Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 19

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 19
Jólablað Æskunnar 1940 barnaheimili ættstofnsins. Þar læra þau íþróttir og aðra þá mennt, er prýða má svertingjaungling: að dansa, syngja, slá skinntrumbu, spinna, búa til mat og sauma. Einhvern daginn, meðan krakkasnáðinn er ósköp lítill, tekur mamma hans hann og sest með hann út i skuggasælt rjóður skammt frá kofanum sínum. Hún makar liöfuð barnsins í viðsmjöri, en tekur síðan band eitt langt, sem töframaður ætt- stofnsins hefir gert, og sívefur því á ákveðinn og einkennilegan hátt um iiöfuðkúpu harnsins. Verður úr þessu einskonar handhjálmur, sem fellur fast að höfðinu. Svertingjar telja tvennt vera unnið með þessum undarlega höfuðbúnaði: f fyrsta lagi er hjálmur þessi barninu ágæt vörn gegn illum öndum. Töfra- maðurinn hefir þulið bænir og særingar, meðan hann hjó til bandið i hann, og loks liefir hann vigt það með reykelsi. Það eru líka sérstakir töfrar fólgnir í aðferðinni við að vefja þessu um barns- höfuðið. I öðru lagi er hjálmi þessum ætlað að hafa áhrif á lögun höfuðsins. Böndin geta runnið dálítið til á höfðinu, af því að það er makað í viðsmjöri, og er þvi hægt að herða á þeim með því að reka undir þau fleyga. Móðirin gerir þetta og lierðir litið eitt á fleygunum á hverjum degi. Höfuðkúpa harns- ins er hrjóskkennd og mjúk og lætur undan. Má þannig breyta höfuðlagi barnsins og gera svert- ingjar höfuðkúpuna venjulega aflengri en hún er frá hendi náttúrunnar. Olckur finnst þetta vera grinnnileg misþyrming á börnunum, og við skilj- um ekki tilganginn með því. En svertingj arnir segja, að liæfileikar manna fari eftir höfuðlaginu, og að sérstöku höfuðlagi fylgi vissir eiginleikar. Svertingjabörnin ganga að mestu leyti berstrípuð fram eftir öllum aldri, og hjá sumum þjóðflokk- um svartra manna er jafnvel lítið um ldæðnað æfina á enda. Oft bera börnin þó einhverslconar skraut á líkama sínum, og ef vel er að gáð, er það skraut venjulega til einhverra hluta nytsamlegt fyrir harnið. Búskmenn binda t. d. loðskinnsræmu um úlfliði og ökla kraklcanna sinna, en annars stríplast þeir allsberir. Ilvaða gagn gæti nú verið að þessu? Með þessu einfalda ráði verja þeir þá líkamshluta barnanna, sem reynslan sýnir, að mý- vargur sá, sem oft gerir Afríkubúum lifið leitt, sækir mest á. Sama gagn gera loðskinnsmen um hálsinn, og hárskúfar og fjaðrabrúskar sem höfuð- skraut. Allt fælir þetta flugur og rnývarg frá börnunum. Þjóðflokkur einn í Uganda hefir þann einkenni- lega sið, að sivefja leggi hvítvoðunganna, frá ölcla að kné, með ræmum úr dúk eða skinni. Eru börnin látin liafa umbúðir þessar fast vafðar, þar til þau eru farin að ganga. Er útbúnaður þessi til þess ætlaður, svo undarlegt sem það virðist, að draga úr vexti kálfavöðvanna. En svertingjar þessir segja, að menn verði fljótari að hlaupa og færari til stökks, ef þessi umbúnaður sé við hafður. Þeir bnita einnig málmhringi um handleggjavöðva ung- linga. Eiga þeir að þrýsta á vöðva þá, sem mest reynir á við að skjóta af boga. Telja þeir þetta auka afköst og hæfni. Ekki er gott að segja, hvað hæft kann að vera i þessu. En ekki verður séð, að siðir þessir skaði þjóðirnar, sem iðka þá, nokkurn skapaðan hlut. Þær ganga, hlaupa, klifra, stökkva, skjóta af boga og kasta grjóti og spjótum flestum öðrum betur og hraustlegar. Hvar sem menn fara um Afríku, hvort sem er um strendur, grassléttur, frumskóga eða liálendi, verða börn alstaðar fyrir mönnum. Það virðist vera til óvenjulega mikið af þeim þar í álfu. I hafnarstöðunum við Rauða hafið: Börn. í Somali- landi og Abessiníu: Börn og aftur börn. Og svona mætti halda áfram um þvera og endilanga álfuna, þar sem menn eru á annað borð. Hvítvoðungar, ríðandi á herðum eða mjöðmum mæðra sinna. Þriggja ára pottormar, sem ríða aftan við pabba sína á múldýrum, eða róa eins og svolitlir eirbrúnir bögglar uppi á úlfaldakryppu. Fimm ára hnyðrur, sem bera systkini sín á fyrsta ári og láta þau sjúga fleskdúsu. Tíu ára telpur, sem eru að balca brauð handa foreldrum sínum, eða strákangar á sama aldri, berandi lyklakippur og á svipinn eins og þeir bæru ábyrgð á öllum auðæfum í heilu riki. Ferðamaður einn segist einu sinni hafa spurt Abessiníumann að því, af hverju það væri siður þar i landi, að láta smástráka varðveita lyklana að fjárhirslum og forðabúrum. „Börn eru hlýðnari en fullorðnir,“ svaraði hann, „og þau hafa ekki lært að stela. Þið ættuð að reyna þetta i Evrópu, og vita til, hvort ekki hverfur minna úr peninga- lcössunum ykkar!“ — Hvaða álit liafa lesendur Æskunnar á slíkri tilraun? Uppeldi svartra barna er töluvert verulega frá- brugðið því, sem lijá okkur gerist. Það er siður hjá fjöhnörgum þjóðflokkum, að börnin fara í eins- konar barnaheimili, um það leyti sem þau eru þriggja ára gömul. Þar er nú líf og fjör í tuskun- um, en þó gengur allt eftir settum reglum, og hafa börnin eftir því meiri forréttindi, sem þau eru eldri. Allir leikir þeirra eru nám og æfing í því, sem þau þurfa að kunna og hafa leikni i, þegar 139

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.