Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 17

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 17
Jólablað Æskunnar 1940 ina silja á stóru tilhöggnu steinunum framan við garðinn hans Bjarna prentara. Það var verið að gera við gangstéttina, og tilhöggnir steinar stóðu þar á víð og dreif upp við garðmúrinn. Nú var þar eng- inn að vinna, en Englendingarnir einir sátu þarna í morgunkyrrðinni, og annar þeirra hélt á nýkomnu sendibréfi. Stórt enskt skip hafði komið um nótt- ina og fært vinunum tveimur þetta bréf. Sigrúnu hnykkti við. Hún sá ekki hetur en að sá, sem á hréfinu hélt, væri að gráta. Hinn lagði handlegginn yfir lierðar lians og sagði eitthvað, lágt og alvar- lega. Sigrún stóð eins og negld við jörð og starði. Litli'hróðir liennar lá þegjandi i vagninum og ekk- ert heyrðist nema fjarlægar vagndunur, einstaka fótatak á nálægúm götum og söngur þrastanna í görðunum. Jú — hann var að gráta, enski piltur- inn. Á augabragði skildi litla stúlkan, að sorg lians stóð í sambandi við bréfið, sem liann hélt á í hendi sér. Ilún hugsaði sig ekkert um, fremur en það hefði verið hennar eiginn bróðir, sem sat þarna og grét — hún varð að hugga liann! Hún skildi við vagninn með Sverri litla i upp við garðmúrinn og þaut til útlendinganna. Er hún var komin fast til þeirra, stansaði hún og hikaði augnablik. En þegar sá, sem hélt á hréfinu leit upp á hana augunum flóandi í tárum, stillti hún sig eklci, heldur þaut upp um hálsinn á honum. „Skelfing áttu bágt,“ sagði liún, og augu liennar fylltust tárum. Ljósu lokkarnir hennar hrundu yfir veðurbitna vanga hans og litla liöndin klappaði án afláts. „Bróðir hans er fallinn i Frakklandi,“ mælti hinn, skýrt og lágt. Og þó að Sigrún litla skildi ekkert í ensku, þá náði þetta orð: bróðir, að eyrum hennar og með- vitund. Það líktist svo mjög sama orði í liennar eigin tungumáli, að liún skildi það þegar. Bróðir lians var dáinn! Það var liún alveg viss um. „Ó, hvað þú átt bágt!“ hvíslaði hún. Og þó að hann skildi ekki, livað hún sagði, þá vissi hann, að þetta voru vinarorð, full barnslegrar blíðu og samúðar. „Eg á líka litla systur lieima, eins og þig,“ hvíslaði hann aftur — og nú var það orðið: systir, sem hún skildi. „Já, eg skal vera systir þín,“ svaraði hún og horfði beint í augu hans á meðan tárin ultu ofan kinnar hennar. — Þrestirnir í næsta garði sungu glatt, vangarnir dunuðu, og vegfarendur gengu leiðar sinnar. En ensku æskumennirnir og i§lenska slúlkuharnið vissu ekki af neinu nema sorginni, sem hafði komið eins og fugl á svörtum vængjum úr fjarskanum og yfirskyggt barnslega hugi þeirra. Þau fundu ekki lil þess, að þau voru sitt hvorrar þjóðar og kunnu eklci eilt orð hvort i annars móð- urmáli. Þau voru aðeins börn alheimsins — börn Frú Elinborg Eg liefi fvrir skömmu lokið við að lesa siðasta hindi sögunnar „Förumenn“, eflir frú Elinborgu Lárusdóttur. Eg hafði mikla ánægju af lestrinum og langar mig til að vekja athygli lesenda Æsk- unnar á þessum mikilvirka rithöfundi með örfáum orðum. Frú Elinborg hefir ritað 4 bækur á 5 árum, eða öllu lieldur 7 bælcur, því að sú síðasta, „Förumenn“, er í þrem bindum, og er hvert bindi stærðarbók, yfir 300 bls. Fyrsta bók frú Elinborgar kom út 1935 og nefnd- ist „Sögur". Er það safn smásagna. Vakti sú bók strax eftirtekt, enda ritaði einn merkasti þálifandi rithöfundur íslenskur, Einar H. Kvaran, formála fyrir bókinni og lauk miklu lofsorði á sögurnar. Síðan hafa komið: Anna frá Heiðarkoti (1936), Gróður (1937) og siðast Förumenn í þrem bindum, á árunum 1939 og 1940 (Dimmuborgir, Efra- Ásættin og Sólon Sókrates). Bækur frú Elinborgar eru allar ritaðar á góðu og látlausu máli. Yrkisefni velur hún sér einkum úr lífi alþýðufólks, og bera sögur hennar vott um djúpa samúð höfundarins og skilning á lífskjörum lítilmagnans og þeirra, er hafa á einhvern liátt farið halloka í lífinu. I síðustu hókinni, sem vafa- laust má telja eitthvert mesta ritverk, sem liggur eftir íslenska konu, hefir hún tekið sér fyrir hend- Lárusdóttir. tímans, sem var að líða — hörn ófriðarins mikla á jörðu, er liafði lagt sinn þunga voðaliramm yfir æskugleði þeirra, en megnaði þó ekki að slökkva ljós hjartans: sakleysið og kærleikann, sem er eins í öllum löndum jarðar. 137

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.