótuna. Við þessa heinlausu nótu miðaði eg, þegar eg fikaði mig áfram í söngfræði Jónasar Ilelgasonar, er eg náði í um svipað leyti. Um kennslu var ekki að ræða. Eg þreifaði mig áfram í „skólanum“ og spilaði bráðlega úr söngheftum Jónasar og kirlcjusöngsbók hans. En seinna komu Staplis-heftin til sögunnar. Og þar kynntist eg laga-bútum eftir meistarana, er höfðu svo mikil áhrif á mig, að eg fór sjálfur að „komponera“. Þá var eg 12 ára. Enginn var til þess að leiðbeina mér. Svo þetta féll brátt niður hjá mér. En allt, sem eg á þeim árum lcrotaði niður, er vitanlega löngu týnt. En þessar barnalegu tilraunir mínar leiddu greinilega í ljós ákveðna hneigð mína. Svo komst eg í söngfélag á Eyrarbakka. Jón Pálsson stjórnaði því. Hann var þá búsettur á Stokkseyri, en fór oft á milli í misjöfnu veðri, til að vinna fyrir söngfélagið. Við sungum í kirkjunni og í samkomuhúsinu á „Bakkanum“.“ Sigfús var settur til mennta. Um þær mundir, sem hann kom í Latínuskólann, var sönglíf höfuðstað- 128 arins fremur fábreytt. „Þegar eg eftir fermingu kom í skóla,“ segir Sigfús, „kynntist eg Steingrími Johnsen. Hann var þá söngkennari i Latinuskól- anum. Hann stjórnaði söngfélaginu „14. janúar“. Þegar eg var kominn úr mútum, fór eg í það félag. Þetta var eina söngfélagið í bænum þá. Um aðrar söngskemmtanir var hér ekki að ræða en þegar þetta félag söng. Þá var „Harpa“ Jónasar Helga- sonar dauð. En ýmsir, sem verið liöfðu í lienni, voru í þessu félagi. Af konsertum þessa félags er mér minnisstæð- astur sá, þegar síra Geir heitinn Sæmundsson kom frá Höfn og aðstoðaði oldcur, söng einsöng með okkur. Fegurri rödd hafði eg aldrei heyrt. 1 þann tíð var það siður, að piltar tónuðu við morgunbænir i Latinuskólanum. Þá seildumst við heldur til þess, að láta „busana“ tóna, því að það þótti heldur bót að því, ef þeir færu út af laginu. Þegar eg var í skóla, fór eg alltaf heim um jólin. Eitt sinn á þeim árum hað síra Ólafur Helgason mig að tóna skólabænina í kirkjunni á aðfanga- dagskvöld til hátíðabrigðis. Eg lét tilleiðast, því að eg hafði mestu mætur á síra Ólafi. En smeykur var eg við þetta. Einn kunningi minn, sem komst að því, hvernig mér var innanbrjósts, ráðlagði mér það, að eg skyldi telja mér trú um, að allur söfn- uðurinn í kirkjunni væri eintómar flugur. Eg reyndi þetta. En það lukkaðist elcki sem best. Aldrei liefi eg verið eins skelkaður og þegar eg tónaði skólabænina í Eyrarbakkakirkju. Þegar eg i fyrsta skipti átti að stjórna söngflokki erlendis, var eg að vísu „nervös“, en ekki svipað því eins. Það var söngflokkur íslenskra stúdenta, er söng í „Coneert- palæet“ (söngleikahúsinu) i Höfn, og var þar margt stórmenni saman komið.“ Sigfús varð stúdent 21 árs gamall. Sigldi hann þá til Kaupmannahafnar til laganáms. Tónlistina stundaði liann aðeins í hjáverkum. En hún varð hrátt aðalviðfangsefni lians. Hann sótti um styrk til Alþingis til tónlistarnáms, en var synjað um hann. Þótti sumum þingmönnum líklegt, að þessi ungi stúdent færi að slá slöku við laganámið, ef þannig væri ýtt undir hann með að stunda tón- listina. Á þessum árum stjórnaði Sigfús lcarlakór meðal ísl. stúdenta í Kaupmannahöfn. Lét lcórinn nokkr- um sinnum til sin heyra i Höfn og gat sér frægð. Var honum jafnvel lílct við bestu kóra Finna. Þá fór Sigfús að kynna sér íslensk þjóðlög, sem þá voru í litlum metum. Sú viðkynning hefir haft þau áhrif á list hans, að nú þykir hann íslenskastur í

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.