Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 23

Æskan - 01.12.1940, Blaðsíða 23
Jólablað Æskunnar 1940 segja dag frá degi. En oft sat Arnfinnur áliyggju- fullur á kvöldin og hugsaði um það, hvernig hon- um mætti takast að losna við þetta illþýði fyrir fullt og allt. Eina nótt dreymdi hann einkennilegan og merki- legan draum. Hann þóttist sjá tunglsgeisla gægjast inn um gluggann sinn og falla á höfðalagið sitt, og allt í einu virtist honum geislinn verða lifandi og brejdast í ljómandi fagran Ijósálf með kórónu úr silfri á liöfði. Arnfinnur þaut upp óttasleginn, en Ijósálfurinn lagði hönd sina á höfuð honum og mælti: „Vertu öldungis óliræddur! Eg vil þér ekkert illt.“ „Hvaða erindi getur þú átt við lítilmótlegan mann eins og mig?“ spurði Arnfinnur. Það er nú einmitt vegna þess, að þú álítur þig lítilmótlegan og ert auðmjúkur, að mig langar til að hjálpa þér,“ sagði veran. „Þú ert liræddur við óvættirnar og veist ekki, livernig þú átt að fara að því að vinna hug á þeim. Eg ætla að segja þér það.“ „Segðu mér það, og eg skal berjast óhræddur við illþýðið!“ lirópaði Arrifinnur með ákafa. „Eg er liraustur og sterkur, og sá, sem gengur á guðs vegum þarf ekki að hræðast tröllahyskið.“ Ljósálfurinn hristi höfuðið. „Tröllin eru voldug ennþá,“ sagði hann, og enginn maður megnar að berjast einn á móti þeim. Vertu ekki of djarfur. Hyggindi og hugprýði fara vel saman, en yfirlætið er í ætt við hugleysið. Meðan óvættirnar eiga stóra silfurhikarinn sinn, eru þær ósigrandi.“ „Hvaða bikar er það?“ spurði Arnfinnur. „Ættfaðir þeirra gerði bikarinn eitt sinn úr silfri frá Niflungaheimi, langt inni á finnmörkinni. í bilc- arnum geyma tröllin töfradrykkinn, sem gefur þeim mátt til þess að vinna illvirkin. Sá, sem rænir silf- urhikarnum frá þeim, rænir lika mætti þeirra.“ Arnfinnur leit á ljósálfinn leiftrandi augum. „Segðu mér þá, hvernig eg á að ná i bikarinn,“ sagði hann. „Eg gráthið þig um að gefa mér ráð! Segðu aðeins eitt orð, eg hlýði þér, jafnvel þó að það yrði minn bani. Eg er sjálfur lítils virði, en mér virðist þetta mikið lilutverk.“ Nú brosti ljósálfurinn fagri og svaraði: „Það er ekki vilji drottins að þú híðir bana, því að þú ert trúr og dyggur þjónn. Þú átt þrjá góða meðhjálpara meðal tröllanna. Þú verður að híða með þolinmæði, uns þeir eru tilbúnir að hjálpa þér. Arnfinnur starði stórum augum á hina hvítu veru. „Eg skil ekki, hverjir það geta verið,“ sagði hann eftir nokkra umhugsun. „En eg þekki þá,“ svaraði ljósálfurinn. „Og þeir eru . .. ?“ „Hatur þeirra, heimska þeirra og dramb.“ í sama vetfangi sveif hvitt ský fram úr djúpum næturinnar. Ljósálfurinn livarf, og allt varð myrkt að nýju. Árin liðu: Vetur, sumar, vor og haust. Veturnir komu með kulda og fannkomu, vorin með vaxandi sól og' fuglaklið, sumrin með hita og gróðursæla uppskeru og haustin með litagnótt fölnandi laufa, og alltaf barðist Arnfinnur við óvætdr óhyggðar- innar. Hann hugsaði oft og einatt um orð ljósálfs- ins, en svo hristi hann höfuðið og sagði við sjálf- an sig. „Það var einungis draumur. Eg verð að herjast við óvættirnar með hnúum og hnefum, svo lengi sem blóðið streymir í æðum mér. Eg ætti ekki skilið að kallast maður, ef eg gæfist upp fyrir illþýðinu. Einn vetur fór Arnfinnur sem oftar frá Goða- hlíð, til þess að lialda lieilög jól í kirkjunni að Áskelstúni. Nóttin var dinnn og leiðin löng. í skóginum voru bæði tröll og ræningjar, en Arn- finnur var óliræddur. Ilann söðlaði góðliestinn sinn, kveikti á kyndli og reið af stað til kirkjunnar. Og eklskinið frá hlysinu féll á snævi þaktan greniskóginn, þar sem ískristallar glitruðu eins og gimsteinar, og yfir honum hlikuðu miljónir stjarna á bláum kvöldhimninum. Vegurinn var auður og fannhvitur svo langt sem augað eygði. Ekkert hljóð rauf kyrrðina, nema hófaskellirnir. Allt var svo hljótt og þögult, að hann þóttist lieyra englaraddirnar óma utan úr geimnum: „Dýrð sé guði i upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ Skannnt fyrir framan sig sá hann mánann gægj- ast upp fyrir skógarbrúnina. Arnfinni virtist þá sem hann sæi ljósálfinn góða lcoma svífandi til sín á tunglsgeisla. Hann hafði silfurkórónu á höfði og hvíslaði með kvöldsvalanum í eyra hans: „Vertu hughraustur. Nú er stundin komin. Þú liefir barist lengi, en nú ljómar brátt nýr dagur. Þú situr hráðum í kirkjunni að Áskelstúni og syngur með söfnuðinum gamla jólasálminn: „Kom blessuð stundin blíð og góð, hins hjarta morgunroða.“ Arnfinnur neri augu sín forviða, en í sama bili hvarf sýnin. 143

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.