Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 24

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 24
Jólablað Æskunnar 1940 „Þetta hefir víst verið draumur eins og áður,“ sagði hann við sjálfan sig. „Hvernig gæti líka annað átt sér stað?“ Arnfinnur reið nú áfram leiðar sinnar. En þegar minnst varði, kom undarleg skepna í veg fyrir hann. Hún hafði langa og loðna handleggi og lymskulegar, þrútnar glyrnur. Hendurnar lílctust klóm. Og í annarri þeirra hélt liún á stórum silfurhikar. Arnfinnur stöðvaði hest sinn og sagði róle'ga: „Hvað vilt þú mér, fyrst þú gengur í veg fyrir mig?“ En óvætturin stóð kyrr í sömu sporum og otaði silfurbikarnum framan i Arnfinn. Sá hann, að bikarinn var fullur af dökkrauðum vökva. „Göfugi herra!“ sagði tröllið. „Við höfum alltof lengi verið óvinir og elt saman grátt silfur. Nú er nótt friðarins eins og allir vita. Eigum við ekki að semja frið? Gerðu svo vel að drekka með okkur sáttabikarinn!“ Arnfinnur tók við bikarnum, og ófreskjan hrosti háðslega. En hann drakk elcki úr honum heldur skvetti úr honum aftur fyrir sig og sagði; „Eg trúi ekki á fagurgala þinn, hér býr eitthvað illt undir.“ Síðan keyrði hann hest sinn sporum, en að baki hans gaus upp eldstrókur. Hann heyrði óp og köll þúsund óvætta inni í skóginum. „Bikarinn okkar! Bikarinn okkar!“ En Arnfinnur þrýsti bikarnum fast að brjósti sér, gaf liestinum lausan tauminn og leit aldrei aftur. Hann fleygði frá sér blysinu, því að tungls- birtan lýsti honum nægilega, og hann óttaðist, að ljlysið kynni að vísa óvinum hans til vegar. Hann heyrði, er þeir nálguðust, að þeir hölsótuðust og æptu með þrumandi raust: „Fáðu okkur bikarinn! Skilaðu bikarnum okkar!“ Arnfinnur beit á jaxlinn, hallaði sér áfram í söðl- inum og herti á hestinum. Og hesturinn þaut á- fram eins og hvirfilvindur. En þó að liann rynni áfram eins og örskot, þá miðaði óvinunum betur. Hás öskur þeirra færðust stöðugt nær og nær. Brátt mundu þeir ná honum. Arnfinnur fól sál sína í guðs hendur. — En þá blikaði ljós fram- undan honum. — Það voru Ijósin í kirkjunni á Áskelsstöðum, og í sama vetfangi hófust klukkna- hringingarnar. Það var hringt til óttusöngs. Þá heyrðist nýtt öskur, fullt reiði, gremju og vonbrigða. Óvættirnar sneru við og flýðu til skóg- ar sem fætur toguðu. Þær þoldu, sem kunnugt er, ekki að heyra hljóm kirkjuklukknanna. 144 ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Óuœfiíl i inn LuLu . siiiíL 'zunnar. Kæri, litli svæfill minn, svo hvítur og hlýr, hjá þér værðin Ijúfa á svanadúni býr! Á kvöldin þegar dauðhrædd við úlfa og storm eg er, elsku, litli svæfillinn, eg blunda rótt á þér! Fjöldi, fjöldi barna er til, sem engan svæfil á, þau eru svöng og móðurlaus og hvergi skýli fái, þau eru alllaf sgfjuð og eiga ösköp báigt, ó, elsku mamma, vegna þeirra’ í hljóði stgn eg lágt. Og þegar eg lief beðið guð að annast engilinn, sem engan svæfil hefir, þá faðma eg minn, og þegar loks til fóta hjá þér ból mér búið er, þá blessa eg þig, mamma, og sofna vært hjá þér. Guðmundur Guðmundsson þýddi. (Ljóð og kvæði.) ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Arnfinnur gekk hljóðlega inn í helgidóminn og setti hinn mikla silfurbikar á altarið. Hann sagði gamla, gráhærða klerkinum sögu sína og kvaðst vilja gefa kirkjunni dýrgripinn til minningar um frelsun sína — því að hans væri mátturinn, náðin og dýrðin að eilífu. Hann settist því næst niður meðal safnaðarins, og nú hljómaði undir hvelfingu kirkjunnar fagn- aðarsöngur jólanna: „Kom hlessuð stundin blíð og góð, hins bjarta morgunroða.“ En hvað sem um það er, hvort tunglskinsálfur- inn hefir verið draumur eða veruleiki, þá felck Arnfinnur i Goðahlíð að lifa í friði fyrir illþýðinu eftir þetta. Hann gat í ró og næði haldið áfram starfi sínu til gagns og gleði fyrir allt hyggðarlagið. En urn silfurkaleikinn fagra, er hann tók frá tröllunum, gengur sú sögn, að liann liafi lent í Maríukirkjunni í Stoklchólmi, og lengi verið talinn hinn fegursti dýrgripur þessa musteris. Margrét Jónsdóttir þýddi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.